Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Qupperneq 49
N. Kv.
DALURINN OG ÞORPIÐ
95
Næsta gata lá upp að trjágarði, laufkrónurn-
ar voru miklar, þó trén stæðu þétt. Milli
þeirra sá í rauð þök, önnur dökk-græn lengra
burtu og bjartur vorhiminn yfir.
Viðurinn var nýr og hvítur í sárið, ívið
grænleitur, safamikill og börkurinn mjúk-
ur. Það lagði angan af viðnum, einkum
þeim, er verið var að fletta í skemmunni.
Sumir bútarnir voru votir, höfðu auðsjáan-
lega lent í sjónum. Þeir höfðu tímann fyrir
sér að þorna í sólskininu.
Pilturinn spurði:
— Hefurðu selt mikið af þessu?
— Ég hef selt minnst af því, sem búið er
að selja. Ég hef ekki nema kvöldin og er þá
°ft í öðru, sagði hún.
Hann fékk henni aurana. Það var of mik-
Jð. Hún ætlaði að gefa til baka.
— Æ hafðu þetta bara, sagði hann.
— Við erum ekki að selja þetta til að
græða á því, sagði hún ákveðin. Við viljum
bara fá sem flesta til að lesa það.
— Jæja þá, sagði pilturinn. Sama er mér.
Hann fékk aurana aftur, og horfði á
hendur hennar um leið og hann tók við
þeim. Hún hafði enga hanzka á höndunum;
hann langaði til að taka þær milli sinna og
finna ylinn af þeim. Nú var hún ekki í
brúnu kápunni, þessi var Ijósari með stór-
nm möskvum. Stúlkan hneppti henni ekki
að sér, því kvöldið var bjart og hlýtt. Hún
var í hvítleitu pilsi og ljósrauðri peysu og
skórnir voru Ijósir, breiðir yfir tærnar, með
^águm hælum. Hún gekk alltaf á skóm með
lágum hælum.
^jön sagði:
~~ I’að verður líklega nógur Iiiti í kosn-
lngunum núna. Og ekki vantar það, að nóg
er gefið út af blöðunum.
~~ Já, það er nóg af þeim, sagði stúlkan.
Ég þakka þér fyrir, bætti hún við, og
^laði að fara, en þá mættust augu þeirra,
eins og af hendingu. Nú sá hann hvernig
þau voru lit. En Jiann var ekki að hugsa um
það núna sérstaklega, heldur um líkama
hennar allan, sterka, þétta handleggina;
hálsinn, mjaðmirnar, hörundið, sem var
mjúkt og svalt. Kvöldinu áður hafði félagi
hans kysst stúlku þarna bak við viðarhlað-
ann og út á götunni gengu tvö sem leiddust.
Hvað varðaði hann um pólitík, þingmanns-
efni og bréf frá uppgjafa prestum, meðan
blóð hans var svo heitt og ákaft. Hann sagði:
— Þú kemur út með mér í kvöld, þegar
þú ert búin að selja þessi rit. Við getum
gengið inn í hlíð. Ég þarf að tala við þig.
Honum hafði aukizt hugrekki á sjónum.
Félagar hans voru farnir að impra á því við
hann, að fara á námskeið með haustinu og
ná sér að minnsta kosti í pungaprófið. Þú
ert svo bráðþroska, sögðu þeir.
— Ég hef engan tíma í kvöld, sagði stúlk-
an blátt áfram. Kalli litli er lasinn og
mamma situr hjá honum. Það er mamma
sem hefur unnið í allan dag og er orðin
þreytt. Góða nótt.
Hann gat ekki hlaupið á eftir lienni og
neytt hana til að taka orð sín aftur. Það var
eins og fyrri daginn, hún fór sínu fram.
Pilturinn stóð einn eftir á götunni, hann
hafði ekki einu sinni kosningarrétt, hugur
hans var í uppnámi, því honum fannst hann
hafa beðið lægra hlut. Hann skyldi sýna
lienni hvort þeirra væri sterkara, þó síðar
yrði. Nú seldi hún næsta manni bækling-
inn og sá klappaði henni vingjarnlega á öxl-
ina. Það var líklega einn af þeirn, sem var á
móti þjóðskipu 1 aginu. Björn lézt vera að
lesa í bæklingnum, en í rauninni var hann
að horfa á eftir stúlkunni. í þessu komu
tveir menn út úr bjórkránni; bakarinn seldi
áfengt öl, svona rétt fyrir kosningar. Það
voru heldri menn, með snyrtar hendur, ný-
komnir af rakarastofu. Annar var stórkaup-