Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 59
Fró ssðasto Siómannadegi Hátíðahöldin í heild munu hafa verið einhver glæsi- legustu sinnar tegundar og hin fjölmennustu. Aðalúti- samkoman fór fram við hinn nýja Sjómannaskóla. Hin mikla bygging, er þegar var risin af grunni, var öll fánum skrýdd, en fyrir framan hana hafði verið komið ræðupalli og var grunnur hans eins og skipsstefni, klætt hvítu líni að ofan, en grænu að neðan. Út frá ræðupall- inum skipuðu sjómennirnir sér með fánum hinna ýmsu sérgreina sjómannasamtakanna. Hátíðahöldin hófust með því að sjómennirnir söfnuðust saman við Tjörnina og gengu síðan þaðan fylktu liði undir fánum og hljóð- færaslætti að hinum nýja Sjómannaskóla. Eftir að hópgangan hafði staðnæmzt fyrir framan skólabygginguna hófst minningarathöfn um þá íslenzka sjómenn, er farizt höfðu síðan á síðasta sjómannadegi. Á því tímabili höfðu 63 lögskráðir sjómenn farizt á árinu, en alls höfðu farizt 67 íslendingar að meðtöldum farþeg- um á skipum, er farizt höfðu. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, stjórnaði minningarathöfninni og flutti ávarp, en einn af eldri nemendum Stýrimannaskólans, Hreinn Pálsson framkvæmdastjóri í Hrísey, söng einsöng. Hafði hann sýnt Sjómannadagsráðinu þann velvilja, að verða við áskorun þess að koma og syngja við þetta tækifæri. Að minningarathöfninni lokinni las Friðrik Ólafsson skólastjóri upp skinnhandrit það, sem múra átti inn í anddyri skólans. Hámarki náðu hátíðahöldin er Sveinn Björnsson ríkisstjóri lagði hornsteininn og flutti ávarp til þjóðarinnar. Hér hófst forleikur hinnar miklu lýð- veldishátíðar, er fara átti fram nokkrum dögum síðar, og segja má að með hinum nýja sjómannaskóla hafi verið lagður hornsteinn hins unga lýðveldis. Er ríkisstjóri hafði lokið máli sínu, gekk fyrsti fánaberi sjómanna fyrir hann og kvaddi hann með íslenzka fánanum, en ríkis- stjóri laut niður og bar fánann að vörum sínum. Á eftir ræðu ríkisstjóra flutti Vilhjálmur Þór sighnga- málaráðherra ávarp. Enn fremur töluðu þeir Kjartan Thors framkvæmdastjóri fyrir hönd útgerðarmanna, og Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður og Ásgeir Sigurðs- son skipstjóri fyrir hönd sjómannasamtakanna. Síðan voru afhent björgunarverðlaun ársins. Fram- kvæmdi formaður Sjómannadagsráðsins þá athöfn. Verð- launin hlaut að þessu sinni Þorsteinn Jóhannesson skip- stjóri á vb. Jóni Finnssyni frá Gerðum, en hann bjarg- aði skipshöfninni af vélbátnum Ægi í ofviðrinu 12. fe- brúar það ár, er bátnum hvolfdi undan Garðsskaga. Að lokum voru afhent verðlaun Sjómannadagsins fyrir íþróttakeppni. Skipverjar á bv. Helgafelli unnu það ein- stæða afrek, að sigra sem einstaklingar og sameiginlega í öllum íþróttum dagsins. I reipdrættinum tóku þátt skipshafnir Esju, Súðarinn- ar og bv. Helgafells. Helgafell vann bæði Esju og Súð- ina, og Esja vann skipshöfn Súðarinnar, en Súðin var handhafi verðlaunanna frá fyrra ári. Skipverjar af Helga- felli urðu einnig hlutskarpastir í kappróðrinum, björgun- arsundinu, stakkasundinu og keppni í hagnýtum vinnu- brögðum. í netabætingu varð fyrstur Sigfús Bjamason á Myrkrið var að skella yfir, skipið rak fyrir flötu og okkur virtust sjóimir, sem komu æðandi í áttina ti'l okkar, hræðilegir. Timburmaðurinn og ég brutumst niður í afturbrunninn og hjugg- um á vírana, sem timbrið var fest með, en timbrið hrundi fyrir borð og skipið tók að rétta við aftur. Teinarnir í stýrisleiðslunni höfðu bogn- að og voru óhreyfanlegir í rennunni. Gátum við losað um teinana með því að höggva burtu nokkra bolta úr rennunni. Var skipinu því næst snúið upp í sjó og vind og síðan andæft þannig meðan veðrið hélzt, án þess frekari skemmdir yrðu. Á 15. degi eftir að við fórum frá Sydney kom- um við að Fastnet, og 2 eða 3 dögum síðar var lokið við að binda skipið í höfninni í Glasgow. Mér til ótakmarkaðs léttis vai- ferðinni lokið. Gamble skipstjóri gaf mér mjög lofsverð með- mæli um leið og ég kvaddi hann. Þrátt fyrir það, sem ég hef sagt um hann hér að framan, þá dáðist ég hálft í hvoru mjög að honum. Þó að hann dveldi að mestu leyti í káetu sinni, þá vissi hann alltaf nákvæmlega hverju fram fór, en hann skipti sér aldrei neitt af neinu meðan allt gekk vel. Eg var unglingur, sem átti margt eftir ólært, en hann gaf mér margar góðar leiðbeiningar við ýmsu, því að hann var afburða sjómaður af gamla skólanum. Að hann treysti mér, veitti mér sjálfs- traust, en í þess stað vann ég honum eins vel og mér var unnt. En þrátt fyrir allt, þá var þessi sjóferð, sem ég hef lýst hér að framan, versta ferðin, sem ég fór þau 40 ár, sem ég var sjómaður. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.