Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 35
pean og Point Lonsdale, þegar dráttartaugin losn- aði skyndilega um borð í Craigburn. Rann hún þegar útbyrðis. Ohapp þetta var því að kenna, að fyrsti stýri- maður á Craigburn hafði vanrækt skyldu sína. Honum hafði láðst að ganga úr skugga um, að dráttartaugin væri örugglega fest. En nú var eng- inn tími til ásakana. Skipið var satt í bráðri hættu og gat á hverri stundu rekið upp á sker öðru hvorum megin sundsins. Dráttar'báturinn gat enga aðstoð veitt fyrr en hann var búinn að draga inn dráttartaugina, en það myndi að minnsta kosti taka 15 mínútur. Eina ráðið var því að reyna að bjargast á seglum. Hásetunum var því skipað að vinda upp toppseglin og stór- seglið. Sem betur fór voru hásetarnir ekki drukknir, en það var mjög algengt að svo væri, þegar látið var úr höfn, því að annars er vafamál hvort þeim hefði tekizt að koma seglunum upp nógu snemma til að afstýra slysi. Þegar toppseglin voru komin upp, var skipið aðeins steinsnar frá Point Nepean, en vegna þeirra náði skipið svo mikilli framrás, að það reif sig út úr yfirvofandi hættu fyrst um sinn. Var nú siglt í klukkutíma í áttina fyrir Cape Schanck. Var siglt eins hátt og skipið náði á stjórnborðsbóg, en vegna þess hvað það var hátt á sjónum dreif það mikið undan vindi, og varð því brátt sýnt að örðugt mundi að ná fyrir höfð- ann, og þegar komið var á móts við Rye, var orðið vonlaust um að ná fyrir Cape Schanck. Hafnsögumaðurinn stakk nú upp á því að hálsa skipinu yfir á bakborða. Skipstjóri samþykkti uppástungu hafnsögu- manns og var nú hálsað, við það tapaðist 1 sjó- míla, en um það þýddi ekkert að fást, því ógem- ingur var að snúa skipi yfir vind í slíku veðri sem var og með jafnlitlum seglum. A bakborðsslagnum náði Craigburn ekkert hærra heldur en á stjómborðsslagnum. Kom því brátt í ljós, að skipið mundi ekki ná fyrir Point Nepean1, en handan við hann var leiðin ti-1 hafn- arinnar og öryggisins. Skipið var nú orðið inni- króað þarna, og fór aðstaðan stöðugt versnandi. Ef þeir hefðu verið 5 sjómílum dýpra, hefði allt verið í lagi, en vanræksla og hirðuleysi stýri- mannsins olli því, að svo var ekki. Þá hafði hafn- sögumaðurinn og misst tækifærið til að komast um borð í hafnsögumannsskipið. 3 sjómílur frá Point Nepean var skipinu hálsað aftur og sigldur stjómborðsslagur. Þarna tapaðist önnur sjómíla í viðbót á snúningnum, en hætt- unni að stranda á Point Nepean var afstýrt. Vindur hafði nú gengið nokkrum strikum vest- lægari, og var því talsverður möguleiki fyrir skipið að losna úr þessari slæmu aðstöðu, en vindurinn komst ekki nema í suðvestur, svo að skipið hélt áfram að reka nær og nær ströndinni. Um klukkan 9 — eða tveimur og hálfri klukku- stund eftir að dráttartaugin slitnaði — stakk hafn- sögumaður upp á því að lagst yrði fyrir akkeri, og samþykkti Kerr skipstjóri það. Voru þeir þá miðja vega milli Rye og Sorrento, á 15 faðma dýpi og rúmlega 1 sjómílu frá landi. Seglin vom nú tekin saman, bæði akkerin látin falla og gefin út öll sú keðja, sem til var. Biðu menn nú kvíðafullir eftir því hvort akkerin héldu. Smátt og smátt snérist skipið upp í vind- inn, það hvein og söng í keðjum og akkerisvindu vegna hins mikla þunga. En akkerin héldu og Craigburn lá nú fyrir föstu. Dráttarbátsmönnum hafði sjáanlega ekki verið ljós hætta sú, sem barkskipið var statt í meðan það var undir seglum, en þegar það lagðist fyrir akkeri, var eins og dráttarbátsmenn rankuðu við sér, og komu þeir þegar á vettvang. I svipinn var ekkert fyrir þá að gera, og fóru þeir því í burtu til að sækja frekari hjálp, því auðséð var, að fyrr eða síðar mundi hennar verða þörf. Leið nú fram til klukkan 12, en þá kom snörp hryðja, og Craigbum tók að reka. Neyðarflagg var dregið upp á skipinu. Yfirvöldunum í Queens- cliff var tiikynnt um það, en þau snéru sér til yfirmanns björgunarstöðvarinnar á staðnum. Þá var og dráttarbátnum Eagle fyrirskipað að fara ásamt Rescue til aðstoðar barkskipinu. Skömmu síðar var dráttarbáturinn Racer einnig sendur á staðinn. Vonir manna um að veðrið batnaði með kvöld- inu brugðust nú alveg, því að um klukkan 3, þegar Eagle og Rescue komu út að Craigburn, var komið ofsarok og fylgdi því mikið brim við ströndina. Vegna særoks og úrkomu sást nú ekki lengur til skipanna úr landi. Toppseglin og stór- seglið, sem voru aðeins lauslega tekin saman, tóku nú að losna og berjast til og frá í veðurofs- anum, svo að við sjálft lá að þau rifnuðu. Var þá gefin fyrirskipun um að reyna að binda seglin betur upp. I þessa 3 klukkutíma, sem Rescue SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.