Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 54

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 54
Fljótandi verksmiðja Margur hefur hér á landi og annars staðar velt fyrir sér þeirri spumingu, með vaxandi nýtingu hráefna í öllum greinum, hvort ekki yrði fyrr eða síðar horfið að því að hagnýta betur fiskinn og vinna úr honum um borð í skipunum, sérstak- lega togurunum. M. a. hafa menn látið sér detta í hug hraðfrystingu og niðursuðu. Fyrir styrjöldina var nokkuð farið að gera tii- raunir í því efni að tiilreiða fiskinn um borð að miklu leyti, einkum síld veidda í Norðursjón- um. I Bandaríkjunum hefur einnig verið nokkuð að því gert í styrjöldinni að hafa niðursuðu um borð í skipunum, einkum lax-niðursuðu. I Bandaríkjunum bollaleggja menn nú að hrað- frysta fisk í veiðiskipunum. Hér birtist mynd af togara, sem ætlað er slíkt verkefni. I grein, sem nánar skýrir frá gerð skipsins, segir að fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum hafi látið gera fullkomna áætlun um smíði slíkra verksmiðjuskipa. Skip- unum er ætlað að stunda veiði, flaka fiskinn um borð, pakka inn, frysta og koma svo með hann á markað í hentugri þyngd til heimilisnotkunar. Skip sem þetta. er ætlað að sé um 200 fet á lengd, það á að geta flutt fullhlaðið úr ferð 225 smálestir af fiskflökum, 130 smál. af fiskimjöli, og allt að 120 000 lítra af lýsi, sem þó eðlilega yrði háð tegund fiskjarins. Áætlað er að slíkt skip gæti verið 3 til 6 vikur í veiðiferð, og hefði eldsneytisforða tiil 6000 mílna keyrslu, auk þess sem notað væri á veiðitímanum. Vél'aútúbúnaður þess á eðlilega að vera af allra fullkomunustu gerð, aðalvél skipsins er diesel- vél, en auk þess þrjár 250—300 ha. hjálparvélar. Skipinu er ætlað að hafa stærstu togvindu og botnvörpuútbúnað, sem nokkum tíma hefur verið látið um borð í amerískt fiskiskip, og ætlað að geta veitt á mjög miklu dýpi. í skipinu eru íbúðir fyrir 83 menn, en áætlað er að venjuleg skipshöfn þess yrði 77 manns, eða þannig: Skipstjóri, 3 stýrimenn, 1 vélstjóri og 3 aðstoðarvélamenn, 2 loftskeytamenn, 1 verk- smiðjustjóri, 2 matsveinar, 6 vélasérfræðingar, 16 menn til að pakka inn og koma fiskinum í fryst- ingu, 6 menn til að sjá um frystingu, 12 menn í mjölvinnslu, 6 menn við bræðslu, og 16 menn við veiðarnar. 34 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.