Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 33

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 33
Einn salurinn í sjóminiasafninu --- ■ i l*r in? 11 43 Sióminjasafnið í Gaufaborg Það var stofnsett 1913 af siglingasamtökunum þar í borginni. Brátt söfnuðust svo margir minja- gripir, að nauðsynlegt varð að kjósa sérstaka sjó- minjasafnsnefnd til að sjá þeim borgið, og þar með var grundvöllurinn lagður undir hið merki- lega safn. Að hægt var að ráðast í að reisa hina miklu byggingu, var mest að þakka höfðinglegum gjöf- um tveggja manna. Werner Lundquist hét sá, er reið á vaðið með því að gefa í þessu skyni kr. 100.000. Annar Svíi, Dan Broström, gaf strax árið eftir ekki minna en eina milljón króna til bygg- ingarinnar. En stjórn borgarinnar kórónaði verkið með því að gefa ágæta lóð undir hið dýrmæta safn. Hinni miklu byggingu var að fullu lokið 1933 og opnuð fyrir almenning með hátíðlegri athöfn af sænska konunginum, sem við það tækifæri af- henti íbúum borgarinnar hana til eignar. Rétt við bygginguna er glæsilegt minnismerki yfir sænska sjómenn, er létu lífið í fyrri heims- styrjöld. Er þetta 200 feta há súla, en innan í súlunni er rafmagnslyfta til að flytja þá, sem vilja skygnast um af brún súlunnar. Hvenær eignumst vér Islendingar vort eigið sjóminjasafn ásamt minnismerki yfir íslenzka sjó- menn, er hafa farizt? Sjómannadagsráðið hefur hafið baráttuna fyrir þessu máli með stofnun sjóminjasafnsnefndar og með því að helga því allan ágóða af veðmálum í sambandi við kapp- róðra Sjómannadagsins. Sjómannadagsráðið hefur bundið hærri vonir við væntanlegt sjóminjasafn en að gera það að einhverri deild eða niðursetn- ingi í öðru safni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.