Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 23

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 23
■ :: \r ' Gömul sem sífellt endurtekur það má gjarnan bæta því við, að fólk af öllum stéttum og starfsgreinum sýnist vera miklu betur undir það búið að gera upp við sig vandamál lífs og dauða en almennt er látið í veðri vaka. Yfir- leitt er bjart yfir hugmyndum manna um lífið eftir dauðann. Hinn svarti litur sorgarinnar hverfur fyrir birtu þeirrar sannfæringar, að þeim, sem ekki verði bjargað til þessa lífs, sé bjargað til landsins handan við dauðans haf, þar sem „andans framför ae er ný um eilífð fyrir Krist“. Bænin virðist vera svo máttugt afl í innra lífi þess fólks, sem vér kynnumst á sorgardögunum, að hún hlýtur að vera iðkuð í einrúmi af miklu fleirum en þeim, sem almennt eru taldir trú- menn. Eg læt mér ekki koma til hugar, að menn geti allt í einu sótt þessa undraverðu stillingu og huggun í bænariðjuna, ef hún hefði ekki mörgum sinnum áður verið búin að svala trúar- þörf fólksins. Þetta á ekki sízt við um sjómanna- heimilin, þar sem mæðurnar kenna börnunum sínum að biðja Guð fyrir pabba eða stóra bróður á sjónum. A móts við hverja tíu, sem fara til kirkju á helgum dögum til að tilbiðja Guð, eru mörg hundruð, sem gera híbýli sín að kirkjum, þegar rökkrið hylur bæinn og aldan gnauðar við svaMn sandinn. Þetta er orsökin til þess, að þegar við prestarnir heimsækjum sorgarheimilin, eru það sjaidnast við, sem huggum. Þegar við förum út aftur, finnst okkur, að við höfum fyrst og fremst komið til þess að vera vottar að því, hvernig Guð sjálfur huggar. Og við förum létt- ari í spori en við komum. Tíminn líður. Og tíminn sjálfur verður hvers- dagslegur og venjulegur og fyrir einstaka mönn- um verður hann meiningarMus, því að hann end- urtekur alltaf það sama, dag og nótt. Svo er því einnig varið um þann sannleika, sem oft er sagður. Menn líta á hann sem mein- ingarleysu, af því að hann er sagður oft, en er hann ekki einmitt sagður svo oft vegna þess, að ekkert hefur meiri þýðingu en hann? Jakob Jónsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.