Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 40

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 40
síðustu tillraun gr-eip Mackenzie fast í öxl stýri- manns og skipaði: „Vertu ákveðinn hvað þú ætlar að gera. Þetta er síðasta tækifærið. Ætl- arðu í stóhnn?“ „Nei,“ svaraði stýrimaðurinn. „Hertu nú upp hugann og gríptu tækifærið, maður,“ sagði Mackenzie. En hann hristi aðeins höfuðið. Eftir allar þessar árangurslausu tilraunir til þess að bjarga þessum vesalings félaga sínum kom Maokenzie sér fyrir í björgunarstólnum og gaf síðan merki um að hann yrði dreginn í land. Mackenzie var illa á sig kominn þegar í land kom. Það var ekki nokkur spjör utan á honum, og Mkaminn var hræðilega útleikinn. Ekki gat hann komið upp neinu orði eða staðið á fótun- um. Eftir langa sjúkrahúsvist náði hann þó full- um bata. Naut hann mikillar virðingar og að- dáunar fyrir hetjuskap þann og dugnað, sem hann hafði sýnt við þetta tækifæri. Mörgum árum síðar sagði sjónarvottur mér svo frá síðustu afdrifum skipsins. „Fagnaðarópin vegna björgunar Mackenzie voru varla þögnuð, þegar neðri hlutar stór- og aftursiglu brotnuðu og féllu útbyrðis. Stór brot- sjór velti afturhluta skipsins alveg á hliðina. Mið- hluti skipsins hvarf nú alveg. Framparturinn tók smátt og smátt að rísa upp að framan, jafnframt því, sem hann seig í sjó að aftan. Stýrimaðurinn stóð fram á bógi og horfði á hina hættulegu för Mackenzie til lands. Þegar siglurnar féllu í sjóinn, færði hann sig hægt með- fram borðstokknum að afturreiðanum og gekk nokkrar veglínur uppeftir honum. Við, sem í iandi vorum, gátum ekki dregið björgunarstól- inn aftur út í skipið, því að hringlínan hafði nuddazt sundur í brimgarðinum. Það var því að- eins einföld lína milli skips og lands. Við hróp- uðum til stýrimannsins og sögðum honum að draga björgunarstólinn til sín, en hann gerði enga tilraun til þess. Brátt fór hann niður úr reiðanum og mjakaði sér fram á bóg, þar hnipraði hann sig saman, en særokið dundi á honum. Ekki dvaldi hann lengi þarna, en færði sig aftur upp í reiðann. Hin ein- falda mjóa Mna hékk ennþá í ,,kastblökkinni“. Dró hann nú línuna úr blökkinni og hnýtti henni utan um sig. Síðan klifraðist hann fram á bóg, þar sem særokið gekk miskunnarlaust yfir hann eins og áður. Fremsta siglan ásamt rá og öllu tilheyrandi féll nú í sjóinn. Samstundis skall brotejór yfir framstafninn og kastaði stýrimann- inum útbyrðis. Við brugðum nú við og drógum línuna til okk- ar í skyndi. Einu sinni eða tvisvar sáum við stýrimanninn skjóta höfðinu upp úr brimlöðrinu, en hann hvarf svo aftur og sást ekki framar. Við drógum alla línuna í land, en það var ekkert með henni. Undir rökkrið var Craigburn algerlega horfið.“ Björgunarsveitin leitaði björgunarbátsins, sem ennþá var saknað. Leitað var á stóru svæði um- hverfis strandstaðinn, en árangurslaust. Var al- mennt talið að báturinn hefði farizt með allri áhöfn. En sem betur fór kom í ljós að svo var ekki, því að báturinn fannst síðar um daginn framundan Höfðunum. Höfðu bátverjar lent í miklum hrakningum og mannraunum. Hvað eftir annað hafði báturinn sloppið nauðu- lega frá því að lenda á klettunum, þegar hann brauzt frá skipshliðinni á Craigbum. Loks komst hann frá skipinu og var honum stýrt út á rúm- sjó. Sjómennirnir voru óvanir róðri, og urðu því brátt þreyttir, en þeir héldu þó út að róa, þar til þeir voru komnir 5 til 6 sjómílur frá landi. Rek- akkeri var nú látið út og legið fyrir því. Ljósker var í bátnum og tókst þeim að halda lifandi á því alla nóttina. Það var nístandi kuldi. Loftið var kolsvart og regnið virtist óstöðvandi. Ekki var þurr þráður á nokkrum manni. Svo miikið gaf á, að 2 menn urðu að standa í stöðugum austri. Matsveinninn, sem var einn þeirra, sem á bátnum var, hafði verið svo hygginn að taka með sér nokkrar flöskur af rommi, og urðu þær frekar en nokkuð annað til að halda lífinu í mönnunum. Um morguninn sáu þeir skonnortu, sem sigldi áleiðis í áttina að Höfðunum, en hvernig sem bátverjar veifuðu og hrópuðu, urðu þeir á skonnortunni þeirra ekki varir. Var nú aftur tekið til áranna og róið það langt út, að hafnsögumanni þótti gerlegt að hleypa í áttina til hafnarinnar. Dráttarbáturinn Eagle fann svo björgunarbátinn á leiðinni þangað. Sjóréttur var síðar haldinn út af strandinu. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að strandið hefði orðið vegna vanrækslu Kerr skipstjóra. Hafnsögumaðurinn var sýknaður. Var hann álit- inn hafa verið í fullum rétti að leggja af stað með skipið úr höfn, og hefði dráttartaugin ekki losnað vegna vanrækslu stýrimanns, hefði skipið 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.