Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Blaðsíða 28
hve skaðleg stefna það væri og spor aftur á bak, sem miðaði að því að gera sem mest af útgerð landsmanna aftur að smábátaútgerð í þeirri trú að það veitti fleirum atvinnu. Sjómennimir sækj- ast ekki eftir puðinu eintómu. Það er ekki nóg að sjá einhvem sæg af sjómönnum „dorga dáð- laust upp við sand“, ef þeir fá ekkert til hlutar. Þessi smábátatfans, sem menn nú eru keyptir til að koma sér upp, verður ekkert samkeppnis- færari í væntanlegri samkeppni eftir stríðið en árabátar okkar voru fyrir aldamótin. Jatfnvel stærri bátarnir eru hvorki fugl né fiskur í þessu tilliti, þeir verða of stórir og dýrir sem landróðra- bátar fyrir íshúsin, en of litlir til að stunda veiðar á djúpmiðum að staðaldri og tæplega færir um að taka upp báta við síldveiðar. Það er því of mikil bjartsýni að búast við að þeir veiti meira en 4—5 mánaða atvinnu úr árinu á venjulegum tímum. Aukning skipastólsins hefur mjög verið rædd á málfundum sjómanna svo sem á þingum Far- manna- og fiskimannasambandsins, og kom þar skýrt fram að sjómenn erú andvígir smábátaút- gerð fram yfir það allra nauðsynJegasta. Þeir þvo því hendur sínar af því, sem hér er verið að gera, um leið og þeir harma það, að fjármagni og fram- tíðarmögulei'kum þjóðarinnar skuli ekki vera betur varið en verja því til smábátakaupa. Þeir hafa fengið meir en nóg af því að hrekjasf á hafinu á ófullnægjandi og úreltum fleytum, og að hýrast í fúlum og heilsuspillandi vistarverum. Þeim er vel ljóst hvað samkeppnin á veiðisvæð- unum verður hörð eftir þessa styrjöld, og hvað keppinautar þeirra munu mæta þar vel útbúnir, og að þar muni ekkert nægja annað en full- komnir nýtízku togarar. Hér í landinu hafa oft verið uppi raddir, sem hafa viljað vekja ótrú á togaraútgerð, og þegar það ekki lánaðist, var reynt að telja mönnum trú um að smátogarar eða svonefndir „tappa-togar- ar“ væru miklu hentugri, að minnsta kosti alveg fullnægjandi. Þeir hinir sömu virðast furðu gleymnir á það, að vér Íslendingar byrjuðum á smáum og van- gæfum togurum, en höfum sífellt fundið ávinn- inginn af því að auka stærð þeirra, þótt vanefni hafi áður hamlað, því reynslan 'hafði þráfalt kennt oss, að því minni sem togaramir voru, því minni eftirtekjur voru af þeim bæði fyrir eig- endur og áhafnir. Rannsóknasf'öð fyrir sjávarútveginn Á meðal hinna mörgu og athygilsverðu fram- faramála, er fram komu og rædd voru á 8. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins, var þörfin á því að reist yrði hér á landi fullkomin rann- sóknastöð fyrir sjávarútveginn, þar sem meðal annars yrði látin fara fram rannsókn á sjóhæfni skipa. Samþykkti þingið áskorun til alþingis og ríkisstjórnarinnar upi fjárframlag í þessu skyni. Það má segja að við hér á landi höfum rennt blint í sjóinn hvað snertir vísindalegar rann- sóknir á notagildi þeirra skipa og tækja, sem við höfum notfært okkur fram á þennan dag. Þrátt fyrir margendurtekið og síaukið tjón á mönnum og skipum og veiðarfærum hefur aldrei verið gerð nein gangskör að þvi að athuga á fræðilegan hátt hvað það er, sem veldur misfell- unum, eða hvemig búa mætti bezt um hnútana. Rannsóknir á sjóhæfni skipa og öðrum útbúnaði þeirra er sérstök fræðigrein, þar sem viðfangs- efni eru hvert öðru flóknara. Hinar helztu sigl- ingaþjóðir hafa komið upp hjá sér dýrum og margbrotnum tilraunastöðvum í þessu skyni. I Bretlandi eru t. d. sex slíkar stöðvar. Þótt við íslendingar höfum að sumu leyti óbein- línis notið góðs af þessum tilraunum, þegar við höfum keypt skip og tæki erlendis frá, hafa engar sérstakar tílraunir verið gerðar til að rannsaka sjóhæfni skipa, sem breyting hefur verið gerð á Það væri fróðlegt að láta fara fram nákvæma athugun á úthaldstíma íslenzkra fiskiskipa, borið saman við stærð þeirra, hér á árunum fyrir átyrj- öldina, svo og meðalafla þeirra á hvern úthalds- dag, ásamt tekjum þeirra, sem höfðu af þeim tífsviðui'væri. Ætti þá að fást úr því skorið svart á hvítu hvaða skip það voru, sem veittu stöðug- asta atvinnu allt árið um kring, færðu skipverj- um mest úr býtum og skópu mesta velmegun í kringum sig. Ætli því verði þá ekki slegið föstu, að það hatfi verið togararnir. 8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.