Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Page 27

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Page 27
UNGA ÍSLANDS. 27 ^Hpinn á |j|ilbrallar. Apar eru allra dýra líkastir mönnum að öllu sköpulagi. Hal'a menn oft kallað þá »afskræmda menn«, en hitt er rjettara að mennirnir sjeu betur þroskaður kynþáttur af sama stol'ni sem aparnir. Indverjar og Egyptalandsmenn hafa hat't miklar mætur á öpum og reist þeim hof og hús. En Arabar telja þá afkvæmi illra manna, er dómstóll rjettlætisins hafi látið verða að öpum. Apategundir eru feikilega margar og stærð þeirra svo misjöfn að einn þeirra (Gorilla) er á stærð við mann, en annar (Silkiapinn) ekki stærri en hálfvaxinn köttur. Það er kallað að apar hafi fjórar hendur. Því að fætur þeirra eru miklu liðugri en á mönnum og þeir geta gripið með þeim og haldið sjer. Auk þess hafa margir rófuna sjer til hjálpar, þegar þeir klifra. Þeir eru mjúkir sem kettir og klifra fádæma vel. Þeir hlaupa upp trjestofna og greinar og henda sig af einu trje á annað í skógunum, og er sjón að sjá stóra hópa ferðast með þeim hætti. Apar eru allra dýra gáfaðastir að mann- inum undanskildum. Þeir hugsa vel og álykta,

x

Barnabók Unga Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.