Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 27

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1906, Blaðsíða 27
UNGA ÍSLANDS. 27 ^Hpinn á |j|ilbrallar. Apar eru allra dýra líkastir mönnum að öllu sköpulagi. Hal'a menn oft kallað þá »afskræmda menn«, en hitt er rjettara að mennirnir sjeu betur þroskaður kynþáttur af sama stol'ni sem aparnir. Indverjar og Egyptalandsmenn hafa hat't miklar mætur á öpum og reist þeim hof og hús. En Arabar telja þá afkvæmi illra manna, er dómstóll rjettlætisins hafi látið verða að öpum. Apategundir eru feikilega margar og stærð þeirra svo misjöfn að einn þeirra (Gorilla) er á stærð við mann, en annar (Silkiapinn) ekki stærri en hálfvaxinn köttur. Það er kallað að apar hafi fjórar hendur. Því að fætur þeirra eru miklu liðugri en á mönnum og þeir geta gripið með þeim og haldið sjer. Auk þess hafa margir rófuna sjer til hjálpar, þegar þeir klifra. Þeir eru mjúkir sem kettir og klifra fádæma vel. Þeir hlaupa upp trjestofna og greinar og henda sig af einu trje á annað í skógunum, og er sjón að sjá stóra hópa ferðast með þeim hætti. Apar eru allra dýra gáfaðastir að mann- inum undanskildum. Þeir hugsa vel og álykta,

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.