Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 13

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 13
Útsýni frá Hrafnistu í Reykjavíker rómað og ekki verður það síðra hjá Hrafnistumönnum í Hafnarfirði. reglugerðinni, en hann hljóðar svo: Á dagheimili Hrafnistu Hafnar- firði munum við fá i heimsókn hinar ólíkustu persónur úr röðum ellilíf- eyrisþega, sem þangað munu leita af ólíkum ástæðum. Þangað mun koma fólk frá heim- ilum, sem geta veitt þeim ágætan aðbúnað og öryggi, fólk sem er hjá dóttur eða syni, sem gjarnan vilja og geta látið foreldri sitt búa áfram á heimili sínu. En vegna breyttra þjóðfélagshátta vinna þau úti og verða þá að vera fjarri heimili sínu frá morgni til kvölds, eða hálfan daginn. Þá eru þau mörgu sem búa enn í eigin- eða leiguíbúð, bæði hjón og einstaklingar. Auk nauðsynlegrar þjónustu myndi þetta fólk öðlast öryggi ef það tæki þátt í starfi dag- heimilisins. Má í því sambandi nefna þá símaþjónustu hvern morg- un á ákveðnum tíma, að hringt verði til þeirra sem einir búa og ef ekki verður svarað verði lögreglan látin vita um að þarna hljóti eitthvað að vera að, og hún beðin að fara á vettvang. Eitt mun þó verða sameiginlegt með öllum. Á heimilinu kynnast þeir öðrum gestum og íbúum á vistheimilinu sjálfu, en þeir munu að sjálfsögðu einnig eiga aðgang að dagheimilinu. Á því er enginn vafi að allflestir vilja umgangast annað fólk og fjöl- margir þannig losna við þrúgandi einmanaleik, sem þeir er einir búa, þjást oft af. Hvað á svo að gera á dagheimili þessu fyrir gamla fólkið? Því er fyrirhugað að starfa daglega frá kl. 8,30 til 17,00 síðdegis, nema laugar- daga og sunnudaga. Dagurinn mun hefjast með því að þeir sem ekki eiga þess kost að komast sjálfir, verða sóttir til heimila sinna og verða þeir einnig keyrðir heim að kvöldi. Á dagheimilinu á fólkið kost á að fá morgunmat, hádegisverð, sjúkra- máltíð ef læknir skipar svo fyrir, gosdrykki, ávexti, kaffi, heimsendan mat, sjúkraþjálfunar og endurhæf- ingarmeðferð, hjálp við böðun og W.C. Þar verður hvíldaraðstaða, lyfsala, hársnyrting, fótsnyrting, hugsanlega þvottur á fatnaði, margskonar föndurstarfsemi svo sem prentun á vefnað ýmiskonar, útsaumur, leðurvinna, brennsla í tré, vefnaður, prjónaskapur, máln- ing á postulín, margskonar spil, söngur, létt leikfimi, billiard og bob-spil. Einnig má benda á dag- blöð, kvikmyndasýningar, málanám o.fl. Þá verður einnig til staðar félags- ráðgjafi, bókasafn til afnota, ferða- lög og kynnisferðir skipulagðar, guðsþjónustur o.fl. o.fl. í kjallara verður unnið við veiðarfæri. Því miður mun nokkuð af því sem hér hefur verið upptalið ekki verða til staðar fyrr en í II. og III. byggingar- áfanga, þótt reynt verði að koma þeim þáttum fyrir til bráðabirgða í því húsnæði sem er í byggingu. Enginn vafi er á að slíkt dag- heimili fyrir aldraða mun létta á hinni brýnu þörf á hjálp til ellilíf- eyrisþega, sem þurfa vissa hjúkrun og eftirlit, þótt spítala og elliheimil- isvistar sé ekki þörf, eða dregst vegna skorts á húsrými. Um leið, eins og segir í reglugerð, mun slík starfsemi létta undir heimahjálp og heimahjúkrun og gefa öðru heimilisfólki betri tíma til að sinna öðrum þurftum. Mikils er um vert að gott samstarf skapist strax við þá aðila, sem hafa starfað að málefnum aldraðra í sínu sveitarfélagi. Þess vegna verður full- trúa frá nærliggjandi sveitarfélög- um boðin þátttaka í daglegri stjórn- un þessarar deildar Hrafnistu í Hafnarfirði. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.