Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 15

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 15
— Nú hefur verið ákveðið að afla fjár til aukinnar landhelgisgæslu. Eru fyrirhugaðar einhverjar breyt- ingar á landhelgisgæslunni? — Frumvarpið um fjáröflun til landhelgisgæzlu var flutt til þess að unnt væri að standa undir áföllnum kostnaði við landhelgisgæzluna og auknum kostnaði sem vænta má að verði við rekstur hennar, þó með óbreyttum skipafjölda og athöfn- um, miðað við það ástand sem er í dag og út þetta ár. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir skipakaupum í þessu né heldur stórfelldum tækjakaup- um. Ef svo kynni að fara að land- helgisdeilan við Breta yrði úr sög- unni og við þar með í friði við allar þjóðir um fiskimið okkar, þarf landhelgisgæzlan eigi að síður á þessum fjármunum að halda til þess að sinna verkefnum og halda skipakosti sínum úti. — Ert þú enn þeirrar skoðunar að friðsamleg lausn finnist í deilunni við Breta? — Ég er í fyrsta lagi þeirrar skoðunar að það sé skylda hverrar sjálfstæðrar þjóðar að leita frið- samlegra lausna á deilumálum sín- um. í öðru lagi er ég þeirrar skoðunar að það beri að vega það og meta hverju sinni hvort unnt sé með samningum að takmarka veið- ar útlendinga meira en án samn- inga. Á grundvelli þessa eigum við að marka stefnuna í fiskveiðilög- sögumálunum og það er mín skoð- un að svo hafi verið gert. Við höfum lýst því yfir að við séum reiðubúnir til þess að leita eftir friðsamlegri lausn á fiskveiðimálum við önnur lönd og okkur hefur tekist að ná friðsamlegri lausn við allar þjóðir nema við Breta og það sýnir að sanngirnin hefur verið okkar meg- in, en óbilgirnin hefur verið þeirra. Þetta hefur verið mjög sterkt vopn í málflutningi okkar fyrir rétti strandríkja til 200 sjómílna efna- hagslögsögu. Deiluna við Breta er þó ekki unnt að leysa með samn- ingum meðan bresk herskip eru innan íslenskrar landhelgi. Ef sú staða kæmi hinsvegar upp að unnt væri að setjast að samningum, þá fer árangurinn eftir því hvort samningur getur skorið verulega niður veiðar breskra togara á ís- landsmiðum. Án slíks niðurskurðar er ég á móti samningum við Breta, en með slíkum niðurskurði er ég með þeim. Hér ber einnig að hafa í huga, að með áframhaldandi ósamkomulagi er mannslífum stefnt í hættu. — Nú stendur yfir umræða um nýskipan á veiðum íslendinga innan 200 mílna landhelginnar. Mun þetta færa landhelgisgæzlu okkar aukin verkefni? — Það er enginn vafi á því að nýja fiskveiðilagafrumvarpið sem nú er til meðferðar á alþingi, gerir beinlínis ráð fyrir meira og betra eftirliti á miðunum innan land- helginnar. Gert er ráð fyrir aukinni fiskileit almennt og auknu vísinda- legu eftirliti, en síðarnefndi hlutinn myndi þá frekar heyra undir haf- rannsóknastofnunina en sjálfa landhelgisgæzluna. Öllum er það ljóst að hvert sem skipulag fiskveiða okkar verður, þá hafa verkefni varðskipanna og landhelgisgæslunnar aukist við út- færsluna, jafnvel þótt friður sé við allar þjóðir. — Hvað segir forsætisráðherra um fiskveiðibrot íslenskra fiski- manna undanfarnar vikur? — Ég tel að þessi fiskveiðibrot hafi að ýmsu leyti veikt okkur í baráttunni fyrir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar og fyrir einkarétti okkar á nýtingu landhelginnar. Við höfum fyrst og fremst fært þau rök fyrir málstað okkar að við vildum með útfærslunni vernda fiskistofnana og beina frá okkur rányrkju. Atvik sem þessi rýra álit okkar og fá menn til þess að draga í efa einlægan vilja okkar og getu til þess að framfylgja settum friðunar- reglum. Ég tel engan vafa á því að við íslendingar þurfum að sýna það betur í verki sem okkur er svo tamt að hafa á orði, að við viljum vernda fiskistofnana við landið — Nú er sjómannadagurinn á næstu grösum. Er nokkuð sem for- sætisráðherra vildi segja við sjó- menn í tilefni dagsins? — Það er alkunna að landkrabb- ar hafa hástemmd orð um sjó- mennina á sjómannadaginn og það er ekki víst að sjómenn tækju þau orð mjög alvarlega. Hitt vil ég þó segja að það blandast engum hugur urn að sjósókn, fiskveiðar og far- mennska hefur verið lífsblóð íslensku þjóðarinnar um aldaraðir. Einkum hefur það komið í ljós eftir tilkomu togaraútgerðar hér á landi um og upp úr aldamótum. Þá fyrst gátu íslendingar jafnað lífskjör sín og borið þau saman við lífskjör annarra þjóða. Iðnbyltingin í ná- grannalöndum okkar hafði þá átt sér stað og stuðlað að velmegun. Togaraútgerðin og sjómennskan varð iðnbylting okkar íslendinga. Ég hygg því að lífskjör á íslandi hafi farið mest eftir því hvernig fiskveiðar hafa gengið frá ári til árs og þá auðvitað með hliðsjón af verðlagi á afurðum okkar og nauð- synjum. Þetta sýnir gildi fiskveið- anna fyrir ísland, og í því felst að sjómenn eiga að fá sanngjarnan af- rakstur vinnu sinnar, en ekki að við eigum að taka eina stétt út úr ís- lensku þjóðfélagi. Við erum öll í sama báti, í sama skiprúmi og eitt verður yfir alla að ganga. Hver stétt á aðra að styðja og vinna að því að auka velferðina í þjóðlífinu. Um leið og ég segi þetta vil ég bæta því við að það er hollt hverjum manni að ganga upp í sínu starfi og vera þess meðvitandi að það hefur gildi fyrir aðra en hann sjálfan. Enda á svo að vera. Það er því ástæða til þess á sjó- mannadaginn að óska sjómönnum allra heilla og íslensku þjóðinni til hamingju með þá. JG SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.