Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 16
við róðrakeppnina þrátt fyrir slæmt
veður.
Næsta morgun hófust hátíða-
höldin með því að hátíðin var sett,
en hún fór fram að verulegu leyti á
hafnarsvæðinu.
Var síðan gengið í fylkingu til
kirkju þar sem hlýtt var á guðþjón-
ustu, en sérstök sjómannamessa er
fastur liður í hátíðahöldum Grind-
víkinga á Sjómannadaginn, einsog
svo víða.
Eftir hádegi hófust hátíðahöld á
hafnarsvæðinu. Veður var ágætt og
var fjöldimannsviðstaddur. Fulltrúi
sjómanna og útvegsmanna fluttu
ræður, en það voru þeir Kjartan
Kristófersson, vélstjóri, sem talaði af
hálfu sjómanna, en Einar Símonar-
son, útgerðamaður. Þá var áfhentur
svonefndur aflakóngsbikar, en hann
hlaut að þessu sinni Reynir Jó-
hannsson, skipstjóri á Geirfugli.
Þá voru þrir aldraðir sjómenn
heiðraðir, þeir Jón Marel Einarsson,
skipstjóri, Jón Gíslason, skipstjóri og
Jón Einarsson, en Jón er síðasti íbú-
inn í svonefndu Staðahverfi í
Grindavík. Voru þeir sæmdir heið-
ursmerki Sjómannadagsins.
Síðan hófust ýmsir leikir, kodda-
slagur á staur yfir sjó vakti mikla
kátínu, svo og reiptog boðhlaup og
fl.
Kvenfélagskonur seldu kaffi í
Félagsheimilinu Festi allan daginn
og var mikið um gesti þar. Um
kvöldið var svo skemmtun og dans-
leikur í félagsheimilinu Festi og
þóttu hátíðahöldin takast mjög vel.
Formaður sjómannadagsráðs í
Grindavík 1975 var Ólafur
Jóhannesson.
Mikil þátttaka var í sjómanna-
deginum í Grindavík sem áður sem
sagði, en það er í sjálfu sér ekki ný-
lunda, því Grindavík er sjávarpláss
þar sem svo að segja hvert einasta
heimili er í nánum tengslum við
sjómennsku og fiskveiðar. Þeim
Grindvíkingum er því sjómanna-
dagurinn kærari en margir aðrir
tyllidagar þjóðarinnar.
JG
Frá sjómannadeginum í Grindavík í fyrra. Koddaslagurinn vakti óskiptan fögnuð
áhorfenda, enda með glæfralegasta móti — og því hart barist. Mikill mannfjöldi
var viðstaddur hátíðahöldin og skemmtiatriðin.
Sjómannadagsins var minnst í
Grindavík í fyrra með fjölþættri
dagskrá og skemmtiatriðum. Að
þessu sinni stóðu hátíðahöldin í tvo
daga, laugardag og sunnudag.
Róðrarkeppnin fór fram á laug-
ardagskvöldið í fremur óhagstæðu
veðri og voru nokkrar sveitir mættar
til leiks.
Skipshöfnin á Geirfugli bar sigur
úr býtum í róðrarkeppni skipshafna.
Ennfremur kepptu giftar konur og
ógiftar og þær giftu sigruðu, enda
sjálfsagt vanari erfiðum'róðri, einsog
sá orðaði það er veitti okkur upplýs-
ingarnar.
Töluverður fjöldi áhorfenda var
Þeir hlutu heiðursmerki sjómannadagsins í Grindavík. Talið frá vinstri: Jón Marel
Eiríksson, Jón Gíslason og Jón Einarsson. Sá síðasttaldi var seinasti ábúandinn í
svonefndu Staðahverfi, en allir eru þeir kunnir sjómenn í Grindavík.
8 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
r ' 1
Sjómannadagurinn
í Grindavík 1975