Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 17
Grindavík
dœmigerðá
verstöð
Ef maður ætti að stinga upp á
dæmigerðri sunnlenskri verstöð að
fornu og nýju, kæmi nafn Grinda-
víkur fljótlega upp í hugann.
Haugabrim, grýtt lending og saltur
stormurinn vælir í hraunum og
gjótum. Manneskjurnar, stórhentir
menn, svipmiklar konur og glaðvær
börn, og búsmalinn nagar sölt stráin
sem þar eru sverari í rótina en ann-
arsstaðar, einsog hann Jón í Möðru-
dal orðaði það.
Svo koma umskiptin. Stór og
falleg hús, höfn, viðlegupláss fyrir
hundrað skip, félagsheimili og hita-
veita og þegar vindurinn blæs og
hann hífir upp sjó, er skjól i höfninni
fyrir næðingnum, skjól i húsunum
og búfé sést naumast lengur.
Saga Grindavíkur er líklega jafn-
Ljósmynd þessa tók Einar Einarsson árið 1926, fyrir tæplega hálfri öld og sýnir
árabát koma að landi. Báturinn, Óskabjörninn, var tíróinn áttæringur, einn hinn
seinasti, sem gerður var út frá Grindavík. Skömmu síðar voru settar vélar í þessa
báta, þar á meðal Óskabjörninn.
Eiríkur Alexandersson, sveitarstjóri í
Grindavík.
löng sögu íslensku þjóðarinnar eftir
að iand byggðist. Það kemur af
sjálfu sér. Til þess þarf engar bækur,
aðeins heilbrigða skynsemi. Fiskur
fyrir landi og útræði voru vand-
fundin; annars segir svo í Land-
námu:
„Maður hét Hrólfur Höggvandi.
Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét
Moldatún. Hans synir voru þeir
Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir
voru vígamenn miklir og járnsmiðir.
Gnúpur fór til Islands fyrir víga
sakir þeirra bræðra og nam land
milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álft-
ver allt. Þar var þá vatn mikið og
álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum
mönnum af landnámi sínu og gerð-
ist þar fjölbyggt, áður en jarðeldur
rann þar ofan, en þá flýðu þeir vest-
ur til Höfðabrekku og gerðu þar
tjaldbúðir, er heitir á Tjaldvelli. En
Vémundur, sonur Sigmundar
kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá
fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar
skála og sátu þar um veturinn.“
Það fylgir ekki sögunni hvaða bú-
skaparhættir voru stundaðir í
Grindavík, en maður getur sér þess
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9