Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 23
„Gamla bryggjan“, fyrsta bryggjan, sem gerð var í Grindavík, um 1930 í Járn-
gerðarstaðahverfi. Einar G. Einarsson í Garðhúsum var aðalhvatamaður að gerð
hennar, en eftir að hafnargerð hófst inni í Hópinu um 1939, var smám saman hætt
að nota hana. Einar Einarsson tók ljósmyndina um 1935.
Sem sögur herma, mun kóngs-
verzlun hafa verið í Staðarhverfinu
fram til ársins 1745, en hana tók af í
náttúruhamförum. Þessi staður mun
því frá upphafi hafa verið talinn
líklegust lega fyrir báta. Af þeim
sökum mun útgerð dekkbáta fyrst
hafa verið reynd frá Staðarhverfinu,
og á árunum 1920-24 voru 2 dekk-
bátar gerðir út þaðan, en sú útgerð
lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.
Upp úr 1930 er svo farið að dekka
stærri trillubátana og olli það vax-
andi erfiðleikum við að setja þá með
þeim frumstæðu spilum, sem áður er
lýst. Varð það til þéss, að menn fóru
að gera því skóna að grafa ós í
gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í
Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu
að gæti orðið gott skipalægi, hvernig
sem viðraði.
A árinu 1939 er svo ráðizt í að
grafa ósinn með handverkfærum og
eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar,
sem þá voru til, komizt inn í Hópið á
hálfföllnum sjó og fengið þar örugga
legu. Árið 1945 var fengið dýpkun-
arskip, sem Reykjavíkurhöfn átti til
að grafa ósinn, og má þá segja, að
útgerðarsaga Grindavíkur í nútíma-
stíl væri hafin.
Síðan hefur nær óslitið verið
unnið að endurbótum í Hópinu og
hafnarmannvirki verið byggð, svo
að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein
öruggasta bátahöfn á landinu. Inn-
siglingin (sundið) er þó enn eins og á
dögum Molda-Gnúps, erfið og
varasöm. Gengur úthafsaldan ó-
brotin inn á grynningar í víkinni, og
verður hún stundum ein samfelld
brimröst, sem engri fleytu er fært
um. Með stærri og betri skipum
verða landlegudagar vegna brima
þó sífellt fátíðari.
Á árunum 1939-1942 varð mikill
afturkippur í athafnalífi og þróun
Grindavíkur. Voru þar að verki
áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari
1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir
lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafs-
löndum Evrópu þegar í byrjun
stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem
var aðalframleiðslan, lá óseldur
fram eftir ári 1939. Þegar svo úr
rættist í árslok og Bretar fóru að
kaupa allan saltfisk af íslendingum
og síðan alla okkar fiskframleiðslu til
stríðsloka, var hin svokallaða setu-
liðsvinna komin til sögunnar.
Mannaflinn fór í hana, en útgerð
dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í
burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lag-
aðist þó aftur fljótlega upp úr 1945
með tilkomu betri hafnarskilyrða í
Hópinu, sem áður er getið.
Landbúnaður var lengst af annar
aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og
stundaður af kappi fyrst og fremst
sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist
svo nýtt fjör í búskapinn með auk-
inni ræktun túna, eins og fyrr er
sagt. Samkvæmt landbúnaðar-
skýrslum er búfjáreign Grindvík-
inga árið 1930 63 nautgripir, 2781
sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru
samsvarandi tölur 92 nautgripir,
2857 sauðkindur og 51 hross, og
virðist búskapur þá vera í hámarki.
Eftir að höfn er byggð í Hópinu
og grundvöllur skapaðist fyrir út-
gerð stærri báta, má segja, að mikil
breyting verði á atvinnuháttum
hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að
byggja afkomu sína eingöngu á út-
gerð og fiskiðnaði, en landbúnaði
hrakar til sömu tíðar. Árið 1945
virðist þessi neikvæða þróun vera
hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386
sauðkindur og 78 hross til í hreppn-
um. Nautgripum fækkaði mjög á
næstu árum, og 1963 er síðustu
kúnni fargað.
Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð
stunduð, en aðallega af eldri mönn-
um í hjáverkum. Nú eru 1429 sauð-
kindur og 26 hross í hreppnum og
fækkar með hverju ári.“
Ennfremur hefur bæjarstjórinn
þetta að segja um byggðaþróun í
Grindavík, í sömu grein:
IBÚA- OG
BYGGÐAÞRÓUN
Grindavík er talin frá ómunatíð
hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi
vestast, Járngerðarstaðahverfi í
miðið og Þorkötlustaðahverfi aust-
ast. Milli þessara hverfa voru svo
taldir einstaka bæir: Húsatóftir
milli Staðar- og Járngerðarstaða-
hverfis. Hóp milli Járngerðarstaða-
og Þorkötlustaðahverfis og Hraun
rétt austan við Þorkötlustaðahverfi,
en Isólfsskáli nokkru austar.
Krísuvíkurhverfi var einnig til-
heyrandi Grindavíkurhreppi allt til
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 15