Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 27
Góðir áheyrendur: Við erum hér samankomin til að halda sjómannadaginn hátíðlegan, en þrátt fyrir það held ég, að það sé nauðsynlegt og skylt að leiða hug- ann að vandamálum okkar sjó- mannanna og jafnvel útgerðarinnar líka. Síðastliðið ár hefur verið okkur öllum erfitt, bæði aflabrögð, erfiðir markaðir og tregða þjóðfélagsins til að skilja nóg eftir í sjávarplássum eins og Grindavík. Þá á ég við fjár- muni til að bæði við sjómennirnir og aðrar atvinnustéttir, sem á sjávarút- vegi lifa getum haldið í við aðra þjóðfélagshópa. Raunar virðist meirihluti þjóðarinnar ekki gera sér grein fyrir hver sé raunverulegur grunnur íslensks efnahagslífs. Vissulega myndi okkar heimsfræga embættismannakerfi ekki fá laun sín greidd, ef ekki væru sjómenn og út- gerðamenn til að halda þessu dóti gangandi. „Mjór er mikils vísir“ segir gam- alt máltæki. Þetta segi ég í tilefni þess, að endurreist var í vetur fiski- félag, en fiskifélög eru öllum opin og vinna að fiskvernd og skynsamlegri nýtingu fiskimiða. Og það er mikið verkefni í byggðarlagi eins og hér, ekki síst þegar aðrir landshlutar hafa fjárfest í stórvirkum atvinnu- tækjum, bókstaflega til að drepa smáfisk og leggjast á fiskimið, sem önnur byggðarlög hafa byggtafkomu sína á og eru fullfær um að nýta og að sjálfsögðu á skynsamlegan hátt. Þó sýnilegar árangur sé lítill ennþá, lýsi ég fyllsta trausti á forystu fiski- félagsins. Eg treysti því, að hún hafi samstarf við sem flest fjöldasamtök í bvggðarlaginu, ekki síst sjómennina, því málið er nú einu sinni þeim skylt. Eins og flest ykkar vita, greip mig enginn fögnuður þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum síðastliðið haust, enfátt er svo með öllu illt, að eigi boði nokkuð gott“. Það verður nefnilega hennar hlutskipti að færa landhelgina út í 200 mílur, og það Kjartan Kristófersson vélstjóri, fulltrúi sjómanna: er nefnilega eitt af því fáa, sem allir landsmenn hafa verið sammála unt að gera, þó svo að mér hafi fundist stjórnvöld velta því óþarflega mikið fyrir sér oft á ti'ðum. Við eigum nefnilega engar gullnámur, nema jarðvarma, fallvötn, og fiskimiðin og það er tími til kominn, að við höfum yfir þeirn að segja. Og þið, sem eruð af yngri kynslóðinni, skuluð ekki halda, að þetta sé gert með einu pennastriki, nei, nei, þetta hefur tekið 20 ára strit margra manna, að fá nágranna og vinaþjóðir okkar til að skilja, að landhelgin er höfuð- atriði fyrir efnahagslegu öryggi okk- ar, og um leið tilveru okkar, sem sjálfstæðra þjóðar. Enda er nú svo komið, að allar stærstu þjóðir heims, að undanskildum Rússum, eru að þræða sig eftir 20 ára slóð okkar til 200 mílna landhelgi. Þess vegna vona ég, að það sé liðin tíð, að sjá á eftir ráðamönnum okkar út til Downingstræti 10 í kvöldverðarboð og koma aftur belgfulla af steik búna að semja af sér hluti, sem haf- réttarsérfræðingar okkar hefðu aldrei hlustað á. Um kjaramál væri margt hægt að segja. Þó held ég að meginatriðið í þeim málum sé verðlagning sjávar- afurða. Það er nefnilega búið að skerða verðlagsgrundvöllinn um 50% og það er svo hraustlega að verið, að útgerðarmenn eru búnir að fá nóg. Það leysir engan vanda að taka peninga úr einum vasa, setja í þann næsta og reyna að láta út- gerðamenn og sjómenn halda að þeir séu ölmusumenn á þjóöfélag- inu. Það sem þarf að gera, er að afnema sjóðakerfi, fá rétt verð á fiskinn, og láta þá menn bera úr býtum, sem fiska meira, og þar af leiðandi leggja meira á sig. Það hef- ur verið talað urn greiðslur undir borð í vetur. Sjómenn ættu að fylgjast vel með öllu sliku, þvi ef þessar greiðslur koma ekki til skipta. er það brot á samningum. Það stendur i 20 grein samninganna: „Útgerðarmaður hefur með hönd- urn sölu aflans, og skal skipverjum tryggt gangverð fyrir fiskinn, þó aldrei lægra en útgerðarmaðurinn fær“. Mig langar til að minnast á væntanlegar síldveiðar hér við land i haust. I fyrsta lagi er ég ekki trúaöur á að islenski stofninn þoli nóta- veiðar, i öðru lagi ættum við að vera vel á verði gagnvart áróðri, eins og kom fram i fundarsamþykkt hjá skipstjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni i Rvík, þar sem gefið var í skyn, að síldin ætti eingöngu að SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 19 Ræða flutt á sjómannadaginn í Grindavík í fyrra

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.