Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 31
vaktir, lögðu þeir af frjálsum vilja á
sig ærnar vökur. G.G.H.
Ég stóð við stýrið á Maríu, og rétt
hjá mér stóð Markús stýrimaður.
Þessi túr hafði ekki orðið langur.
Klukkan átta i kvöld voru liðnir
réttir sjö sólarhringar, síðan við létt-
um akkerum á Sandvíkinni, búnir
að taka þar vatn, ís og nýfrysta haf-
síld, og sigldum út Djúpafjörðinn í
frískum kalda af vestri. Hann hafði
svo gengið úr vestrinu, þegar við
vorum komnir á vænlega fiskislóð,
og síðan hafði verið ýmist logn eða
hafnorðan andvari, áreiðanlega ein-
ungis kjaravindur á firðina, fjalla-
gola og hafræna. Og fiskurinn hafði
verið beinlínis óður. Við höfðum
verið á svo til sama svæði — aðeins
þokazt vestur á bóginn — í sex daga,
og á þeim tíma fyllt skipið og vorum
orðnir saltlausir — ekki nema sáldr-
að í allra efstu lögin. I lestinni voru
rúm átta þúsund, á að gizka 50
skippund. Við vorum aðeins tíu, sem
höfðum eingöngu stundað færið,
skipstjórinn lítið getað sinnt sínu,
því að hann hafði lagt mikla vinnu í
að færa til fisk og salt í lestinni, svo
að við hinir þyrftum sem minnst að
tefjast frá fiskidrættinum, og Bald-
vin kokkur var aldrei fastur við færið
— ekki einu sinni þá tíma, sem hann
hafði ekki kokkmennskunni að
sinna. Mér taldist svo til, að við há-
setarnir og Mórauði kallinn ættum
að eiga að meðaltali 800 fiska í lest,
og ég var talsvert upp með mér af
því, að ég hafði skilað skipstjóranum
800 gellum. Upp með þér að vera í
meðallagi! segið þið nú kannski
undrandi. Já, ég var hreykinn, því
ég var sá fjórði ofan frá. Þeir voru
sem sé tveir, vökuskarfarnir, ekki
bara Bjarni litlan einn — eins og í
fyrra, heldur líka Fiski-Gvendur, og
fyrir honum varð Litlan að lúta í
lægra haldi og það svo að um mun-
aði. Gvendur hafði dregið 1208 fiska
í túrnum, en Bjarni litlan ekki nema
990. Þriðji maður var Jón á Hrynj-
anda; hann var 48 fiskum hærri en
ég. En lægstur var að þessu sinni
Léttasóttar-Matthías. Hann skilaði
bara 580 gellum. Hann var orðinn
úthaldslítill að vaka við fiskidrátt og
aðgerð, varð fljótlega eins og eitt-
hvert slytti.
„Sjá hann!“ sagði ég við Litla
manninn í gær. „Það má heita lán,
að hann stígi ekki í skeggið á sér.“
Og Markús svaraði:
„Hann hefur eytt orkunni í ann-
að, maður sá, hefur slitið út tveimur
konum og bætti við sig aukagetu,
þegar hann var ordinn sextugur.
Ajæja, eitthvað verda menn að lifa
fyrir.“
Matthíasi gekk annars bezt að
draga í tregfiski, var furðu drjúgur,
þegar var slítingur. En ég komst
aldrei í meðaldrátt nema fiskur væri
nokkuð ör. Þá var ég ólgandi af fjöri
og kappi — ætlaði hreint að ærast,
ef ég lenti i færaflækju, var þá
tannhvass og jafnvel illyrtur og
varla að mér stykki bros. Eg var
þolinn að vaka, ef ég gætti þess að
snæða nógu oft, en lítið í einu — og
fleygja mér út af á hverjum sólar-
hring, þótt ekki væri nema mjög
skamma stund. I verulegu tregfiski
gekk mér verst allra á skipinu, hékk
þá áhugalaus í færinu og lét hugann
sveima — eða var fullur af glensi og
fann upp á ýmsum spegálum. En
fiskurinn virðist vera stærilátur, lít-
ur vart við færum þeirra, sem meta
annað meira en hann. Það var helzt,
að lúðutetur slæddist að önglinum
mínum, — ég hafði oftast fengið
fleiri sprökur en nokkur annar, og
þetta hafði vitaskuld leitt af sér tal
um kvenfólk og kvensemi. Mórauði
kallinn sagði, að það mætti vera al-
kunna, að sumt kvenfólk væri með
því ótugtarmarkinu brennt að sækj-
ast helzt eftir þeim, sem sýndu því
hæfilegt tómlæti, og þó hann væri
ekki gamall, hann Hvítur litli, þá
hefi maður sitthvað af honum
heyrt, sama háttalagið þar og við
færið, hangs og sprell löngum og
löngum — og svo aftur þessir líka
litlu kippir.
Ég hafði lítið sofið undanfarið,
hafði aðeins sofnað sitjandi á bekk í
lúkaranum, eftir að aðgerð var lokið
og hafði ekki verið í koju neina hálfa
vakt, hvað þá heila, síðan við kom-
um á miðin. Ég fann til þyngsla í
öllum skrokknum — og ekki var
ólíkt því, að eitthvert þykkni væri
yfir höfðinu á mér. En samt var ég í
essinu mínu. Nú hafði allt gengið
eins og mér hugnaðist bezt, og veðr-
ið var iðilgott, gat verið, að við yrð-
um lengi að komast inn og út og ég
fengi tíma til að lesa og kannski setja
saman vísur. Ég leit til lofts, lét
augun hvarfla fram og aftur um
himinhvolfið. Himinninn var heið-
ur, nema hvað meinleysislegir
skýjahnoðrar sáust í háloftinu og
gagnsæ góðviðrismóða í vestrinu.
Fram undan til hlés gat að líta Sel-
nesið, en til kuls var ekkert að sjá
nema fagurbláan hafflöt. Eg starði á
Selnesið, grábrún hamragirðingefst,
svo sem hefluð að ofan, ekki neins
staðar tó. Síðan ljósbrúnir aurar
með rauðleitum teinum hér og þar
— og á stöku stað fölgrænir dreglar.
Neðar gráar skriður með grænum
bringum á milli. Því næst allbrattir
og háir bakkar, þar sem skiptust á
dimmgrænir rindar, rauðbrúnir
aurar og dökkir klettar, sem á stöku
stað sköguðu allt í sjó fram. Á milli
forvaðanna ljósgrá fjara, hingað og
þangað ræmur af glógulum sandi.
Enn sú ládeyða, hvergi hvít brydd-
ing vio fjörurnar!
Ég leit á Litla manninn. Það var
heldur en ekki snúið upp á ásjónuna
á honum núna, — nú mundi hann
vera eitthvað að þenkja, eins og
hann gjarnan orðaði það. Allt í einu
renndi hann til mín ámáttlegu
hornauga, glöðnuðu ekki í honum
brúnaljósin við vökurnar.
„Það skyldi maður ætla, að hann
Fiski-Gvendur lúrdi frekar vært
núna,“ sagði hann og velti munntó-
bakstölu á tungunni.
,Já, skyldi það ekki. Hann ber-
háttaði, ekki nokkur spjör eftir á
hans skrokk, og skreið svo inn í koj-
una, svona rétt hjá kabýsunni — og
þetta heitt í veðri. Honum var nú
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23