Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 39
við, þeyttist upp hænsnastigann og
þaut síðan aftur eftir blóðlifruðu
dekkinu. En ég var ekki fyrr búinn
að grípa í færið mitt og losa það af
vaðbeygjunni en hróp mikið heyrð-
ist kveða við framan frá bógverjun-
um. Ég leit þangað — og sjá: Þarna
kom Fiski-Gvendur allsber, jafnvel
var hann berfættur, en með sinn
tréklossann í hvorri hendi, skelfing-
ar- og óðagotssvipur á andlitinu.
Hann langstikaði aftur að skips-
bátnum, þreif þar hlífðarsvuntu
sína og vettlingakútana, skellti
niður klossunum og steig upp í þá og
hljóp síðan herðalotinn og kviknak-
inn aftur að vaðbeygjunni sinni.
Hann þreif færishönk og henti henni
út á sjó, greip svo blýlóðið og öng-
ulinn, tannaði í skyndi fiskinn innan
úr steinbítsbeitunni — og síðan sveif
lóð og öngull ámóta langt út frá
skipshliðinni og færishönkin hafði
lent. Vettlingarnir á handakrækl-
urnar, litið í eggina á fiskihnífnum,
tekið grunnmál — strax fiskur á. Og
Fiski-Gvendur dró svo ört, að
furðu gegndi. Svo slengdi hann inn í
víðum boga svolítilli fiskpísl, starði
síðan á hana, sagði, hvæsti:
„Straff, straff, von, von — straff
frá gjafaranum allra góðra hluta,
segi það bara, já.“ En svo lagði hann
fiskpíslina að vanganum, hvíslaði
furðu hátt: „Lygimál, ekkert straff,
bara merkir: mjór er mikils vísir.“
Þegar hér var komið, skellti Ari
Dagbjartur upp úr, sá stillti maður,
og vissulega varð hlé á drætti hjá
flestum, sem þarna höfðu hamazt
sveittir við að taka á móti því bjarg-
ræði, sem gjafarinn góðra hluta lét
rausnarlega í té. Og kostulegar voru
augnagoturnar hjá þeim Höska og
Mórauða kallinum, en milli þeirra
stóð Gvendur. Hann leit hvorki til
hægri né vinstri. Mjóir handlegg-
irnir gengu eins og bullustengur í
ganghraðri og gangvissri vél, hver
sin og hver vöðvi í hinum magra
skrokk herptist saman til þess ýtr-
asta eða þá slaknaði undra skyndi-
lega — allt eftir því hvert átakið var
þetta eða hitt sekúndubrotið, og
svitinn hrökk brátt í stórum dropum
af hinum nakta og skinhoraða
dráttarmanni. Þó að við værum á
grunnu vatni, var lóðið ekki nærri
því komið í botn, þegar Gvendur var
búinn að hálsskera, gella og marka
fiskinn og fleygja honum niður til
hlés. Og eitt sinn þreif Gvendur
lykkju af færinu og þeytti henni út
yfir lunninguna, blés á eftir henni og
tautaði, skjálfandi af óþreyju:
„Ut, út, út, ég segi það bara og
barasta, já!“ En fiskur var því nær
ávallt á önglinum, þegar Gvendur
tók grunnmálið —- og þá var að
draga á ný.
Og fjörutíu og þrjá fiska dró hann
þá stuttu stund, sem leið, frá því að
hann kom að færinu og þangað til
allt í einu var eiður brenndur og við
yrðum varir. Eg hafði þá fengið alls
sextíu og tvo fiska, en Léttasótt-
ar-Matthías einungis fjörutíu og
tvo.
Þegar Fiski-Gvendur var búinn að
ganga frá færinu og fleygja fiskum
sínum upp í kassann, rétti hann sig
upp, stóð þarna, ber skrokkurinn
meira og minna ataður blóði og
slori, þerraði síðan munn og nef með
vettlingi hægri handar, svo með
hinum, báðir jafn blóðlifraðir og
blautir — og því næst sagði hann
frekar hlakkandi en argur:
„Helvízkir, segi það bara, láta
Gvensa garminn sofa!“ Hann hló,
flíraði: „Sosum maklegt, passlegt
fyrir Gvend, fyrir svokallaðan
Fiski-Gvend, en....en guð gaf pilt, já,
segi það bara, góðan pilt.“ Svo leit
hann skyndilega beint í sólina:
„Hana, þar skein sól, gaf guð sól-
skin. Segi það, segi það bara, já.“
Það var víst ekki að efa, að hann
hafði orðið svo feginn því, að ég
skyldi vekja hann, að gremja út af
hinu, hve seint það hafði verið gert,
komst ekki að.
Við hættum veiðum 3. septem-
ber. Tíðin hafði verið alveg einstak-
lega góð fram undir mánaðamót og
gnægð fiskjar á miðunum. En svo
hafði skyndilega gengið í rosagarð,
norðan hvassviðri með haugasjó.
Aflinn var meiri á Maríu en nokkru
sinni áður á langri skipstjórnartíð
Ara Dagbjarts. Raunar höfðu öll
skip aflað vel, en engin Fagureyrar-
skipin eins vel og María, ef tekið var
tillit til mannafjölda. Dráttarhæstur
var auðvitað Fiski-Gvendur, hafði
dregið 38 skippund af þeim 225, sem
komið höfðu á skip, en dráttur
tveggja lægstu hásetanna aðeins 14
'/2 skippund hjá hvorum. Og
Fiski-Gvendur reyndist ekki ein-
ungis dráttarhæstur þeirra, sem
voru á Maríu, heldur allra, sem voru
á Fagureyrarskútunum, en á þeim
voru alls rúmlega tvö hundruð
manns.
Aður en vika var liðin, var María
litla komin upp á kamb og orðin þar
rammlega skorðuð. En við, sem ekki
áttum heima á Fagureyri, gátum
ekki haldið heim, daginn sem við
vorum búnir að setja skipið og
ganga frá seglum, köðlum og blökk-
um til vetrargeymslu. Við áttum
allir eftir að dunda við eitt og annað
fyrir sjálfa okkur, og svo dvöldum
við þá í skútunni.
Þegar ég var búinn að dubba mig
upp eftir skyldustörfin, fór ég upp á
dekk og fetaði mig síðan varlega
niður eftir spýtnaspítunum, sem
negldir höfðu verið á eina skorðuna.
Þá er ég var kominn niður á kamb-
inn, hugðist ég vitaskuld fara upp á
götu. En úr því varð ekki, því að ég
sá mann, sem ég sannarlega bar
kennsl á, stefna til mín. Það var hinn
mikli fiskikóngur, Guðmundur
Þórðarson. Hann hafði nú sosum
farið úr sjógallanum, var í gráum
jakkafötum úr Iðunnarvaðmáli,
blárri peysu, gljásvörtum blank-
skóm og með grátt kaskeiti aftur á
hnakka, smellan opin. Hann hafði
hendur í buxnavöxum, gekk rykkj-
ótt, hnykkti sér til og skók höfuðið
ákaflega öðru hverju, svipað og
kindur gera, sem hafa vöknað illa í
vatnsfalli. Allt í einu leit hann í loft
upp og tætti út úr sér:
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31