Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 41
„Tja, ég segi það bara, barasta, já!“ Nú, hann er þá orðinn kenndur, kallinn, hugsaði ég með mér, hefur ekki beðið lengi með það í þetta skipti að halda upp á vertíðarlokin... Þar kom hann nú auga á mig, sló út hægri handlegg og stefndi beint til mín. „Sæll,“ sagði hann stuttlega. Síð- an: „Var að koma að hitta Ossa, segi það bara, já.“ „Sæll og blessaður, Guðmundur minn.“ „Iss, segi það bara, barasta, já: ég er akkúrat Guðmundur þinn. Sko, sérdu, — þú hefur ekki vitundarögn illt af að taka við þessu frá Fiski-Gvendi, iss,segi það.“ Og hann tók vinstri höndina upp úr vasanum og ýtti bankaseðli í lófa minn. „Þe-þetta áttu að eiga, ert að læra, er dýrt, helvítis okur fyrir fátækan pilt, segi það bara, átt að eiga þetta fyrir að vekja Fiski-Gvend í vor undir Selnesinu, — fínn piltur, ágætis drengur, segi það bara, — vekja Fiski-Gvend, sí, sí, sí.“ Hann skók höfuðið: „Sei-sei-i- það bara, ja, já.“ Ég leit á seðilinn og var agndofa: Fimmtíu krónur! Þénustan mín úr maí-túrnum, þriggja vikna góðum túr, var fjörutíu og tvær krónur. Ég þreif hönd Fiski-Gvendar, hristi hana. „Ég þakka þér hjartanlega fyrir, Guðmundur minn, og líka fyrir alla úrvals ljósabeituna í sumartúrun- um, — var síður en svo til að launa, þó að ég hunzkaðist loksins til að vekja þig, var ekki nema sjálfsagt.“ „Sjálfsagt, sjálfsagt að fara frá færinu þínu í kvikvitlausum fiski, vekja mig, koma mér til ráðs, tapa mörgum fiskum vegna þess — ekk- ert að þakka, segi það bara, segi það bara, já, — á akkúrat eftir að borga fiskana, þetta bara fyrir umhugsun- ina um Fiski-Gvend, svefnpurkuna, góður piltur, guðs piltur. Hérna tíu krónur fyrir drættina, sem þú tap- aðir, skítsbætur, segi það bara, já.“ Og hann tróð tíu króna seðli ofan í jakkavasa minn. „Passar og knappt nokk, segi það barasta.“ „Eg er svo alveg steinhissa á þér, Guðmundur!“ „Segdu Fiski-Gvendur, kóngs- nafnið mitt — eðers mæjistet, segja þeir víst, þeir dönsku, — skítt og helgrýti, segi það bara, Fiski-Gvendur ekki síðra. Alveg steinhissa, segirdu, passar akkúrat, — allir halda að Fiski-Gvendur sé nánasar kvikindi, sé bæði ágjarn og járnsál af því að hann fleygir ekki guðs gjöfum í forina og reynir að amla eftir megni, — lygimál hjá þeim, se-seigi það bara, já.' En Gvendur var fátækur, Gvendur var munaðarlaus, Gvendur var á sveit og Gvendur sagði við guð og bardi utan klett með báðum höndum, þangað til hruflað var ordið ofan af öllum átta hnúum, gerdi það til að sýna, að hann mundi vilja og þola eitthvað á sig lekkja, sagdi við guð: Ef þú, kall minn, vilt hjálpa mér, þá skal ég gera eins og þú segir mér. Og mér fannst einhvern veginn, segi það bara, já, að hann segdi mér, hvað hann setti upp — klárir reikningar, — hann setur það kannski upp við fleiri — segi það bara.“ Allt í einu var Guðmundur kominn út í aðra sálma, fannst mér, þó eins og fljót- lega vottaði fyrir samhengi við áður mælt: „Gott veður á morgun, guðs- barna veður á morgun, fugl á firðin- um eftir gardinn, Gvendur á sjó með byssuhólkinn, Gvendur að reyta hinn daginn, reyta sína fugla, sérdu, segi það bara, já. Því Gvendur er, sko, alltaf smeykur um, að hann haldi ekki lofordið nógu vel, ekki minnsta kosti með bónus og rabbat. En Gvendur er ekki hræddur við neitt annað, þetta það einasta eina, — segi það barasta, já.“ „Vildu kannski, segja mér, hvaða skilyrði hann setti? Máski hann krefjist nú reyndar þess sama af öll- um, þó maður viti það ekki, hafi heldur ekki gert neinn kontrakt við hann.“ Fiski-Gvendur hnykkti sér til, horfði á mig, steinþagði nokkur augnablik. Svo sagði hann: „Kontrakt, þar kom rétta orðið, vitaskuld, þeir lærdu munu einmitt bera sér það í munn. Skilyrdið, ég ætla að segja þér það, Ossi minn.“ Það kom á hann hik. Svo: „Nei, ég ætla ekki að segja þér það, en ég ætla að segja þér dugunalítið annað, og þá getur þú af því getið þér til um það.“ Aftur hik. Síðan hálfhvíslaði Fiski-Gvendur: „Eg er svo miklu hræddari, segi það bara, já, — sko, miklu hræddari síðan hún Ólöf mín sálaða dó, sem var mér óforþént góð, því ef...“ Hann bandaði frá sér með báðum höndum og þerraði sér svo um augun með harðkrepptum hnefum. „Farið að drjúpa úr lofti, himnadögg, sei- segi það bara.“ Þögn. Því næst kom í trúnaðartón, og það rétt aðeins rifaði í rauð- hvarma og rök augun undir loðnum brúnunum: „Nú ætla ég að for-telja þér, hvað Hann mun segja við mig, ef honum finnst ég hafa staðið við kontraktinn. Sérdu Fiski-Gvendur á leið upp brekkuna, og Hans útkíks- maður stendur við gluggann og gerir Honum við vart, segi það bara, já... Gve-Gvendur reynir að ganga eins greitt og honum er lífsins mögulegt, án þess, sko, að sýnast flaumósa, — streymir af honum svitinn, vesalings Gvendi, sem er alinn upp á sveit, — hljóp þá í blóðspreng, ef hann var sendur bæjarleið. Sérdu: Nú er hann kominn alla leið á varinhelluna, og þá opnast, segi það bara, já, ógur- lega stórar og sterklegar hurdir, miklu stærri en vængjahurdirnar hjá honum Poppa faktor, og Hann sjálfur stendur á þröskuldinum, fínn þröskuldur, pússað látún. Og ef.... ef Hann er ánægdur.....“ Nú rétti Fiski-Gvendur úr sér og sagði hátíð- lega og þó glaðlega. „Sérdu, ef Hann er ánægdur, þá segir Hann: „Komdu sæll, Guðmundur fiski kóngur Þórdarson. Það þykir, sko, fleirum gott að fá þig hingað en henni Ólöfu þinni, því þú hefur haldið lofordið. — Hann segir lof- ordið, þykir íslenzkan ekki síðri en SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.