Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 43
DR. HANS OTTO MERTINS (Sjávardeild þýzku veðurstofunnar)
Um ísmyndun
á fiskiskipum
vegna ágjafar
Eitt það válegasta er mætir skip-
um og skipshöfnum í vetrarveðri er
ísingin. Tugi, jafnvel hundruð
tonna geta á skömmum tíma hlaðist
á stór skip með skelfilegum afleið-
ingum. Sjómenn verða líklega seint
minntir nógu rækilega. Þetta er þó
síður en svo auðveldur vandi við að
bregðast. Á skipstjóri að láta frost
hindra siglingu skipsins, á hann að
láta slag standa, eða ber honum við
fyrstu teikn að breyta stefnu, áður en
ís hleðst að marki á skip hans.
Þær þjóðir er byggja norðurhluta
heims, siglingaþjóðirnar eru fyrir
löngu byrjaðar að bregðast við
vandanum tæknilega. Veðurstofan
á íslandi varar t.d. við ísingarhættu
og sama er að finna í veðurspám
margra þjóða, t.d. á Eystrasalti. Þá
eru menn að gera tilraunir með ís-
varnartæki, en þau koma að góðum
notum t.d. á flugvélum, þótt vand-
inn hafi að sjálfsögðu minnkað í
fluginu með tilkomu þotuflugsins,
þar sem flugfarið þarf aðeins að vera
fáeinar sekúndur í ísingarbeltinu.
Hér á landi hefur einnig margt
verið gert með hliðsjón af ísingar-
hættunni. T.d. eru stóru varðskipin
ÆGIR og TÝR bæði einfölduð
mikið ofanþilja til þess að hindra
yfirþunga af völdum ísingar. Einnig
er farið að reikna fyrirfram ísingar-
þunga þann er skip þola. Nýtt
danskt fiskveiðieftirlits- og varðskip,
sem nýlega hljóp af stokkunum á
Aalborg værft var þannig smíðað
með það fyrir augum að þola 200
tonna yfirísun án áhættu.
Dr. Hans Otto Mertins, sem
starfar við hafsvæðadeild þýsku
veðurstofunnar hefur ritað eftirfar-
andi grein um ísmyndun á fiski-
skipum vegna ágjafar. Greinin var
skrifuð áður en hin hörmulegu slys
urðu, þegar togararnir ROSS
CLEVELAND og KINGSTON
PERIDOT fórust við ísland vegna
ísingar og togarinn ROMULUS,
sem sennilega fórst af sömu ástæð-
um í Norðursjó. Þykir Sjómanna-
dagsblaðinu eftir atvikum rétt að
birta þessa fróðlegu grein í heilu
lagi, sjómönnum til skoðunar og
fróðleiks:
Grein þessi var skrifuð fyrir hin
hörmulegu siys, þegar Ross Cieve-
land og Kingston Peridot fórust við
ísland og Romuius, sennilega á
Norðursjó.
Skipskaðar verða ekki eingöngu í
fárviðrum, árekstrum í þoku,
strandi og eldsvoðum. Is, sem hleðst
á yfirbyggingar, getur verið mjög
hættulegur og hefur hvolft mörgum
skipum. Við vitum, að áður fyrr
þegar seglskip fóru suður fyrir Horn
um kaldari árstímann, skeði það
stundum í vondum veðrum, að ís
hlóðst á seglabúnaðinn. Áhafnirnar
gátu ekki lengur hagað seglum,
skipunum hvolfdi og allir fórust.
Norskir selveiðimenn hafa sagt
mér, að bæði hvalveiðiskip og sel-
fangarar hafi farizt vegna isingar í
Norðurhöfum.
Fyrri heimsstyrjöldina fyrri og
fram undir 1930 stunduðu fremur
smáir og afllitlir gufutogarar veiðar
á Norðursjónum, við ísland og Ló-
fót. I vondum veðrum leituðu þessi
skip vars og hófu ekki veiðarnar
aftur fyrr en lægði. Hins vegar hafa
togarar alltaf verið í ísingarhættu á
Barentshafi. Mörg þeirra skipa, sem
þar hafa horfið, hljóta að hafa orðið
ísingunni að bráð.
Þegar jafnvægishlutföll skipanna
raskast vegna ísingar, hvolfir þeim
oft svo snögglega, að engir verða til
frásagnar.
Upp úr 1930 fóru skipin að
stækka og vélaraflið að aukast.
Þessi nýrri skip þoldu ísinguna
betur en þau gömlu. Síðar hafa stór
nýtízku skip hafið veiðar í Norður-
höfum, t.d. á Grænlandssundi,
Davíðssundi og við Grænland og
Labrador. Þá eru þau oft í námunda
við landflæmi þar sem feikikuldi er á
veturna. Þegar þessi stóru, nýju skip,
Framhald á bls. 81
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35