Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 55
Leiði óþekkta sjómannsins. svara í huga þínum. Hann gleymdi því eina, sem hann átti í raun og veru. Hver á lengst að sjálfum sér að búa. Það er satt máltæki. Svo satt, að það nær út yfir gröf og dauða. Sá ríki maður, sem bjó svo vel í því ytra, bjó svo illa að sjálfum sér, að hann átti ekkert á lokadaginn hinzta. Guð var ekki til í nákvæmum reikningum hans. Hans eigin sál var þar hvergi með. Þess vegna var hann snauðastur manna. Hann átti ekkert — nema pen- inga. IV. Gömul dæmisaga. Gæti hún verið ný og tímabær? Ég fór fáein ár aftur í tímann. Miðað við þá fortíð getur kynslóð vor vissulega sagt við sjálfa sig: Þú hefur mikil auðævi. Og hugleiðingar ríka mannsins koma ekki ókunnuglega fyrir: Hvað á ég að gjöra? Rífa og byggja stærra, ráðast í meira, koma mér betur fyrir, grípa fleiri af þeim mörgu tækifærum, sem bjóðast á tímum hagvaxtar og verðbólgu. Þetta er nokkuð al- mennt einkenni á þeim þjóðfélögum, sem eru sólar- megin efnahagslega. En það verður ekki sagt, að þessi sama kynslóð sé áberandi hamingjusöm. í velferðar- löndum er notkun róandi lyfja uggvænlega mikil. Er það tómið hið innra, sem veldur? Er það eirðarlaus, vannærð, dauðvona sál, sem hrópar? Og þriðjungur alvarlegustu sjúkdóma og banameina í sömu löndum á rætur að rekja til streitu, oft vegna ofurkapps við að afla, komast yfir meira og meira af því, sem í boði er. Sú þrælkun, sem var algeng áður fyrri og hafði al- menna fátækt að forsendu er horfin. En hitt er ekki úr sögunni, að fólk þræli sér út til þess að geta fullnægt kröfum um lífsstíl, sem er tízka ein, engin nauðsyn, engin gæfa. Mér dettur oft í hug það, sem Sókrates sagði í fyrndinni, þegar hann gekk um sölutorgið, þar sem allt var til sölu, sem þá var í boði í ríku Aþenu. Hann sagði: Að hugsa sér, að svona margt skuli vera til, sem ég hef enga þörf fyrir. Peningar eru nauðsyn. En þeir eru ekki lífið, gefa það ekki né tryggja það. Þeir geta svikið mann svo í viðskiptum, að úr verði andlegt gjaldþrot. Þú kannast e.t.v. við þessi bænarorð Biblíunnar: Gef mér, Drottinn, hvorki fátækt né auðævi, en veit mér minn deilda verð. Þetta er holl lífsafstaða, einnig á vorum tímum. Og því verður ekki hnekkt, sem Jesús segir: Það stoðar ekki að eignast allt og bíða tjón á sálu sinni eða glata sjálfum sér. Þetta segir hann, sem lagði sjálfan sig í sölur fyrir mig og þig. Svo mikils verð er manneskjan í hans augum, á vogarskál hins eilífa Guðs. V. Það er sjómannadagur. A sinni árlegu hátíð ganga sjómenn í Guðs hús til þess að þakka og minnast og biðja. Héðan úr dómkirkjunni er kveðja send til sjó- manna og sjómannaheimila víðsvegar um land og til skipshafna á hafi úti. Þjóðin öll vottar þakkir sínar þeim, sem sjóinn sækja og leggja með erfiði sinu og áhættu svo mikið í þann grunn, sem efnahagur lands- ins hvílir á. Og nú sem endranær á þessum degi, þegar vér viljum láta sjómenn vora finna það, að þökk og hlýja býr í þjóðarbarmi í þeirra garð, ómar einnig strengur tregans í hörpu hjartans. Ekkert ár líður svo, að sjórinn heimti ekki sín manngjöld. Vér erum jafnan minnt á, að þeir menn, sem sækja aflann á miðin og flytja nauðsynjar um höfin, leggja sig í hættur og mannraunir og verða stundum að fórna lífi sínu. Því fremur skyldum vér muna það, íslendingar, að lífið er dýrt í öllum skilningi. Það er ekki hafið, sem geymir gullið, það eru ekki efnislegar auðlindir, sem mestu SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.