Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 58
----------------------s
... Ég hefi þá
skoðun að það sé
yfir manni vakað
og maður sé aldrei
látinn afskiptalaus
— segir Júlíus Kr. Ólafsson, frv. yfirvélstjóri
— syndi 200 metra á hverjum degi
og gengur til vinnu 85 ára að aldri
_____________ r
Júlíus Kr. Ólafsson. Ný mynd.
Þeir menn sem þú ert með til sjós
eru þér miseftirminnilegir. Sumum
gleymir þú fljótlega, jafnvel í fyrsta
túr eftir að þeir fóru, en aðrir sitja
ljóslifandi fyrir hugskoti þínu árum
saman, og þótt þú hittir þá ekki í
mörg löng ár, þá er einsog það skipti
ekki máli, þráðurinn er tekinn upp
á ný, einsog ekkert hafi í skorist.
Einn þessara manna, hvað sjálfan
mig áhrærir, er Júlíus Kr. Ólafsson,
fyrrum yfirvélstjóri og síðar skipa-
eftirlitsmaður.
Með okkur var þó talsverður ald-
ursmunur, því senn munu liðin 20 ár
síðan við vorum fyrst saman til sjós.
Ég þá III. stýrimaður á Ægi (gamla)
svaka flottu skipi einsog börnin segja
með mahony-þilfari og koparskilt-
um; yfir öllu þar var barokk stíll yst
sem innst. Ég hefi líklega verið 26
ára, en hann rúmlega sextugur og
hann var yfirvélstjóri.
Einræði til sjós
Mér varð strax hlýtt til Júlíusar.
Ég held að það hafi flestum verið
líka, þrátt fyrir allt. Hann var af
gamla skólanum, en í þá daga var
það dáli'tið alvarlegt mál ef menn
voru af gamla skólanum, þú gast þá
ekki sagt þeim neitt, þeir bókstaflega
heyrðu ekki ný tíðindi. Þeir vildu
hafa allt óbreytt áfram, og sem
meira var: þeir höfðu til þess öll
völd. I þá daga var einræði til sjós.
Minna dugði ekki.
Síðan eru liðin mörg mörg ár. Ég
hefi fundið sporin þyngjast, fundið
hreystina hverfa smám saman úr
útlimum og augnaráði. Maður
vinnur of mikið, eða hreyfir sig of
Gömul mynd af Súðinni. Súðin var eitt sterkbyggðasta skip á norðurhveli jarðar að
því er talið var og nú siglir hún í Kína.
50 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ