Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 59
Júlíus Kr. Ólafsson í fullri múnderingu á velmerktardögum skipaútgerðar á Is-
landi. Myndin mun tekin þegar hann var yfirvélstjóri á Súðinni gömlú. Júlíus er
einn þriggja sem lifandi eru af þeim er fyrstir skipuðu sjómannadagsráð. Hann
gekk í Vélstjórafélagið árið 1911 og er nú heiðursfélagi þess. Auk þess hefur
honum verið sýndur margvíslegur annar sómi.
lítið. Meðalhófið, hin gullvæga
regla á ekki við og allt í einu rankar
maður við sér við það að maður er
orðinn miðaldra. Öll andagiftin
unga er farin lönd og leið og maður
situr eftir með dauf augu einsog
stórgripur og lætur sér nægja að
horfa á lífið í stað þess að lifa því, og
á sama tima og þú hefur smám
saman dregist saman, hefur hann
Júlíus líklega bara yngst, og þrátt
fyrir 85 ár er hann enn hinn spræk-
asti og vinnur fulla vinnu, hvern
virkan dag. Á sunnudögum fer hann
í kirkju, því hann er gamaldags.
Júlíus var einkennilegur um
margt, fannst mér þá. Hann var
íhald fram í fingurgóma, trúði á
guð, fastaði á mánudögum og pre-
dikaði á móti ofáti og tóbaki. Hann
var líka á móti brennivíni, en bara
fyrir sjálfan sig og til sjós, þá þakkaði
hann það sem vel var gert, en tók
menn svo á beinið fyrir það sem
honum þótti miður. Þetta átti við
alla menn jafnt. Vélstjórana hans
þrjá, smyrjarana, kafarana, stýri-
mennina, hásetana, kokkinn og
brytann, og oft hitnaði mönnum í
hamsi útaf þjóðmálaskoðunum
hans, sem þóttu afleitar og kreddu-
fullar.
En svo mildast þetta allt með
árunum og þú byrjar að skilja lífið á
nýjan leik, og þá kemur þér oft hann
Júlíus í hug og jafnvel hann gamli
guð, og hlutirnir einfaldast á ný og
þú finnur að þér hefur vaxið nýr
mikilvægur skilningur.
Skakrúlla
fyrir hann Þórarin
Júlíus hafði gaman af fólki, skaki
og bókum. Ef til vill þótti honum
svoli'tið vænna um mennina en
bækurnar, og það var enginn efi á
því að hann tók skakið langt fram
Vélaliðið á Súðinni í tíð Júlíusar. Á myndinni eru talið frá hægri, Júlíus Kr.
Ólafsson, maskinshjeff, eins og það var kallað. Þá kemur Kristján Jónsson II.
meistari (með einkennishúfu). Á milli hans og Júlíusar er Jón, kyndari, þá Axel,
kyndari (aftari röð), Óskar kyndari fyrir framan hann og lengst til vinstri er svo
Ólafur Þorsteinsson III. meistari. Myndin er tekin á maskínutoppnum á Súðinni.
yfir flest annað. í fyrstunni var Júlí-
us því dálítið óhamingjusamur um
borð í honum Ægi. Þórarinn
Björnsson var herforingi fremur en
fiskikafteinn og hann vildi ekkert
hafa með þorsk að gera á fína ma-
hony-þilfarinu. Það setti svarta
marbletti í pimsteinsfægt dekkið.
Nei hann vildi freigátustíl um borð í
sitt skip, vopnaskak, en ekki færa-
skak.
En Júlíus var slóttugur ef því var
að skipta og einu sinni þegar haldið
var úr höfn var búið að kaupa nýja
fallega skakrúllu handa skipherran-
um. Spegilgljáandi öngla og slóða
með öllu tilheyrandi. Það vantaði
bara nýja spriklandi þorska til þess
að allt væri fullkomið.
Svo var það næst, þegar stoppað
var á hentugum stað, að afhending
fór fram á gjöfinni til skipherrans, en
þá var búið að þrælprófa að sá guli
var undir. Þórarinn lét til leiðast að
renna nýja flotta færinu sínu og sá
guli lét ekki á sér standa — og Júlíus
hafði eignast nýjan vin, og Þórarinn
Björnsson gerðist brátt áhugamaður
um skak, en sú íþrótt gengur næst
burtreiðum að virðingu, gnæfir ofar
golfi og bridge. Menn fá loft í lung-
un, hjartað slær örar. Menn fá nýjan
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51