Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 61
Elínborg Kristjánsdótdr, kona Júlíusar.
Elínborg lést árið 1965.
efnaríkan fisk að borða — og stund-
um ef vel gekk, ofurlitla aura ofan á
lág embættislaunin, og maður gat
farið í kaupfélagið og keypt sér kók
og prins póló og keypt sér eitthvað
að lesa.
Þegar ég keypti
af honum Rússann
Eg kann margar sögur af Júlíusi,
þrautseigju hans og dugnaði. Líka af
hjartahlýju hans og svartnættis-
skömmum. Sú saga er lýsir honum
líklega best var þegar ég keypti af
honum bífinn. Það var gamall
Moskóvits, þá aðeins tveggja ára.
Þetta var á þeim árum þegar
landhelgisgæslan var dálitið á und-
an rússum í vélfræði. Mótorinn var
vondur, en auðvitað endurbætti
Júlíus hann og með saman-
lagðri þekkingu af togurum og skút-
um, og ofurlitlu nýmóðins hugviti,
kláraði mótorinn sig fínt hjá Júlla.
Ég tók við bílnum og borgaði út í
hönd. Við Júlíus áræðir þú aðeins
tvennskonar viðskipti, staðgreiðslu
eða gjöf. Hann var nefnilega af
gamla skólanum og trúði á guð en
ekki á afborganir.
Það var ekki að sökum að spyrja
með bílinn, þegar hann var kominn
„á dekkið“, úr höndum vélstjórans.
Smám saman fór hin rússneska
ógæfa að hrjá mótorinn, og ég gaf
mér heldur ekki tíma til þess að
„þrífa hann alminnilega“ einsog
hann Júlíus orðaði það, og það varð
úr að honum bókstaflega var nóg
boðið. Hann var þá kominn í land
og orðinn yfireftirlitsmaður með
varðskipunum. Júlíus tók bara af
mér bílinn og skilaði mér honum svo
spegilfægðum og í fínasta lagi næst
þegar við komum inn og svona gekk
það mánuðum saman. Þetta eru þau
mestu reyfarakaup sem ég hefi gert
með bíla, því honum fylgdi ókeypis
umönnun frá sprenglærðum vél-
fræðingi, þvottur og hvaðeina, svo
lengi sem það varði. Þessi saga lýsir
Júlíusi vel. Hann bókstaflega þoldi
ekki að það sem hann hafði selt
manni, stæðist ekki almenna gagn-
rýni. Auðvitað var þessi bíll ekkert
öðruvísi en aðrir rússar, nema þetta
með hann Júlíus.
Eftir að Júlíus var orðinn ekkjumaður hafði hann lengi þann sið að bjóða börn-
unum á mat. Hann eldaði sjálfur og það var sko ekkert slor. Mjög fáir eru þeirrar
ánægju aðnjótandi að vera boðnir í mat hjá kokkum með 65 ára reynslu í matar-
gerð, en þegar þessi mynd var tekin voru liðin 65 ár frá því að Júlíus eldaði í
kallana á Golden hope.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 53