Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 68
m %
Frægur trillukarl Jósteinn Finnbogason
hefur oft borið sigur úrbítum í trillu-
keppninni.
út á flóann og hefur þetta atriði
notið mikilla vinsælda hjá yngri
borgurunum. Að lokinni þessari
siglingu hefur oft verið efnt til
kappsiglingar trillubáta og alltaf
verið margar trillur í þeirri keppni,
því á Húsavík eru eitthvað um 60
slíkar fleytur. Kl. 11 er gengið til
kirkju og hlýtt á messu og hefur hún
undantekningarlaust verið vel sótt.
Þegar fólk hefur lokið hádegis-
verði fara allir ungir og gamlir
„niður fyrir bakkann“ þ.e.a.s. að
hafnarsvæðinu og horfa á skips-
hafnir bátanna og fl. spreyta sig á
allskonar íþróttum, sem alla jafnan
eru ekki iðkaðar og má þar nefna
reiptog, naglaboðhlaup, hindrunar-
hlaup, koddaslag, tunnuhlaup,
stakkasund, beitingu og fl. og fram
undir 1970 var alltaf kappróður, en
vegna skorts á rótrarbátum hefur
þessi vinsæla keppnisgrein ekki farið
fram nú i nokkur ár, en sjómanna-
dagsráð hefur fullan hug á að úr því
rætist á næstunni.
í lok hátíðahaldanna við höfnina
hafa aldraðir sjómenn verið heiðr-
aðir og var sá siður tekinn upp 1970.
Síðan hafa nokkrir aldnir heiðurs-
60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Hörður Þórhallsson form. sjómannadagsráðs 1976 (í ræðustóli á sjómannadegi).
Sjómannadagsráð 1974 (ekki allir mjög gamlir).
Beiting (4 jafnir).