Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 69

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 69
menn verið sæmdir orðu dagsins og vonandi verður hægt að geta þeirra lítillega í blaðinu síðar. Síðdegis hafa konur í kvennadeild slysa- varnafélagsins selt kaffi og kræsing- ar og ávallt fengið til sín mikinn fjölda gesta, en meðan fólkið drekk- ur kaffi og rabbar saman býður sjó- mannadagsráð börnum staðarins ókeypis í bíó eða á knattspyrnu og handknattleikskeppni og keppa þá sjómenn gjarnan innbyrðis. Sú tíð var að mikill fjöldi sjómanna fór suður á vertíð og kepptu þeir þá jafnan við þá, sem heima höfðu ver- ið. Um kvöldið er stiginn dans og hefur dansleikur sá orðið mjög vin- sæll og er alltaf fádæma vel sóttur. Vegna húsnæðisskorts áður, var hann haldinn við misjöfn skilyrði og mætti ýmislegt segja frá því, en lát- um nægja að nefna nokkra staði, þar sem hann hefur verið haldinn t.d. í frystihúsi Fiskiðjusambands Húsa- víkur á hafnarstéttinni, í gamla sláturhúsi K.Þ. í samkomuhúsinu gamla og síðar í Hlöðufelli og var þá dansað í báðum húsunum samtímis. Arið 1968 réðust sjómenn í það stórvirki að gera stóra sal Félags- heimilis Húsavíkur hæfan til sam- komuhalds og það varð til þess að framkvæmdir voru teknar upp að nýju en þær höfðu legið niðri um sinn. Frá þessum tíma hefur dans- leikurinn verið haldinn í nýjum og glæsilegum sölum Félagsheimilisins. Frá 1942 hefur alltaf verið skipað í sjómannadagsráð á Húsavík, fyrstu 2 árin af fiskideildinni Garðari en síðan af Samvinnufélagi útgerðar og sjómanna. Sjómannadagsráð er að jafnaði skipað starfandi sjómönnum frá Húsavík og skipt er um menn árlega og hefur þetta fyrirkomulag reynst mjög vel hér, og þeir, sem skipaðir hafa verið til starfa hverju sinni, hafa lagt mikinn metnað í að dag- urinn verði alltaf sem bestur. H.Þ. H.A. Stakkasund. Frá höfninni (Þvergarðurinn í byggingu). í naglaboðhlaupi (nokkur hluti fólksins, sem þátt tekur í hátíðahöldunum). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.