Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 71

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 71
Jóhann J. E. Kuld, rithöfundur Sjómannsstarfið og gildi þess fyrir þjóðarbúið, og hvernig best verður unnið að eflingu sjómannastéttar- innar. Þegar ég sit og horfi á auglýsingu frá Sjómannadagsráði og ritnefnd Sjómannadagsblaðsins, þar sem óskað er eftir ritgerð þar sem svarað verði ofanskráðri fyrirsögn í stuttu máli, þá er mér líkt innanbrjósts og Matthíasi skáldi forðum þegar hann leit yfir Skagafjörð. „Hvar skal byrja. Hvar skal standa?“ Svo langt aftur í söguna sem hægt er að rekja heimildir, þá hafa sjó- mannsstörf og sjómennska gegnt mikilvægu hlutverki í þjóðarbúskap allra eyríkja og strandríkja jarðar- innar. Þetta hlutverk sjómannsins í þjóðarbúskapnum hefur i sumum ríkjum verið það stórt, að það eitt Verð launa- ritgerð hefur getað ráðið örlögum viðkom- andi þjóðar. Við íslendingar erum í þeim flokki þjóða, þar sem þannig stendur á. Sjómennska er orð, sem á öllum tímum sögunnar spannar yfir þekkingu sjómannastéttarinnar á lögmálum hafsins, og hvernig verði best við brugðist til lausnar hverjum vanda, sem að höndum ber á hafinu. Allir sigrar unnir á hafinu í gegnum aldirnar, hvort sem var á sviði sigl- inga, sjóhernaðar, strandgæslu eða fiskveiða, þá byggðust þeir allir á mikilvægi góðrar sjómennsku. For- feður okkar sem hingað komu frá Noregi samkvæmt frásögn Land- námubókar, voru miklir sæfarendur og siglingamenn. Hafskip þeirra norræni knörrinn var tæknilegt af- rek á sviði úthafssiglinga í norður Evrópu á þeim tíma. Þeir írar sem fyrir voru í landinu er norðmenn komu hingað, þeir bjuggu líka yfir siglingatækni og voru sæfarendur. Þeir munu einna fyrstir manna í norður Evrópu hafa siglt yfir úthaf milli landa. Skip íranna eru sögð hafa verið klædd með skinnum á byrðingi. Hafi nú orðið blóðblöndun á milli þessara siglingaþjóða hér eftir land- nám norðmanna, sem trúlegt verður að teljast, þá erum við íslendingar afkomendur tveggja mikilla sigl- ingaþjóða. íslenskt sjómannsstarf hefur frá öndverðu oftast verið tvíþætt, þó inn í það blandist þriðji þátturinn, hermennskustörf „Víkingaaldar“. Annarsvegar er sjómannsstarfið, siglingar, flutningur á fólki og vör- um með ströndum fram, og milli landa. Hinsvegar störf að margs- konar fiskveiðum, upp við ströndina eða á fjarlægari miðum. Eftir að við íslendingar tókum landhelgisgæsl- una í eigin hendur, þá varð sjó- mannsstarfið þríþætt að nýju. Varðskipsmenn okkar gegna nú einu allra þýðingarmesta hlutverki íslenskrar sjómannastéttar að verja fiskimið okkar gegn ágangi erlendra fiskveiðiþjóða. Um þetta vitnar best nú, hin djarfa barátta íslenskra varðskipsmanna, við ofurefli breskra herskipa á hinum ýmsu miðum kringum landið. Á fyrstu öldum eft- ir landnám áttu íslendingar tals- verðan skipakost haffærra skipa. Um þetta vitna ýmsar frásagnir ís- lendingasagna. Á þeim tíma var fjölfarin leið á milli íslands og Noregs svo og ann- arra norðurlanda. Þá var líka leiðin um Færeyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Bretlandseyjar vel kunn íslend- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.