Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 73

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 73
Jóhann J. E. Kuld tekur við verðlaunum í ritgerða samkeppni sjómannadagblaðs. 3 manna nefnd dæmdi um ritgerðir er bárust, en í henni áttu sæti þeir Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri, Gils,Guð mundsson, alþingismaður og Ólafur V. Sigurðsson, stýrimaður. Með Jóhanni eru á myndinni þeir Guðmundur H. Oddsson og Gils Guðmundsson. gerðu, vegna þess að þeir héldu, að í því fælist styrkur þjóðinni til handa. Sagan og reynslan á að vera okkar styrkur til að forða frá strandi eða mistökum. I íslenskri sögu hefur hlutverk sjómannsins í frelsisbaráttu þjóðarinnar verið vanmetið fram að þessu. Hans er að litlu getið þegar talað er um aldahvörf í okkar sjálf- stæðisbaráttu. Og þó var það hann, sem lagði grundvöllinn að því með starfi sínu og baráttu, að því efna- hagsstigi varð náð, sem gerði sjálf- stæðið mögulegt í reynd. Arðurinn af þilskipaútgerð íslendinga á nítj- ándu öldinni, og síðar gróði af út- gerð togara og vélskipa á þeirri tuttugustu, gerði sjálfstæði íslensku þjóðarinnar mögulegt að nýju. Án íslenskrar sjómannastéttar, sem sótti fram og lyfti oft Grettistökum í bar- áttu fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, hefði þetta allt orðið miklu erfiðara viðfangs, eða máske ógerlegt. En þrátt fyrir þetta þá hefur sjómannsstarfið ekki ennþá hlotið þá viðurkenningu sem því ber, það er ekki ennþá launað í samræmi við að það sé undirstöðu- starf í þjóðfélaginu. En undirstöðu- starf sem allt annað byggir á vel- gengni sína, í þjóðfélaginu, verður að launast sem forgangsstarf, öðru- vísi verður réttlæti ekki fullnægt á þessu sviði. Snemma á öldum varð fiskur verkaður í skreið, helsti gjald- miðill landsmanna í innan- og utanlandsviðskiptum. Verkunarað- ferðir hafa breyst á fiski gegnum aldirnar og til viðbótar komið salt- fiskur og frosnar fiskafurðir, ásamt fiskmjöls- og lýsisframleiðslu. En eitt hefur ekki breyst og það er að sjó- mannsstarfið stendur að meginhluta undir öflun alls gjaldmiðils sem þjóðin notac Þegar á þessa staðreynd er litið, þá verður ljóst að áhrif og vald sjómannastéttarinnar er í engu samræmi við framlag hennar til þjóðarbúsins. Þegar markaðsverð hefur hækkað á fiskafurðum og af- koma útgerðar fiskiskipa orðið hag- kvæmari og betri, þannig að meira hefur verið til skiptanna, þá hafa aðrir þegnar þjóðfélagsins verið fljótir til að skipta þeim aukna arði á milli sín, oftast með aðstoð og hjálp ríkisvaldsins. Þegar svo sjómanna- stéttin hefur gengið eftir aukinni hlutdeild í gróðanum, þá var oftast búið að skipta honum upp, og ekkert eftir, til að skipta. En þegar hins- vegar markaðsverð hefur fallið á fiskafurðum á heimsmarkaði, og út- gerð fiskiskipa orðið erfið í mörgum tilfellum, þá hefur ríkisvaldið látið sjómannastéttina borga skaðann. Um þetta ber glöggt vitni löggjöfin um alla mögulega og ómögulega sjóði, sem myndaðir hafa verið með skattalagningu á óskiptum afla, til þarfa útgerðar. í gegnum þetta kerfi SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.