Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 76
þessa máls, sem ég tel miklu varða að reynd verði til að efla áhrif sjó- mannastéttarinnar og fá henni í hendur meira þjóðfélagslegt vald heldur en hún hefur nú. Mín tillaga er sú, að unnið verði markvisst að því, að sett verði löggjöf er tryggi sjómönnum einhverskonar for- gangsrétt til fiskveiða hér við ströndina. Ég ætla ekki hér að út- færa þessa tillögu í smáatriðum, því að það yrði að vera verk sjómanna- samtakanna að vel athuguðu máli. En það ætti ekki að vera nein fjar- stæða að þróun íslenskrar fiski- skipaútgerðar yrði beint til þessarar áttar með löggjöf, enda væri slíkt í samræmi við okkar tíðaranda. Ef einhver segir að með slíkri löggjöf væri verið að ganga á annarra rétt í þessum efnum, þá er það rangt, því hverjum sem vildi væri frjálst að til- einka sér störf sjómannastéttarinnar og þar með öðlast sömu réttindi. I ýmsum löndum hafa sjómenn á síðustu áratugum í vaxandi mæli, tekið i sínar hendur útgerð fiskiskipa og fengið til þess opinbera fyrir- greiðslu umfram aðra í mismunandi formi eftir löndum. Slík útgerð er nú rekin, sem einstaklingsútgerð, sam- vinnuútgerð, eða í formi hlutafé- laga. Eg tel að með slíkri lagasetn- ingu hér, væri spor stigið fram á við í fiskveiðisögu okkar. Afkoma út- gerðar mundi þegar svo væri komið, liggja ljósara fyrir hverju sinni, því það er reynslan annars staðar frá. Þá er heldur ekki ótrúlegt, að slík þróun í útgerð fiskiskipa mundi geta leitt til hagkvæmari reksturs þegar tímar liðu. Þá tel ég að með löggjöf sem viðurkenndi sérstakan rétt sjó- manna umfram aðra til sjósóknar hér við ströndina, eða forgangs lánafyrirgreiðslu til skipakaupa og útgerðar, að slík þróun á sviði fisk- veiða okkar, mundi óhjákvæmilega leiða til þess að efla íslenska sjó- mannastétt og fá henni í hendur meira þjóðfélagslegt vald. En eins og nú er háttað, þá skortir hana þetta vald, og það stendur henni fyrir þrifum. Það stendur líka þjóðfélag- 68 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ inu fyrir þrifum að áhrif sjómanna- stéttarinnar á gang þjóðmála skulu vera í engu samræmi við framlag stéttarinnar til þjóðarbúsins. Við megum ekki við því sem þjóð, er allt sitt á undir velgengni í fisk- veiðum, að hæfustu og duglegustu æskumenn okkar hverfi frá sjósókn- inni, vegna þess að undirstöðuat- vinnuvegurinn fiskveiðarnar hafi þeim svo lítið að bjóða. Þegar svo er komið þá þarf að reyna nýjar leiðir á fyrirkomulagi útgerðar. Nú bjóða ýmsir atvinnuvegir sem lifa á sjó- sókninni efnilegum ungum mönn- um betri kjör fyrir léttari störf í landi, heldur en þeim eru boðin fyrir erfiðustu störf á sjónum. Þetta er óeðlilegt, þar sem sjávarútvegurinn er sú undirstaða sem aðrar starfs- greinar fá sína næringu frá. Ef við með lagasetningu getum gert sjó- mannsstarfið eftirsóttara heldur en nú er, með því að auka möguleikana til bættrar afkomu, í gegnum aukið þjóðfélagslegt vald sjómannastétt- arinnar, þá eigum við hiklaust að vinna að framgangi slikrar löggjaf- ar. Þjóðarhagsmunir krefjast þess að allar færar leiðir séu reyndar sem laðað geta úrvalsmennina að sjó- mannsstörfum. íslensk sjómannastétt er óumdeil- anlega undirstöðustétt í íslensku nútíma þjóðfélagi og sem slík þarf hún að ryðja sér braut til meiri og víðtækari þjóðfélagsáhrifa, þannig að hún öðlist vald sem hana skortir nú í þeim efnum. Að þetta takist sem allra fyrst, undir því verður styrkur stéttarinn- ar kominn, ásamt velgengni hennar á næstu árum. Megi gifta fylgja heildarsamtökum sjómanna í bar- áttu þeirra fyrir auknum réttindum ásamt betri kjörum stéttinni til handa. Hér verða sjómenn fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig og sam- takamátt sinn, því efling stéttarinn- ar, er undir því komin að sjómenn standi þétt saman í fylkingu. Frelsi Hafaldan við hamrana valsinn stígur villtan veltist um titrandi hlær. Hvar sérð þú dansinn svo töfrandi, en trylltan troðin af jarðneskri mær. Því skildirðu ekki mega þínu frjálsa eðli flíka og fórna þínu lífi upp við grjót Ég virði þessa krafta sem kunna ekki að hika og hvæsa öllum hindrunum á mót. Stundum ertu blíðlynd eins og björt og fögur meyja sem býður faðminn heitann af þrá þú tælir þínar fórnir út á djúpið til að deyja og dansar fegurst yfir köldum ná. Guðrún Jónsdóttir Hátúni 10, Rvk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.