Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 78
ar útgerðarmanns í Hnífsdal giftist
hann 1937. Standa að henni lands-
frægir dugnaðar og atorkumenn
sem óvíða um land finnast í jafn
ríkum mæli og í því litla kauptúni i
nágrannabyggðum Hnífsdælinga.
Þau hjón eignuðust þrjá syni Ól-
af, Gunnar og Aðalstein hina efni-
legustu menn.
Þegar ég hugsa til baka til okkar
kynna er mér ljósar en áður að með
fráfalli Geirs hefur íslenska þjóðin,
samtök sjómanna og áhugafólk um
slysavarnir misst góðan mann, sem
allra virðingu átti. Geir var einn
hinna hófsömu manna, sem sló á
sverðin þegar þeim var beitt milli
aðila, en gat líka hafið sitt á loft,
þegar honum fannst ekki rétt að
málum staðið.
Annars var Geir dulur á skoðanir
sínar í hópi samstarfsmanna nema
um málefni líðandi stundar væri að
ræða. Ég veit þó vegna okkar kynna
að hann var trúaður maður þótt
hann flíkaði aldrei skoðunum sínum
á því sviði né öðru.
Því lýk ég þessum orðum minum
um leið og ég flyt ekkju hans og
sonum bestu samúðarkveðjur frá
Sjómannadagsráði, með því að
þakka honum samfylgdina hérna
megin grafar, og óska honum guðs-
blessunar handan við lönd og höf.“
Pétur Sigurðsson
Kiwanisklúbburinn
Hekla
Kiwanisklúbburinn HEKLA hefur um nokkurt skeið
starfað m.a. á Hrafnistu. Félagar klúbbsins hafa boðið
vistmönnum í eina skemmtiferð á ári. Er þá ekið útfyrir
bæinn á einhvern vinsælan stað. Þá hafa félagarnir gengist
fyrir einu skemmtikvöldi á vetri, þar sem boðið hefur verið
upp á vönduð skemmtiatriði gamla fólkinu til mikillar
gleði. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ hefur nú ort þetta
kvæði til kiwanisklúbbsins HEKLU.
Ljúf er mín löngun að laga hér Ijóð,
og láta það fljúga með blænum.
Svo óll megið kennayl frá þeim óð,
sem andblœ frá jörð eða sœnum.
Því aldnir þeir eiga svo eldlegan móð,
sem alföður senda í bænum.
Og klúbburinnykkar, hann kemur til vor,
að kæra og hressa vorn anda.
Þá elli við gleymum og enn sínum þor,
að iðka þann hugljúfa vanda.
Og hljómsveitin laðarfram Ijúfasta vor,
sem litrófið fjarlægra stranda.
Hrafnistu 19/3. 1976
Já heillykkur bræður, sem hnýlið þann krans,
að hlynna að veikum og hrjáðum.
Og komið til aldraðra, konu og manns,
sem hverfa af sviðinu bráðum.
Enn, meðan andinn er heill,
þá erum við frjáls og orka í huga og ráðum.
Ég kenna vil þakkir af kærleikans móð,
þið komið að styðja og gleðja.
Af örlæti gefið úr eigin sjóð,
það allt til liknandi þarfa.
Að báli hún verði, sú blessaða glóð
og beriykkur þrótt til að starfa.
70 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ