Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 15
Þann 23. október í haust fagnar
Sjómannafélag Reykjavíkur 80 ára
afmœli sínu. Sjómannadagsblaðið
mmnist afmœlisins með því að helga
fölaginu drjúgan hluta af efhi sínu í ár
°g viU svo ánœgjulega til aðþað er líkt og
þráðurinn sé tekinn upp að nýju frá því
ífyrra - en þá fjallaði blaðið ítarlega um
Bárufélögin í tilefhi þess að öld var liðin
fiá stofnun þeirra. En Bárufélögin voru
sem kunnugt er forveri Hásetafélags
Rtykjavíkur ogþar með Sjómannafélags
Reykjavíkur. - Þó höfiim við nokkuð
annan hátt á nú er við minnumst
afmalis Sjómannafélagsins. Þótt stutt-
lega sé hér fjallað um aðdragandann að
fölagsstofinuninni og vikið að fáeinum
merkisáfóngum, vekjum við einkum
athygli á þessum tímamótum með
viðtölum við forystumenn og gamlar
kempur úr félagsstarfinu. Þessir menn
eru Jónas Garðarsson formaður,
Guðmundur Hallvarðsson fyrrum fior-
maður og nú ritari, Birgir Björgvinsson
gjaldkeri, Gunnar Eiríksson stjórnar-
maður og Halldór S. Pétursson trú-
naðarráðsmaður.
Aðdragandinn að stofnun
sjómannafélags
Eins og við röktum í Sjómanna-
dagsblaðinu á fyrra ári liðu Báru-
félögin undir lok árið 1909, eftir að
hafa starfað lengur og skemur í alls sjö
verstöðvum við Faxaflóa allt frá 1894.
Það voru einkum sjómenn á þil-
skipunum sem fylltu raðir Báru-
félagsmanna, en um það leyti sem
félögin liðu undir lok fór þilskipaút-
gerð hnignandi um leið og togurum
fjölgaði.
Togurunum fylgdu breyttir útgerðar-
hættir og breytt sjómannslíf og breytt-
ur hugsunarháttur. Pólitíkin með
þeirri stéttabaráttu sem henni fylgdi
þjappaði hásetum saman og festi með
þeim félagsskap til baráttu fyrir bætt-
um kjörum með meiri festu en í
Bárufélögunum, enda voru sumir
fyrirmannanna pólitískir baráttu-
menn. Tvennum sögum fer af tildrög-
unum að stofnun Hásetafélagsins.
I bók Skúla Þórðarsonar: „50 ára
starfssaga Sjómannafélags Reykja-
víkur“ segir svo:
„Sá sem fyrstur hóf starf að stofnun
nýrra sjómannasamtaka var Jón
Guðnason, þá háseti á botnvörp-
ungnum Nirði. Fyrri hluta október-
mánaðar var hann í landi og vann þá
að því að hvetja menn til framkvæmda
og þáttöku í stofnun sjómannafélags.
Ráðgaðist hann þá bæði við Ólaf
Friðriksson og Jónas frá Hriflu, en
þeir voru báðir mjög hlynntir
hugmyndinni og studdu Jón Guðna-
son sem mest þeir máttu.“
Heimi Þorleifssyni segist aftur á móti
svo frá í bók sinni „Saga íslenskrar
togaraútgerðar fram til 1917“:
„Frumkvöðlar að stofnun þess voru
togarahásetarnir Jón Guðnason og
Hjörtur Guðbrandsson, báðir á botn-
vörpungnum Nirði. Þeir höfðu rætt
sín á milli og við skipsfélaga sína um
nauðsyn þess að stofna félög með
hásetum.
Um haustið 1915 hittu þeir Finn
sjömannadagsblaðið
15