Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 22

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 22
„Það eru einkum fiskverðsmálin sem á okkur brenna núna" Rætt við Jónas Garðarsson formann Sjómannafélags Reykjavíkur í tilefni af væntanlegu 80 ára afmæli félagsins Jónas Garðarsson: „Þar eru karlarnir okkar iðulega að fá um það bil helmingþess sem greitt er á mörkuðunum. “ (Ljósm. Sjómannadagsblaðið/ Björn Pálsson) Jónas Garðarson tók við embœtti for- manns Sjómannafélags Reykjavtkur í október 1994 af Guðmundi Hall- varðssyni. Jónas befur langa reynslu af störfum í félaginu en hann hefur starfað þar frá árinu 1982 og löngum verið í stjórn þess, lengst af gjaldkeri. Hann er afsjómönnum kominn og byrjaði 17 ára á sjó á farskipum og var lengi á frysti- skipum. Framan af hafði hann því ekki mikinn tíma aflögu til þess að sinna félagsstörfiim, en nú hefur orðið breyting á. Jónas er 39 ára gamall Reykvíkingur, og eru foreldar hans Marta Jónasdóttir og Garðar Bjarnason. Hann er fulltrúi þeirra ungu manna sem nú eru óðum að taka við af þeim eldri í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar. Við ratddum við Jónas um stöðu sjómanna eins og hún blastir nú við, en spyrjum þó fyrst hve margir félagar séu í Sjómannafélagi Reykjavíkur. „Ég held að virkir félagar séu um 600 manns núna“ segir Jónas. „Félögum hafði farið fækkandi þar til fyrir tveimur árum, en þá tók þeim að fjölga nokkuð á ný og var ástæðan ekki síst sú að mönnum hefur fjölgað á þessum stóru frystiskipum sem gerð eru út héðan frá Reykjavík. En svo við víkjum að þeim málum sem helst brenna á okkur í dag, þá er þar fyrst að telja fiskverðsmálin. Þá á ég við ísfisk sem skipin landa í eigin vinnslustöðvar, þannig að vinnslan og útgerðin eru á sömu hendi. Þar eru karlarnir okkar á skipunum að fá svona holt og bolt sem svarar hálfvirði þess verðs sem gerist á mörkuðunum. Færi allur ísfiskafli sem veiðist á markaðina þá mundi verðið að vísu eitthvað lækka til þess að byrja með, en það mundi jafnast fyrr en varði. En ég tel að þetta sé það sem koma skal þótt útgerðarmenn hafi brugðist við með öllum tiltækum ráðum til þess að kom í veg fyrir þetta. Fyrir nokkru vorum við að ræða við fiskvinnslu sem á ekki útgerð um að bjóða í afla sem var að koma til löndunar.“ Krafan er að við fáum hæsta gangverð „Eru nú komin upp fjögur eða fimm dæmi þess að þetta sé gert og á þeim forsendum höfum við krafist að í kjarasamningum verði getið um að við eigum að fá hæsta gangverð - en ekki eitthvert verð sem vinnslurnar ákveða einhliða. Fiskmarkaðirinir hafa tekið þátt í þessu með sjómönnum, en nU hefur verið komið í veg fyrir það- Útgerðarmönnum hefur einhvern veg' inn tekist að loka markaðskerfinu þannig að ekki er hægt að framkvæma þetta. En á næstu vikum verðut dómtekið mál þar sem mun reyna á hvort sú grein sem við beitum gegU 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.