Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 30
Hjörleifi yfir til okkar og spurðu hvort
það væri rétt að ég væri þarna um
borð? Félagar mínir kváðu svo vera og
voru þeir þá beðnir að gefa út sérstaka
tilkynningu þegar ég kæmi með þeim
næst. Þá ætluðu þeir að taka sér frí, því
ég væri slík bölvuð óveðurskráka!
Síðar var ég á Kyndli, strandferða-
skipunum og stýrimaður á Jökul-
fellinu, sem sigldi til Bandaríkjanna.
Þarna fékk ég að nýju seltu í hárið og
blik í augun, en fyrst og fremst vissi ég
nú betur hvað um var að ræða þegar
að kjarasamningviðræðum kom. Það
er hverjum manni nauðsynlegt sem
starfar íyrir verkalýðshreyfinguna að
gleyma ekki uppruna sínum, og
þekkja kjör sinna manna til hlítar. En
þó var það viðtalið við þennan unga
mann sem ég gat um og kom og ræddi
hressilega við mig á skrifstofunni að ég
tók fram gamla sjópokann að nýju.“
Breytingar á högum farmanna
„Hvað kaupskipaflotann snertir hefur
óskapleg breyting átt sér stað frá 1972.
Eimskip tók upp þá stefnu að hafa
skipin færri en stærri og þróunin varð
lík hjá fleiri skipafélögum og á þessum
árum eru margar kaupskipaútgerðir
búnar að koma og fara. Menn voru
margir að reyna nýjar leiðir og ekki
alltaf með góðum árangri né
afleiðingum. Þróunin hefur verið með
því móti að ekkert stéttarfélag far-
manna hefur ráðið við hana. Þar á
meðal má nefna það er skipafélögin
fóru að taka erlend skip á leigu og
manna þau erlendum sjómönnum. Að
öðrum félögum ólöstuðum held ég að
Sjómannafélag Reykjavíkur hafi reynt
að standa allra félaga fastast í ístaðinu
gegn þessu. Má þar nefna það er slíkt
leiguskip kom til Hafnarfjarðar og
Sjómannafélagsmenn komu á
vettvang og hugðust gera þeim
ómögulegt að binda skipið við brygg-
ju. Dreif að tugi manna hvarvetna að
til þess að taka þátt í þessu með okkur.
Þarna held ég að allur almenningur
hafi fyrst áttað sig til fulls á hvað um
var að vera og við fengum almennings-
álitið með okkur.
Er að kjörum farmanna kemur höfum
við lengi litið talsvert til hafnarverka-
manna og gert sambærilegar kröfur og
þeir, þótt við að vísu höfum alltaf
viljað fá fram launakjör þar sem mat
væri lagt á fjarveruna að heiman og
einangrunina sem fylgir starfi sjó-
mannsins. Þetta var að vísu eitt sinn
gert þegar gerðadómur var látinn skera
úr um kjör farmanna — en þegar að
efndunum kom treystu dómarar sér
ekki til að meta þessa tvo fyrrnefndu
þætti. Annars hafa stjórnvöld allt of
oft gripið til gerðadóms eða laga-
setningar varðandi kjör farmanna og á
það við um kjör fiskimanna einnig.
Annars er það ásamt öðru um kjör far-
manna að segja að þeir njóta nú sam-
bærilegra trygginga og fiskimenn. I
mikilli kjarasamningalotu 1977
náðum við kaupi þeirra upp um 48%,
en verðbólgan var svo fljót að éta þessa
miklu kjarabót upp að fyrr en varði
stóðu menn í sömu sporum.
I þessum samningum fengust líka
fram verulegar starfsaldurshækkanir,
þannig að farmaður sem hafði siglt í
tíu ár var nú með 21 % betra kaup en
háseti á byrjunarlaunum. Nú er svo
komið að menn fá starfsaldurs-
hækkanir fyrr en þarna var samið um.
Og ekki má gleyma hve aðbúnaður
farmanna er nú langtum betri á nýju
skipunum, enda þarf svo að vera því
sjómaðurinn er fangi síns vinnustaðar.
Ég er líka ánægður með að hafa átt
þátt í því að sú venja var aflögð með
lögum á árunum 1975-77 að yfir-
menn og undirmenn skyldu hafa
hvorir sinn borðsal og setustofu. Ég
hafði veitt því athygli hve þessar
vistarverur háseta voru óvistlegri og að
auki hafði tíðarandinn breyst þannig
að öll samskipti manna um borð voru
orðin frjálslegri. Sé skipstjóri maður til
þess að hafa töglin og hagldirnar um
borð í sínu skipi, þá minnkar hann á
engan hátt við það að sitja til borðs
með hásetum sínum.“—
„Ég hef nú drepið á ýmislegt sem mér
er minnisstætt frá formannstíð minni.
A síðasta aðalfundi tók við embættinu
af mér Jónas Garðarsson, en ég settist
í sæti ritara. Vonast ég til að eiga jafn
gott samstarf við félaga mína og alla
tíð áður og veit að þetta félag á sér
langa framtíð því jafnan eru nóg
úrlausnarefni. Á þessum tímamótum
óska ég Sjómannafélagi Reykjavíkur
og öllum félagsmönnum þess heilla og
árangursríkrar baráttu fyrir velferð sjó-
mannastéttarinar.
30
SJÓMANNADAGSBLAÐIP