Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 38
„diplómata“-nótum heldur sagt það sem mér býr í brjósti á góðu og gildu sjómannamáli. Verður þá að hafa þótt sumum svíði það.“ Fiskimenn eru nú Ioks að koma til liðs við okkur „En ég vil nefna að í þessari baráttu er það okkur geysilegur styrkur að sú breyting hefur átt sér stað að fiski- menn eru farnir að leggja leið sína hingað til okkar á skrifstofuna í miklu ríkara mæli en var. Þar ræður atvinnu- ástandið að vísu talsverðu, en breyt- ingin er stórkostlegt fagnaðarefni eftir sem áður. Hún er merki um að fiski- mennirnir - sem héldu sig alltaf miklu fjær félaginu en til dæmis farmenn og aðrir - séu loks að koma með okkur. Við það styrkist félagið óumræðilega mikið. Ég man það frá því er ég var sjálfur á fiskibátunum að menn voru ódegir við að rífa kjaft í messanum og skamma Sjómannafélagið fyrir aðgerðaleysi - en létu félagið aldrei frá sér heyra. Þeir steinþögnuðu eftir að þeir komu upp úr messanum eða lúkarnum. En hvernig áttu menn hjá Sjómanna- félaginu að gera eitthvað í málum sem þeir aldrei heyrðu afi!“ Samstaðan meiri meðal farmanna „A því leikur enginn vafi að útgerðar- menn hafa notfært sér erfitt atvinnu- ástand og sagt við þá sem óánægðir eru að þeir skuli þá bara taka pokann sinn og fara annað. Þetta hefur sérstaklega átt við um fiskiskipa- flotann, því hver svo sem ástæðan er hefur samstaða fiskimanna aldrei verið jafn sterk og farmanna. Væri brotið á manni á farskipi og maður héðan frá félaginu fór um borð í skipið, mátti reiða sig á að allir lögðu undir eins niður vinnu uns leiðrétting fékkst. En á fiskiskipunum hefur þetta ekki reynst jafn auðvelt. Fiskimennirnir eru einhvern veginn miklu meira undir hamrinum og tregari til aðgerða. Kannski grunar okkur hver skýringin er, en ég læt hjá líða að tíunda þær grunsemdir. En vonandi kemur að því að fiskimenn skilji að það er einmitt samheldnin sem yfirvinnur allt. Þær vonir styrkjast eftir því sem fleiri af þeim leggja leið sína til okkar - segi okkur af högum sínum og skammi okkur! Við erum ekkert brothættir hérna!“ Samstaða fiskimanna og farmanna „Sem kunnugt er þá skiptist Sjómannafélag Reyjavíkur í farmanna- deild og fiskimannadeild og þær halda fundi hvor í sínu lagi um áramót. En í rauninni eru baráttumálin svo keimlík að ég vil að deildirnar hittist á sameiginlegum fundum og menn kynnist högum hver annarra. Til dæmis halda margir fiskimenn að störfin á frögturunum séu ekkert annað en dútl - en raunin er sú að þar er síst minna púlað en á fiskiríinu! Sem betur fer eru farmenn og fiski- menn farnir að kynnast dálítið hér á skrifstofunni, en ég vil að þeir sameini kraftana betur og af alvöru - því þetta er allt hörkulið... Eg vil minna á að það voru fragtaramenn sem eitt sinn leystu togaraverkfall með því að hóta samúðarverkfalli. Þar með var höggvið á hnútinn! Slíka samtöðu vil ég sjá aukast og verða varanlega.“ Hjá Sjómannafélaginu þiggjum við sömu laun og félagsmenn okkar „Eg ligg ekki á þeirri skoðun minni að verkalýðsforystan hér á landi sé að miklum hluta liðónýt. Það gengur ekki að menn sem þiggja þrjú- til fjögur hundruð þúsund krónur í laun séu málsvarar manna með hundrað þúsund króna laun. Sem betur fer hefur því verið svo háttað hér hjá Sjómannafélaginu að við erum á sömu launum og strákarnir á skipunum - þar á meðal ég. Þannig varðveita Birgir Björgvinsson: „Vonandi kemur öO því að fiskimenn skilji að það er einmitt samheldnin sem yfirvinnur allt. “ (Ljósin- Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson). menn tilfinninguna fyrir þeim kjörurn sem félagsmennirnir búa við. Þá er ég andvígur því að menn sem starfa að verkalýðsmálum fari að skipta sér af pólitík. Þá er farið að þrýsta á þá af ýmsum aðilum og mikil hætta er á að þeir geri sér ekki grein fyrir því sjálfir Þetta hef ég sagt við okkar menn hér og þegar Ogmundur Jónasson heldur að hann berjist betur fyrir BSRB a Alþingi en utan þess, þá held ég að hann sé á villigötum. Mér hefur sjálf' um boðist að taka sæti á lista í póli' tískum flokki en hafnað því með öllu vegna þessarar sannfæringar minnar. Kannski er ég grimmari í skoðunum hvað þetta varðar en sumir félagar mínir, og má vera að það sé vegna þesS hve skammur tími er frá því er ég var sjálfur á sjónum. En frá þessu hvika ég ekki.“ „Að lokum vil ég aðeins ítreka við fél' aga mína að þeir láti sjá sig hér á skrif' stofunni sem mest og oftast og segi hug sinn. Að svo mæltu færi ég þeim árnaðaróskir og baráttukveðjur okkaf starfsmanna í tilefni af 80 ára afmadi félags þeirra - og vona að þeir gleyrrU aldrei að félagið er fyrst og fremst þeU sjálfir." Atli Magnússon 38 SJÓMANNADAGSBLAEhP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.