Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 41
^esta skip sem ég hef verið á, en þar Var ég næstu þrjú árin.“ Ögri — þriggja ára „frí" á fragtara »Þá vildi svo til að stýrimaðurinn á Sigurði, Brynjólfur Halldórsson, kallar mig á eintal einn daginn og spyr hvort ég vilji ekki koma með sér yfir á nýtt skip. Honum hafði verið boðin þar skipstjórastaða og var það enn ttunaðarmál er þarna var komið sögu. En skipið var Ögri. Ég sló til og vann sumarið 1972 í landi við að útbúa x eiðarfærin handa skipinu og flaug svo ut til Póllands um haustið að sækja það. Heim komum við þann 13. desember og héldum á veiðar kl. 14-00 á annan í jólum! Þt ekki að orðlengja það að á Ögra var eg næstu sjö eða átta árin. En þá tók ég j^ét „frí.“ Ég hugsaði sem svo að °minn væri tími til að breyta til frá t°gveiðunum og fór í þrjú ár á flakk á mu fragtskipi, Vesturlandinu. En mér tkaði ekki farmannslífið, líklega vegna Pess hve samgróinn ég var orðinn tog- aralífinu og fiskiríinu. Ég réði mig því a Þ'tinn skuttogara, Ásgeir, og var þar í j^o ár. En þá má segja að orðið hafi ttgarfarsbreyting hjá mér - og ég sótti a ný um pláss á Ögra. Plássið stóð mér nPÍð og þar var ég allt til þess er ég ætti á sjónum 1988. Fannst mér þá komið enda var ég orðinn 65 ára. 8 gerðist nú vaktmaður hjá nusíma Islands og var þar í fjögur ár eða allt til þess tíma þegar ég var tekinn í fyrsta skipti á ævinnif!) og var astæðan sú að ég var orðinn sjötugur.“ ^gum allt undi r einum manni komið ” e8ar ég lít yfir langan sjómsnnaferil lnn ég að ég hef verið lánsamur og a tlrei orðið fyrir slysi né öðrum áföll- Urn- Það þakka ég einkum að ég hef verið nteð mjög góðum mönnum og einkum hef ég verið heppinn með skipstjóra. Þeir hafa verið afburðasjó- menn og ég vil lýsa þeirri skoðun minni að við sjómenn eigum allt undir einum manni komið - og hann er skipstjórinn! En það sem veldur mér áhyggjum nú er sú mannafækkun sem blasir við á skipunum, jafnt á fiskiskipunum sem á fragtskipunum. Með slíku móti er ekki hægt að gera sömu kröfur og áður þegar skipin voru full af mönnum. Þá er augljóst að eftir því sem mönn- unum fækkar eykst slysatíðnin. Þegar menn eru farnir að standa í tíma og ótíma, þreyttir og slæptir, dvínar aðgátin - rétt eins og meiri hætta er á að örþreyttur ökumaður lendi í óhappi en sá sem er vel hvíldur.“ Harður gagnrýnandi og sjálf- sagt oft óvæginn „Það hefur verið um 1970 að ég tók að skipta mér af starfi Sjómannafélagsins af alvöru og líta oftar við á skrifstof- unni, enda börnin þá flest vaxin úr grasi og tómstundir fleiri. Ég var harður gagnrýnandi og sjálfsagt oft óvæginn, sérstaklega meðan Hilmar Jónsson var formaður. En þegar Hilmar hætti og Guðmundur Hall- varðsson tók við breyttist margt og til bóta að mér fannst. Til dæmis byrjaði hann á því að taka starfandi og ferska menn inn í samninganefnd, hlustaði á okkur og lagði sig fram um að kynna sér hvað við vildum. Þessi þróun hefur haldið áfram og æ fleiri starfandi menn, einkum fiskimenn, eru farnir að koma á skrifstofuna og sýna starfinu ósvikinn áhuga. En andrúmsloftið í þjóðfélaginu finn ég að er breytt frá því því sem fyrr var. Nú eru það fyrst og fremst peninga - sjónarmiðin sem ráða ferðinni og fyrir vikið er þjóðfélagið orðið harðara og óvægnara. Um leið hafa félags- sjónarmiðin orðið að víkja. Þá er önnur staðreynd, sem við þurfum þó ekki að kvarta yfir í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en sjáum svo víða í þes- sum félagslega geira - og á ég þá við verkalýðsfélögin. I of mörgum þeirra sitja forystumennirnir allt of lengi - þótt ég nefni engin nöfn. Þarna þarf að skipta út og fá nýja menn og fersk- ari. Til dæmis er stór munur á fimm- tugum manni og sjötugum. Hjá okkur er nú kominn ungur og frískur formaður, Jónas Garðarsson, og við væntum okkur mikils af honum og óskum honum gæfu og árangurs í embætti. En það er ekki auðvelt verk að vera bæði vinsæll og halda af einurð á hagsmunamálum okkar sjómanna. Þar er enginn hægðarleikur að sigla í milli skers og báru.“ Fagna að sem flest sjónarmið komi fram „Eins og fram hefur komið hef ég nú setið í stjórn í fjögur ár og áður í samninganefndum og lengi í trúnaðarmannaráði. Samstarfið hefur verið mjög gott, þótt ekki hafi allir alltaf verið á einu máli. En því ber aðeins að fagna að sem flest sjónarmið komi fram, séu þau borin fram af sanngirni. En alltaf er það meiri- hlutinn sem ræður. Enn ég vil láta það koma fram að ég hef aldrei verið maður Sjómanna- sambandsins. Ég er kominn á það sem margir verkalýðssforingjar hafa sagt: „Nú semjum við heima!“ - eins og til dæmis Vestfnðingar hafa gert. Við viljum ekki hafa þetta allt á einni hendi eins og hér í Reykjavík og það held ég að sé af því góða. Því var ég ekki sáttur við stjórn Sjómanna- félagsins þegar það gekk í Sjómanna- sambandið. Þótt forsendur væru breyttar og nýr formaður þá vildi ég meina að þótt það sé að vísu erfitt að standa einn, þá mun sigurinn nást ef félagið allt er einhuga. En að láta marga menn og stóra hópa fjalla um þessi mál er mikið þyngra í vöfum. ^Vannadagsblaðið 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.