Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 44
Ungur maður hleypir heim-
draganum
„Eins og ég sagði hófst sjómennskufer-
ill minn þegar ég var 13 ára. Þá réði ég
mig á bát úr Innri Njarðvíkinni sem
Keilir hét og var ég hjá þeim uppundir
ár. Mig minnir að hann hafi verið
mældur 15 tonn. I honum var feik-
namikil vél og við stunduðum línu og
snurvoð — en því miður var aflinn
hreint og beint enginn. Ég réði mig
því þessu næst til Magnúsar í
Höskuldarkoti en hann var með bát í
Ytri Njarðvík sem Freyja hét. Við
stunduðum reknet og snurvoð og
þetta gekk vel og var gott að vera með
Magnúsi.
Loks er það 1939 að ég ræð mig á tog-
arann Venus og hleypti ég þá heim-
draganum að fullu, því skipið var gert
út frá Hafnarfirði. Skipstjórinn var
Vilhjálmur Arnason. Lífið um borð
var með þeim hætti að það þýðir ekki
að segja ungum mönnum núna frá
því, því ég stundaði sjó það lengi að ég
komst á skuttogarana. Strákarnir á
skuttogurunum sögðu að ég skyldi
ekki vera að þessari bölvaðri lygi -
enginn mundi láta bjóða sér slíkt strit.
Ég var þá ekki að ræða þetta við þá
meira þar sem það gagnaði ekkert. Við
stóðum alltaf tólf tíma og ef híft var á
matmálstímum vorum við látnir
standa meðan hinir borðuðu. En
enginn lét á öðru bera en að þeir væru
ánægðir með þetta.“
Ellefu reknir eftir einn túr
„Menn reyndu líka að halda í plássið
sitt á þessum árum því aldrei voru
færri en tveir reknir eftir hvern túr —
og einu sinni man ég að ellefu voru
látnir fara! Menn unnu líka eins og
skepnur og ég hélt alltaf að hver túr
yrði minn síðasti. Þegar ég kom af
vakt megnaði ég ekki meira en fara úr
stígvélunum og fleygja mér svo upp í
kojuna í öllu göslinu.
Vélbáturinn Keilir.
Vilhjálmur var ágætur skipstjóri.
Hann sagði ekki mikið enda fannst
mönnum að ef hann hóstaði ættu
menn von á að fá hníf í sig. Svona
voru karlarnir hræddir við hann.
Hann var slíkur persónuleiki en
úrræða- og raungóður maður samt.
Áhöfnin í saltfisktúrunum var yfir
þrjátíu manns og helst fiskuðum við á
þessum hefðbundnu slóðum, hér á
bönkunum og á Halanum. Og það var
nóg að starfa því aldrei sást í fjalirnar
hjá honum Vilhjálmi. Alltaf mok.
Á Venusi var ég í eitt ár, en þá fékk ég
guluna og varð að fara í land. Gulan er
„Þegar ég kom af vakt megnaði ég ekki
meira en að fara úr stígvélunum og fleygja
mér uppí kojuna í öllu göslinu. “
andstyggðarsjúkdómur og get ég ekki
lýst henni betur en svo að maður varð
eins og Kínverji í framan - varð
heiðgulur og svo tók að falla af manni
hreistur. Á meðan ég lá veikur var ég
heima hjá mömmu en hún bjó 1
Reykjavík og vann í skógerð. Annars
sá ég fyrir henni að mestu meðan ég
var á togurunum."
Siglingar á stríðsárum
„Næst réð ég mig á togarann Helgafell
og mun það hafa verið 1942-
Skipstjórinn var Þórður Hjörleifsson-
Á Helgafellinu var ég í fimm ár og
sigldi oftsinnis á stríðsárunum — fyrst
til Fleetwood en síðan til Grimsby og
Hull. Ekki urðum við mikið varir við
stríðsátökin, helst var það tundur'
dufladraslið. Við fórum inn til
Scrapster og fengum þar kort til þess
að sigla eftir síðasta spölinn í fylg^
með korvettum. Einu sinni lágum við
í fjóra daga í Grimsby meðan við
vorum að bíða eftir skipalest og þaðan
sáum við til tundurduflaslæðaranna-
Drullugusurnar þeyttust hátt í 1°^
upp þegar duflin sprungu.
Einu sinni vorum við að næturlagi 1
skipalest og vorum komnir á móts við
Aberdeen þegar vart varð við flugvélan
Þá varð allt skyndilega bjart eins og
um dag og skipti engum togum að
44
SJÓMANNADAGSBLAÐIÉ