Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 44

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 44
Ungur maður hleypir heim- draganum „Eins og ég sagði hófst sjómennskufer- ill minn þegar ég var 13 ára. Þá réði ég mig á bát úr Innri Njarðvíkinni sem Keilir hét og var ég hjá þeim uppundir ár. Mig minnir að hann hafi verið mældur 15 tonn. I honum var feik- namikil vél og við stunduðum línu og snurvoð — en því miður var aflinn hreint og beint enginn. Ég réði mig því þessu næst til Magnúsar í Höskuldarkoti en hann var með bát í Ytri Njarðvík sem Freyja hét. Við stunduðum reknet og snurvoð og þetta gekk vel og var gott að vera með Magnúsi. Loks er það 1939 að ég ræð mig á tog- arann Venus og hleypti ég þá heim- draganum að fullu, því skipið var gert út frá Hafnarfirði. Skipstjórinn var Vilhjálmur Arnason. Lífið um borð var með þeim hætti að það þýðir ekki að segja ungum mönnum núna frá því, því ég stundaði sjó það lengi að ég komst á skuttogarana. Strákarnir á skuttogurunum sögðu að ég skyldi ekki vera að þessari bölvaðri lygi - enginn mundi láta bjóða sér slíkt strit. Ég var þá ekki að ræða þetta við þá meira þar sem það gagnaði ekkert. Við stóðum alltaf tólf tíma og ef híft var á matmálstímum vorum við látnir standa meðan hinir borðuðu. En enginn lét á öðru bera en að þeir væru ánægðir með þetta.“ Ellefu reknir eftir einn túr „Menn reyndu líka að halda í plássið sitt á þessum árum því aldrei voru færri en tveir reknir eftir hvern túr — og einu sinni man ég að ellefu voru látnir fara! Menn unnu líka eins og skepnur og ég hélt alltaf að hver túr yrði minn síðasti. Þegar ég kom af vakt megnaði ég ekki meira en fara úr stígvélunum og fleygja mér svo upp í kojuna í öllu göslinu. Vélbáturinn Keilir. Vilhjálmur var ágætur skipstjóri. Hann sagði ekki mikið enda fannst mönnum að ef hann hóstaði ættu menn von á að fá hníf í sig. Svona voru karlarnir hræddir við hann. Hann var slíkur persónuleiki en úrræða- og raungóður maður samt. Áhöfnin í saltfisktúrunum var yfir þrjátíu manns og helst fiskuðum við á þessum hefðbundnu slóðum, hér á bönkunum og á Halanum. Og það var nóg að starfa því aldrei sást í fjalirnar hjá honum Vilhjálmi. Alltaf mok. Á Venusi var ég í eitt ár, en þá fékk ég guluna og varð að fara í land. Gulan er „Þegar ég kom af vakt megnaði ég ekki meira en að fara úr stígvélunum og fleygja mér uppí kojuna í öllu göslinu. “ andstyggðarsjúkdómur og get ég ekki lýst henni betur en svo að maður varð eins og Kínverji í framan - varð heiðgulur og svo tók að falla af manni hreistur. Á meðan ég lá veikur var ég heima hjá mömmu en hún bjó 1 Reykjavík og vann í skógerð. Annars sá ég fyrir henni að mestu meðan ég var á togurunum." Siglingar á stríðsárum „Næst réð ég mig á togarann Helgafell og mun það hafa verið 1942- Skipstjórinn var Þórður Hjörleifsson- Á Helgafellinu var ég í fimm ár og sigldi oftsinnis á stríðsárunum — fyrst til Fleetwood en síðan til Grimsby og Hull. Ekki urðum við mikið varir við stríðsátökin, helst var það tundur' dufladraslið. Við fórum inn til Scrapster og fengum þar kort til þess að sigla eftir síðasta spölinn í fylg^ með korvettum. Einu sinni lágum við í fjóra daga í Grimsby meðan við vorum að bíða eftir skipalest og þaðan sáum við til tundurduflaslæðaranna- Drullugusurnar þeyttust hátt í 1°^ upp þegar duflin sprungu. Einu sinni vorum við að næturlagi 1 skipalest og vorum komnir á móts við Aberdeen þegar vart varð við flugvélan Þá varð allt skyndilega bjart eins og um dag og skipti engum togum að 44 SJÓMANNADAGSBLAÐIÉ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.