Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 46
hvernig hann náfölnar og hrópar um leið og hann kippir upp fótunum: „Guð almáttugur hjálpi mér!“ Eg starði á hann alveg undrandi og senn kom í ljós að það var þá svartfuglinn sem hlaupið hafði yfir fæturnar á honum og hann taldi að væri rotta. Oft var hlegið að þessu atviki, en aldrei hef ég skilið hvernig svo stór og sterkur maður gat hræðst jafn lítið kvikindi og rottu.“ Innan línu „Oft fékkst góður afli við Þormóðsskerið og hart sótt þangað. Við fengum stundum 180 og upp í 220 stykki í net. Ekkert var þó að koma þessu upp í bátinn en gamanið kárnaði þegar koma átti þessu í land. Tínt var úr lest upp á dekk, af dekki upp á bryggju og af bryggju upp á bíl - og þessi fiskur var ekki nein kóð - stór og vænn.“ Þegar ég var með Magnúsi fiskuðum við mikið við Eldeyna því þar var enginn kunnugri en hann og þar aust- ur með ströndinni. Magnús átti til að bregða sér „inn fyrir línu“ og man ég eftir því þegar við eitt sinn ætluðum að fara að kasta út af Melnum við Vestmannaeyjar að við sjáum hvar varðskipið kemur. Skipstjórinn var Sigurður Arnason og hann stoppar og kallar yfir til okkar: „Þú ætlar þó ekki að fara að kasta hérna Magnús?“ „Nei, það get ég guðsvarið,“ ansar Magnús, „því ég veit vel að ég er í landhelgi." Segir þá Sigurður: „Þú lýgur alltaf að mér Magnús, nema hvað að einu sinni trúði ég þér. Eg hitti þig niðri á Granda og þú varst hífaður og sagðir mér þá að þú værir alltaf í landhelgi. I það skipti trúði ég þér.“ En Magnús lét sér hvergi bregða: „Vertu ekki með þessa vitleysu, Sigurður. Haltu bara áfram austur því ég er alveg viss um að Vestmannaeyingarnir eru allir inni á Víkinni núna!“ Hinn gat ekki annað en hlegið, setti á fulla ferð og fór aust- ur. En ekki var hann fyrr horfinn en við köstuðum! Það var merkilegt með hann Magnús hve glöggur hann var að þekkja varðskipin þótt í myrkri væri og þau langt í burtu. Einu sinni spurði ég hann að því hvernig hann gæti þetta. „Nú, sjáðu Ijósin á honum þessum,“ svarar Magnús þá. „Taktu eftir stýringunni.“ Hann var með þetta alveg á hreinu. Einu sinni vorum við úti af Dýrafirði þegar Magnús segir: „Nú, hífið þið strax! Það er að koma varðskip.“ Við sjáum raunar að það er að koma eitthvert skip út úr ísa- fjarðardjúpinu og þegar við höfum híft spyr ég Magga: „Hvernig geturðu séð að þetta er varðskip?“ „Líttu í radarinn, Dóri“ svarar Magnús. „Sérðu ekki hvernig það koma þarna truflanir eins og þrjár örvar.“ Þetta var þá frá radarnum á varðskipinu og þessu hafði Magnús áttað sig á! Eitt sinn rerum við á línu frá Grindavík og þar sem við höfðum engan fastan kokk annaðist Magnús matseldina. En ekki líkaði öllum kost- urinn og vélstjórinn fór alltaf upp í kaupfélag og keypti sér slátur og svið — sagði að ekkert væri að éta um borð. En eitt kvöldið — það var laugardagskvöld og við á leið til Reykjavíkur — blöskraði vél- stjóranum alveg. Magnús hafði sett egg í pott og var ætlast til að tvö egg kæmu á mann. Þá segir þessi vélstjóri: „Ég get ekki lifað af þessu, Magnús. Ég hef unnið í allan dag og fæ svo ekkert að éta.“ Þá lítur Magnús grafal- varlegur á hann og segir síðan: „Hvað segir þú Aðalsteinn! Þú sem ert nýbúinn að borða heilt egg!“ Farmaður í sextán ár „En allir góðir dagar taka enda og ég hætti á fiskibátunum og réð mig á tog- ara og var hann skuttogarinn Ver frá Akranesi. Þar var nú verklagið annað en á bátunum. í íyrsta túrnum sem ég fór var farið á Halann. Það var spegilsléttur sjór og fiskirí lítið og þegar ég fór að taka trollið fór ég ekki einu sinni úr inniskónum! Enginn kom að veiðarfærinu nema poka- mennirnir sem leystu frá og svo var það búið. Þá var nú líka munur a öllum siglingatækjunum, því allt það nýjasta var um borð. Eftir vist mfna á Ver fór ég á togarann Hjörleif hjá Bæjarútgerðinni og eftir það lá leiðin til Sambandsins. Hjn Sambandinu var ég í 16 ár og var alltaf á Dísarfellinu — það er að segja að ég fluttist yfir í hvert skipti sem nýtt Dísarfell kom. Við sigldum mesr á Norðurlöndin og fórum í eitt skipr' til Grikklands. Það voru talsverð viðbrigði fyrir mig að fara af fiskiskipunum og gerast fár- maður. Mér fannst of mikið um þvotta, málningarvinnu og slíkt. En allt vandist þetta. Félagar mínir á farskipunum voru prýðisnáungar og indælisdrengir upp til hópa og slíkt skiptir ekki litlu máli- Ef ég hugsa til allra þeirra skipsfélaga sem ég hef átt öll þessi ár þá mundi eg segja að togaramennirnir, einkum þelf gömlu, hafi verið hrjúfari þ.e.a.s. 3 sjónum. Þegar í land var komið reynd' ust þetta stökustu Ijúfmenni. En þegar út á sjó kom var eins og þeir yrðu ein' hvern veginn kaldari. Aðstæðurnar gáfu líka tilefni til þess, því stundum var allt á svarta kafi dögum saman. Félags- og tómstundastörf „Nei, mér datt aldrei í hug að fara 1 Stýrimannaskólann og taka skip' stjórnarpróf. Maður hafði svo mikið að gera — spýtti ekki út úr sér brenni' víni ef svo bar undir og spekúleraði ekki í neinum skólasetum. Því var eg lengst af háseti og lengi bátsmaður. En ég má til með að geta þess að fyr*r tveimur árum hætti ég að smakka vin- Ekki var það þó af neinni dyggð held' ur hvarf löngunin með öllu og ekk1 46 SJÓMANNADAGSBLAgjÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.