Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 49
„SKRÚFAN SNERIST ENN ÞEGAR
SKIPIÐ STAKKST NIÐUR„
Rætt við Geir J. Geirsson sem var 4. vélstjóri á Dettifossi
í hinstu för hans þann 21. febrúar 1945
Það var hinn 23. febrúar 1945 að sú
fiegn barst um landið að tveimur dögum
áðuy
eimskipið Dettifoss verið
skotið niður skammt undan strönd
Idands á heimleið frá Ameríku. Öll
Pjóðin varð harmi lostin, en af 45
^anna áhöfh skipsins höfðu 15 farist.
^ar áfallið því meira þar sem skammt
Var að minnast Goðafossslyssins hinn 10.
nóvember 1944. -
^egar að því kom að Sjómanna-
^agsblaðið vildi minnast þess að 50 ár
v°ru liðin fráþessum hörmulega atburði
leituðum við til Geirs J. Geirssonar, en
bann var 4. vélstjóri á Dettifossi í hin-
stu og örlagaríkustu ferð hans. Geir varð
Vet við ósk okkar um að rifra atbitrði
Þessa upp ogfer frásögn hans hér á eftir.
ȣi
'8 er feddur á Siglufirði þann 31.
° tóber 1917“ segir Geir „og vildi svo
1 að faðir minn, Geir Hróbjartsson,
ukknaði um mánuði áður en ég
æddist. Stóð móðir mín, Helga
&urðardóttir, þá ein uppi með mig,
P|í pabbi hafði verið á leiðinni heim
B þess að þau héldu brúðkaup sitt.
^fði hann haft meðferðis um borð í
'P^nu, sem var hútter að nafni
”Beautiful Star,“ ýmsa þá búsmuni
ena til þurfti svo þau gætu sett upp
eirni 1 i a Siglufirði. En það varð
®Bfei... Kútterinn hafði Geir Zoega
10 a leigu í því skyni að flytja
Urtarbrand frá Tjörnesi til Reykja-
Geir J. Geirsso?i: „En þá var sú raunin eftir
að koma þessari gríðarþungu blökk upp úr
bátnum... “
víkur. Á norðurleið hafði skipið komið
við á Isafirði og skyldi halda þaðan til
Siglufjarðar og þá til Tjörness. En
þegar til Isafjarðar kom þótti einsýnt
að hann væri að ganga upp í snar-
brjálað veður og reyndu margir að
telja skipstjóra hughvarf og fá hann til
að fresta siglingunni. En honum varð
ekki þokað — hann lét f haf og
spurðist ekki til skipsins eftir það...
Nú var ekki um annað að gera fyrir
móður mína en að fá sér einhverja
vinnu. Hún hafði fyrr á árum verið
vinnukona á Hrauni f Fljótum í
Skagafirði og æxlaðist svo til að hún
fékk þar vist að nýju. Ég hef verið
tveggja eða þriggja mánaða þegar hún
flutti með mig þangað og þar áttum
við heima að mestu leyti í sex ár. Þá
giftist hún og fluttist til Hesteyrar í
Jökulfjörðum, en maður hennar var
Jón Guðjónsson loftskeytamaður á
Hesteyri. Þetta mun hafa verið árið
1923 og var síldarverkunarstöð á
staðnum um þetta leyti. Þau móðir
mín og stjúpi minn eignuðust fjögur
börn og á ég því fjögur hálfsystkini.“
Vélsmíðanám á Þingeyrl - vél-
stjórapróf
„Á Hesteyri ólst ég upp til sextán ára
aldurs, en þá fór ég til Þingeyrar í
Dýrafirði og hóf vélsmíðanám í
smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar
þar, sem kunn var fyrir „Þingeyrar-
spilin“snurpuspilin og aðra fram-
leiðslu sína. Þar var ég í fjögur ár og
lauk náminu. Eftir það fór ég í
Vélskólann í Reykjavík. Ég hóf námið
árið 1938 og lauk því árið 1940 - en
þó ekki með full réttindi, þar sem ég
hafði ekki lokið námi við
Rafmagnsdeild skólans.
En þar sem fjárhagurinn var ekki
rúmur og stríðið hafið - sem menn
reiknuðu með að stæði ekki lengi - sló
ég þessum þætti námsins á frest og
réði mig eitt sumar á síldveiðar á línu-
veiðara sem 2. vélstjóri. Þá lá leið mín
á togara sem kyndari, en hann var
Skutull frá Isafirði. Á Skutli var ég í
þrjá eða fjóra mánuði, en þá bauðst
mér starf á Júpiter frá Hafnarfirði og
^^feNNADAGSBLAÐIÐ
49