Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 59
Qhuskip brennur eftir árás frá kafbáti. Myndin gefiir hugmynd um örlög Shirwan sem varð fyrir tundurskeyti rétt á undan Goðafossi. að sér væri næst skapi að stöðva og ^jajga þeim. En ég sagði að ég hefði Verið að hlusta á sendingar fylgdar- skipanna (í kafbátaárásum voru ekki n°tuð dulmálsskeyti né leynimerki ^eldur aðeins talað mælt mál) og hefði ákveðið skip verið að fá skipun um að )arga mönnunum. Sem betur fer reyndist þetta rétt — þótt ekki sé þar 111 e<á sagt að allir hafi fundist í því þfeifandi myrkri sem þarna var og kannske slokknað á lífbeltisljósinu hjá ejnhverjum. held að það hafi verið um borð í p°ðafossi að við urðum vitni að sorg- e8u atviki. Stýrimaðurinn sem var á vakt veitti athygli manrii sem var á Sangi á afturdekki skipsins fyrir fram- an okkur, en ekki var langt í milli ski eð; 'Panna — kannske hundrað metrar a svo. En skyndilega veit hann ekki v ft af en hann sér manninn henda sér vrir borð! Við stöðvuðum vélina og 'aið uppi fótur og fit. Maðurinn reyndist vera í lífbelti og lögðumst við að honum og drógum hann upp. Við V°rum á heimleið og kom hann með °kkur til Reykjavíkur, en var ekki aktaf með réttu ráði — taugarnar voru r°stnar. Svona hafði strfðið leikið ann illa. h; Eitt koi SInn um hábjartan dag er ég lá í °JU eftir næturvakt hrökk ég upp við það að skipið stansar og skrúfan er sett á fulla ferð aftur á bak. Ég hrökk við og hljóp upp að sjá hvað urn væri að vera. Reyndist þá skip að nafni Greenville sem var hlaðið farmi er átti að fara til hitaveitunnar í Reykjavík hafa orðið fyrir tundurskeyti og var að sökkva. Mun Eimskip hafa annast afgreiðslu þess eða haft það á leigu. Það hafði siglt rétt fyrir framan okkur og varð Goðafoss að bakka í mesta flýti svo við lentum ekki á flakinu. Mér er minnisstætt að sjórinn var þakinn bíldekkjum og öðrum varningi sem flaut upp um það bil sem Greenville hvarf í hafið. Sem betur fer sá ég að mennirnir höfðu náð að komast í báta og á fleka.“ Leitað skjóls í hafísnum „Satt að segja vorum við það óheppnir á Goðafossi að í nær hverri skipalest sem við sigldum með, bæði heiman og heim, var alltaf mikið um árásir. Þannig minnist ég einnar ferðar á Goðafossi, en þá vorum við á leið vest- ur. Sendir þá forystuskipið okkur tilkynningu um að ís sé framundan og skulum við beygja frá og taka nýja stefnu. Fremur þungt var í sjó. En skömmu síðar varð skip fyrir skoti og hélt skipalestin því inn að ísröndinni í von um að kafbátarnir þyrðu ekki eða gætu ekki athafnað sig innan um fsinn. Þetta var rekís og ekki mjög stórir jakar og sigldum við nú gegnum ísinn við ísröndina í tólf til fimmtán tíma. Veður var þá orðið mjög slæmt. Við sigldum inn í ísinn um kvöldið og héldum okkur þar um nóttina og er á leið lægði veður og batnaði, þótt enn væri þung alda. En skipalestin hafði tvístrast nokkuð og aðeins fá skip þarna í kringum okkur og héldum við nú út úr ísnum og hugðumst ná skipunum í forystu- lestinni. En ekki erum við fyrr komnir út úr ísnum en danskt skip varð fyrir skoti og það svo hastarlegu að við sáum aðeins afturendann á því: Hafði það brotnað í tvennt, framparturinn sokkið en afturhlutinn flaut. En þegar við komum til Reykjavíkur á ný var okkur sagt að ákveðið hefði verið að bjarga afturhluta skipsins og draga hann til Reykjavíkur. Dráttarbátnum sem fékk þetta hlutverk sóttist ferðin seint vegna illviðris og um síðir mun hafa verið gefin skipun um að skjóta þennan skipspart niður, enda yrði aldrei gert svo við skipið að það gagn- aðist í stríðinu... En við vorum svo heppnir að þegar við komum út úr ísnum sendir skip okkur fyrirspurn á ljósamorsi og spyr hvaða skip þetta sé. Við gáfum upp okkar númer, en í skipalestunum hafði hvert skip sitt númer, og spurðum á móti hvaða skip það væri sem spyrði. Reyndist þetta þá vera forystuskipið fyrir skipalestinni og náðum við til Halifax ásamt tíu eða ellefu skipum af fimmtíu eða sextíu. Hin höfðu ýmist komið fyrr eða seinna eða voru skotin niður... Þessi skipalest fór því mjög illa og ein- hvers staðar hef ég séð sögu hennar skráða. Tel ég þetta líka eina erfiðustu ferð okkar.“ 'S$HANNaDAGSBLAÐIÐ 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.