Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 59
Qhuskip brennur eftir árás frá kafbáti. Myndin gefiir hugmynd um örlög Shirwan sem varð
fyrir tundurskeyti rétt á undan Goðafossi.
að sér væri næst skapi að stöðva og
^jajga þeim. En ég sagði að ég hefði
Verið að hlusta á sendingar fylgdar-
skipanna (í kafbátaárásum voru ekki
n°tuð dulmálsskeyti né leynimerki
^eldur aðeins talað mælt mál) og hefði
ákveðið skip verið að fá skipun um að
)arga mönnunum. Sem betur fer
reyndist þetta rétt — þótt ekki sé þar
111 e<á sagt að allir hafi fundist í því
þfeifandi myrkri sem þarna var og
kannske slokknað á lífbeltisljósinu hjá
ejnhverjum.
held að það hafi verið um borð í
p°ðafossi að við urðum vitni að sorg-
e8u atviki. Stýrimaðurinn sem var á
vakt veitti athygli manrii sem var á
Sangi á afturdekki skipsins fyrir fram-
an okkur, en ekki var langt í milli
ski
eð;
'Panna — kannske hundrað metrar
a svo. En skyndilega veit hann ekki
v ft af en hann sér manninn henda sér
vrir borð! Við stöðvuðum vélina og
'aið uppi fótur og fit. Maðurinn
reyndist vera í lífbelti og lögðumst við
að honum og drógum hann upp. Við
V°rum á heimleið og kom hann með
°kkur til Reykjavíkur, en var ekki
aktaf með réttu ráði — taugarnar voru
r°stnar. Svona hafði strfðið leikið
ann illa.
h;
Eitt
koi
SInn um hábjartan dag er ég lá í
°JU eftir næturvakt hrökk ég upp við
það að skipið stansar og skrúfan er sett
á fulla ferð aftur á bak. Ég hrökk við
og hljóp upp að sjá hvað urn væri að
vera. Reyndist þá skip að nafni
Greenville sem var hlaðið farmi er átti
að fara til hitaveitunnar í Reykjavík
hafa orðið fyrir tundurskeyti og var að
sökkva. Mun Eimskip hafa annast
afgreiðslu þess eða haft það á leigu.
Það hafði siglt rétt fyrir framan okkur
og varð Goðafoss að bakka í mesta
flýti svo við lentum ekki á flakinu.
Mér er minnisstætt að sjórinn var
þakinn bíldekkjum og öðrum varningi
sem flaut upp um það bil sem
Greenville hvarf í hafið. Sem betur fer
sá ég að mennirnir höfðu náð að
komast í báta og á fleka.“
Leitað skjóls í hafísnum
„Satt að segja vorum við það óheppnir
á Goðafossi að í nær hverri skipalest
sem við sigldum með, bæði heiman og
heim, var alltaf mikið um árásir.
Þannig minnist ég einnar ferðar á
Goðafossi, en þá vorum við á leið vest-
ur. Sendir þá forystuskipið okkur
tilkynningu um að ís sé framundan og
skulum við beygja frá og taka nýja
stefnu. Fremur þungt var í sjó. En
skömmu síðar varð skip fyrir skoti og
hélt skipalestin því inn að ísröndinni í
von um að kafbátarnir þyrðu ekki eða
gætu ekki athafnað sig innan um
fsinn. Þetta var rekís og ekki mjög
stórir jakar og sigldum við nú gegnum
ísinn við ísröndina í tólf til fimmtán
tíma. Veður var þá orðið mjög slæmt.
Við sigldum inn í ísinn um kvöldið og
héldum okkur þar um nóttina og er á
leið lægði veður og batnaði, þótt enn
væri þung alda.
En skipalestin hafði tvístrast nokkuð
og aðeins fá skip þarna í kringum
okkur og héldum við nú út úr ísnum
og hugðumst ná skipunum í forystu-
lestinni. En ekki erum við fyrr komnir
út úr ísnum en danskt skip varð fyrir
skoti og það svo hastarlegu að við
sáum aðeins afturendann á því: Hafði
það brotnað í tvennt, framparturinn
sokkið en afturhlutinn flaut. En þegar
við komum til Reykjavíkur á ný var
okkur sagt að ákveðið hefði verið að
bjarga afturhluta skipsins og draga
hann til Reykjavíkur. Dráttarbátnum
sem fékk þetta hlutverk sóttist ferðin
seint vegna illviðris og um síðir mun
hafa verið gefin skipun um að skjóta
þennan skipspart niður, enda yrði
aldrei gert svo við skipið að það gagn-
aðist í stríðinu...
En við vorum svo heppnir að þegar
við komum út úr ísnum sendir skip
okkur fyrirspurn á ljósamorsi og spyr
hvaða skip þetta sé. Við gáfum upp
okkar númer, en í skipalestunum hafði
hvert skip sitt númer, og spurðum á
móti hvaða skip það væri sem spyrði.
Reyndist þetta þá vera forystuskipið
fyrir skipalestinni og náðum við til
Halifax ásamt tíu eða ellefu skipum af
fimmtíu eða sextíu. Hin höfðu ýmist
komið fyrr eða seinna eða voru skotin
niður...
Þessi skipalest fór því mjög illa og ein-
hvers staðar hef ég séð sögu hennar
skráða. Tel ég þetta líka eina erfiðustu
ferð okkar.“
'S$HANNaDAGSBLAÐIÐ
59