Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 61
nu reynt að setja út, en það reyndist
erfitt: Þeir áttu að renna eftir
Serstökum sliskjum í sjóinn þegar þörf
krefði. En þetta virkaði ekki og kann
°rsökin að hafa verið sú að þeir hafi
gengið til við sprenginguna og
sliskjurnar skekkst. Gekk maður undir
^anns hönd að koma þeim í sjóinn og
fyrst stjórnborðsflekanum. Fór svo að
Það tókst. Konum og börnum meðal
^arþeganna var auðvitað boðið að
^asta sér í sjóinn og freista þess að
K°mast upp á flekann — en vitanlega
Þ°rðu fæstir að kasta sér í grængolandi
hafið við slíkar aðstæður. Veður var
enda farið að versna, og var á suð-
austan strekkingur, líklega 6-7 vind-
stlg- Flekann rak því í byrjun tóman
aftur með skipinu. En þar tók
fhniann Guðjónsson bryti á sig rögg
°g stökk út á flekann. Síðar komust
fleiri á flekann, flest skipverjar.
fnginn farþeganna áræddi að stökkva
1 sjóinn á eftir flekanum eins og ég
Sagði, heldur settust þeir flestir upp í
^'bátinn sem áður var nefndur og
ætlað var að fljóta upp sjálfkrafa. En
Sv° fór að bátnum hvolfdi og var það
nrsök þess hve margir af farþegunum
fc
°rust.“
^gt dró saman með mér og
flekanum
”^f mér er það að segja að þar sem mér
Vndist lengi vel að ekki mundi takast
sjósetja stjórnborðsflekann, fór ég
akborðsmegin — eða þangað þar
Sem verið var að glíma við hinn
ekann. Ekki vannst það verk
auðveldlega en að lokum fór svo að
attn rann í sjóinn. Var þá svo komið
a skipiö var byrjað að taka inn á sig
sJ°mn að aftan og seig hann fremur
hr
^ægt inn eftir dekkinu. Fyrir framan
rnna var stór kassi sem í var bíll sem
^fiaður var forseta íslands. Stökk ég
nn upp £ þennan kassa og kastaði mér
honum í sjóinn. Vonaðist ég til að
11 a fickanum, en vegna hvassviðrisins
var hann tekinn að fljóta nokkuð hratt
burtu frá skipinu. Dró því mjög hægt
saman með mér og flekanum — en að
lokum hafðist það. Var ég þá meira en
uppgefinn, enda mun ég hafa verið
næst síðasti maðurinn sem á þennan
fleka komst. Rétt á eftir kom einn
mannanna sem við höfðum bjargað af
olíuskipinu. Var hann allur reifaður,
enda höfðu læknishjónin verið að gera
að sárum mannanna af olíuskipinu allt
þar til sprengingin varð, en margir
þeirra voru illa brenndir eftir að hafa
barist við eldinn um borð. Þessi
maður synti af einbeitni að flekanum
og virtist sallarólegur. Komst hann
upp á flekann og var þar fyrir einn
yfirmanna hans. 19 félagar hans af
þeim 21 sem við höfðum bjargað
fórust.
Á flekanum var líka fyrir skipstjórinn
á Goðafossi, Sigurður Gíslason. Hann
hafði stokkið í sjóinn á líkum stað og
ég en miðað betur. Var það vegna þess
að hann var í stórri hermannakápu
sem þandist út af lofti þegar hann
kom í sjóinn, svo hann þeyttist áfram
eins og belgur. Þess ber líka að geta að
hann var mjög vel syndur maður.
Fékk hann sér oft sundsprett í sjónum
þegar legið var við akkeri og í New
York fór ég stundum með honum í
sundlaug. Sagði hann enda við mig að
aldrei væri að vita hvenær það kæmi
sér vel að vera vel syndur og rættust
þau orð hans þarna...
Goðafoss mun hafa sokkið sjö til tíu
mínútum eftir að skotið hæfði hann.
Sáu menn frá flekanum er hann reis
upp á endann, en hvarf svo í hafið að
stundarkorni liðnu.“
Reru til að halda á sér hita
„Um björgunarflekana er það að segja
að þeir voru byggðir utan um tunnur
á þann hátt að holrúm myndaðist í
miðju flekans og sátu menn á tunn-
unum eins og bekk. Holrúmið var að
mestu fullt af sjó og svo gengu sjó-
gusurnar yfir fólkið öðru hvoru. Af
þeim sem björguðust höfðu fleiri
komist á stjórnborðsflekann og var
vistin kannske öllu verri þar en hjá
okkur, þar sem hann var mjög þungur
og virtist við það að sökkva. En þegar
á leið bar flekana hvorn að öðrum og
var þá létt á stjórnborðsflekanum með
því að flytja nokkra yfir til okkar. Við
brugðum á það ráð að binda flekana
saman, en vegna sjógangs urðum við
að losa þá sundur aftur, því hætta var
á að þeir löskuðust er þeir rákust
saman.
Ekki hefur liðið nema um klukku-
stund frá því er skipið var skotið
niður þar til björgunarflugvélar frá
Keflavíkurflugvelli bar að. Vörpuðu
þeir niður allstórum gúmmíbjörg-
unarbáti og flotbeltum, en björgunar-
báturinn kom niður í órafjarlægð frá
þeim stað þar sem okkar fleki var.
Stjórnborðsflekinn var þá enn nokkuð
langt frá okkur og skildist mér á þeim
sem á honum voru að þeir hefðu ekki
einu sinni orðið varir við þessa himna-
sendingu — og sumir sáu ekki einu
sinni flugvélarnar. Margreyndi ég það
líka eftir á að menn höfðu mjög ólíkar
sögur að segja um reynslu sína þennan
tíma, ekki síst hvað snerti sjósetningu
björgunartækjanna: Einn sá þetta og
annar hitt og bar mönnum alls ekki
alltaf saman.
Við sáum nú til korvetta og herskipa
sem dreif að frá Reykjavík. Veður fór
sífellt versnandi og var það orðið mjög
slæmt þegar okkur loks var bjargað
um borð í eina bresku korvettuna,
Northern Reward. Hefur það verið í
ljósaskiptunum, líklega milli fjögur og
fimm um daginn. Höfðu þeir verið að
varpa niður djúpsprengjum öðru
hvoru og sögðu sjóliðarnir okkur að
þeir hefðu ekki talið rétt að stansa og
bjarga okkur fyrr en það hefði verið
talið öruggt vegna kafbátanna.
Vitanlega vorum við þjökuð og til að
byrja með var okkur mjög kalt, en
meðan við vorum á flekanum var eins
^ÖMannadagsblaðið
61