Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 66
10. maí 1994 Árla morguns 10. maí 1994 slasaðist Guðni Kristján Sævarsson háseti mjög alvarlega, er hann var við störf á þilfari Dagrúnar IS-9, þegar skipið var að togveiðum á svokölluðu Grálúðutorgi 90 sjm. vestur af Látrabjargi. Við hífingu slóst vír í höfuð Guðna Kristjáns með þeim afleiðingum að hann fékk mikil höfuðmeiðsl. Þyrlan TF-SIF var þegar send á vettvang með lækni og flutti sjúklinginn á Borgarspítalann í Reykjavík þar sem hann Iést hinn 18. maí af völdum áverka þeirra er hann hlaut. Guðni Kristján heitinn var fæddur ó.janúar 1957, til heimilis að Traðarlandi 10 Bolungarvík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 18. desember 1994 Aðfaranótt 18. desember 1994 drukknaði Theodór Sigurjón Malmquist matsveinn á ms. Hafrafelli ÍS-222 er lá við togarabryggjuna á Siglufirði. Stórhríðarveður af ANA með mikilli snjókomu og fannfergi gekk þá yfir Norðurland. Theodór heitinn var fæddur 3.júlí 1933, til heimilis að Urðarvegi 18 Isafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Lík hans fannst í höfninni hinn 21. desember eftir mikla leit. 26. febrúar 1995 Aðfaranótt 26. febrúar 1995 fórst Gunnar Ingi Einarsson háseti er hann féll fyrir borð af nótaskipinu Sigurði VE-15, er skipið var að loðnuveiðum um 10 sjm. austur af Vestmannaeyjum. Gunnar Ingi var að störfum í nótakassanum, því verið var að undirbúa að kasta nótinni, þegar slysið átti sér stað. Hann náðist aftur um borð eftir um það bil 10 mínútur og var þá látinn. Lífgunardlraunir báru engan árangur. Gunnar heitinn Ingi var fæddur 29. október 1951 til heimilis að Búhamri 58 í Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. 1. apríl 1995 Aðfaranótt 1. apríl 1995 lést Halldór Páll Stefánsson skipverji á nótaskipinu Huginn VE-55, er hann féll á milli skipa í Ólafsvíkurhöfn og klemmdist. Skipin höfðu leitað vars þar í höfninni vegna veðurs, SSV 11 vindstig með éljagangi. Mikill súgur var við Norðurbryggjuna þar sem skipin lágu bundin. Skipverjar náðu félaga sínum um borð í nótaskipið Arnó EA-16 er lá utan á Huginn, en hann var þá látinn. Lífgunartilraunir báru engan árangur. Halldór Páll heitinn var fæddur 11. nóvember 1948 til heimilis að Hásteinsvegi 13 í Vestmannaeyjum. Einhleypur. 66 SJÓMANNADAGSBLA^
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.