Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 66
10. maí 1994
Árla morguns 10. maí 1994 slasaðist Guðni
Kristján Sævarsson háseti mjög alvarlega, er
hann var við störf á þilfari Dagrúnar IS-9,
þegar skipið var að togveiðum á svokölluðu
Grálúðutorgi 90 sjm. vestur af Látrabjargi. Við
hífingu slóst vír í höfuð Guðna Kristjáns með
þeim afleiðingum að hann fékk mikil
höfuðmeiðsl. Þyrlan TF-SIF var þegar send á
vettvang með lækni og flutti sjúklinginn á
Borgarspítalann í Reykjavík þar sem hann Iést
hinn 18. maí af völdum áverka þeirra er hann
hlaut.
Guðni Kristján heitinn var fæddur ó.janúar
1957, til heimilis að Traðarlandi 10
Bolungarvík. Hann lætur eftir sig eiginkonu
og þrjú börn.
18. desember 1994
Aðfaranótt 18. desember 1994 drukknaði
Theodór Sigurjón Malmquist matsveinn á ms.
Hafrafelli ÍS-222 er lá við togarabryggjuna á
Siglufirði. Stórhríðarveður af ANA með
mikilli snjókomu og fannfergi gekk þá yfir
Norðurland.
Theodór heitinn var fæddur 3.júlí 1933, til
heimilis að Urðarvegi 18 Isafirði. Hann lætur
eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Lík hans
fannst í höfninni hinn 21. desember eftir
mikla leit.
26. febrúar 1995
Aðfaranótt 26. febrúar 1995 fórst Gunnar Ingi
Einarsson háseti er hann féll fyrir borð af
nótaskipinu Sigurði VE-15, er skipið var að
loðnuveiðum um 10 sjm. austur af
Vestmannaeyjum. Gunnar Ingi var að störfum
í nótakassanum, því verið var að undirbúa að
kasta nótinni, þegar slysið átti sér stað. Hann
náðist aftur um borð eftir um það bil 10
mínútur og var þá látinn. Lífgunardlraunir
báru engan árangur.
Gunnar heitinn Ingi var fæddur 29. október
1951 til heimilis að Búhamri 58 í
Vestmannaeyjum. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
1. apríl 1995
Aðfaranótt 1. apríl 1995 lést Halldór Páll
Stefánsson skipverji á nótaskipinu Huginn
VE-55, er hann féll á milli skipa í
Ólafsvíkurhöfn og klemmdist. Skipin höfðu
leitað vars þar í höfninni vegna veðurs, SSV 11
vindstig með éljagangi. Mikill súgur var við
Norðurbryggjuna þar sem skipin lágu
bundin. Skipverjar náðu félaga sínum um
borð í nótaskipið Arnó EA-16 er lá utan á
Huginn, en hann var þá látinn.
Lífgunartilraunir báru engan árangur.
Halldór Páll heitinn var fæddur 11. nóvember
1948 til heimilis að Hásteinsvegi 13 í
Vestmannaeyjum. Einhleypur.
66
SJÓMANNADAGSBLA^