Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 81
Minning
Eiríkur Kristófersson skipherra
Fæddur 5. ágúst 1892 - dáinn 16. ágúst 1994
F'n'kur Kristófersson er látinn.
F'tíkur fæddist 1892 og var því 102
ara þegar hann lést. Það er löng ævi,
eEki síst ef haft er í huga að hann var
ár á eftirlaunum eftir að starfsævi
auk. Eiríkur fór á sjóinn 14 ára gamall
°8 gerði sjómennskuna að ævistarfi.
Úann var á sjó í um hálfa öld, lengst af
Setn starfsmaður Landhelgisgæslunnar,
Par af um 37 ár skipherra. Það þarf
^rikið þrek, bæði andlegt og líkamlegt
i þess að gegna slíkri stöðu, sérstak-
e§a á árunum 1920-30 þegar siglinga-
l^ki voru ekki annað en kompás,
andlóð og vegmælir.
f*að var ekki heiglum hent að sigla
Sk'PÍ við strendur íslands í
Vctrarveðrum og eiga þar að auki að
^lpa öðrum skipum undir slíkum
ringumstæðum. Það veit enginn
|je,na sá sem reynt hefur, enda urðu
estir skipstjórar á þessum árum ekki
Un|r. Að standa í opinni brú í stórsjó
°S nátttuyrkri og stara út í myrkrið og
V|ta ekkert hvað er framundan. Það
tekur á karlmennskuna enda gáfust
^jafgir upp á því og fóru í land.
r‘kur var mikill gæfumaður á
sl°num. Bjargaði fjölda skipa og
Jaipaði hundruðum sjómanna og
e,8a því margir honum mikið að
*aca. Eiríkur var dulur maður á
g^nurn en þægilegur í umgengni.
VrJendum líkað vel hjá honum, enda
ar hann góður leiðbeinandi og hafði
trá rr - - • --
tliðl;
Uaórgu að segja. Hann var ólatur að
a öðrum af þekkingu sinni án
rar mikilmennsku. Frægastur varð
arin þó er hann átti í deilum við
all
Anderson þann bresk-norska skip-
herra sem fór fyrir breska flotanum í
12 mílna deilunni og eru biblíutil-
vitnanir þeirra á milli landsfrægar, en
Anderson þessi var hálfgert dusil-
menni.
Annars báru breskir sjómenn mikla
virðingu fyrir Eiríki og það ekki að
ástæðulausu. Hann bjargaði fjölda
breskra skipa og sjómanna úr bráðum
lífsháska og einnig tók hann þá manna
mest í landhelgi. Þrátt fyrir það átti
hann virðingu þeirra, hvort sem hann
bjargaði þeim frá bráðum bana eða lét
setja þá í tugthús. Oft kom honum að
gagni þessi hæfileiki að geta talað
menn til og náð trúnaði þeirra.
Vitanlega var Eiríkur ekki gallalaus
frekar en aðrir dauðlegir menn. Eins
og einn stýrimaður sagði: „Maður
talar ekki illa um skipherrann, því
hann er þjóðhetja.“ Eiríkur var
tvíkvæntur og átti þrjú börn með fyrri
konunni, en hjónabönd hans entust
ekki lengi og bjó hann einn síðustu 30
árin.
Síðustu ár Eiríks voru honum að
mörgu leyti ánægjuleg. Hann dvaldist
á Hrafnistu og miðlaði öðrum af
sínum andlega styrk og var í nánu
sambandi við lækna af öðrum heimi.
Eg, ásamt mörgum öðrum gömlum
skipsfélögum hans hitti Eirík síðast
þegar hann varð 100 ára. Eg gekk til
hans og heilsaði honum, hann var
farinn að missa sjón, en þekkti mig
strax á röddinni og segir við mig að nú
fari þetta að styttast hjá sér. Nú fari
hann að kveðja þennan heim og kvíði
hann því ekki, þar sem hann viti
heilmikið um hvað taki við. A eftir
mér heilsaði honum gamall skipsfélagi
af vs. Þór og kynnti sig, en karl sagðist
ekki muna eftir honum. Þá sagði
maðurinn: „Ég var vélstjóri hjá þér á
Þór.“ Eiríkur sagðist ekki þekkja neina
vélstjóra — en vitanlega þekkti hann
manninn.
Það er mikil gæfa sem fylgir mönnum
sem hafa verið á sjó í hálfa öld og
rúmlega það og hafa aldrei misst mann
af skipi sínu, né slasast alvarlega við
skyldustörf, því oft þurfa þeir að tefla
djarft sem stunda björgunarstörf hér á
hafinu kringum landið.
Fari hann í friði,
Guðmundur Kjœrnested
ANn A D A G S B L A ÐI f )
81