Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 84
hann dvaldi á sjúkrahúsi. Mig setd hljóðan og minningar frá liðinni tíð fóru að hrannast upp í huga mínum. Þar var af nógu að taka. Skömmu eftir að ég hóf störf hjá SVFÍ seint á árinu 1964 lágu leiðir okkar saman og leyndi sér ekki hinn eldlegi áhugi hans á slysavarna- og björgunarmálum. Þarna var hinn sívakandi áhugamaður og sjálfboðaliði að einhverri sýslan fyrir sjóflokk björgunarsveitar Ingólfs. Er fram liðu stundir og árunum fjölg- aði í samskiptum okkar áttu þau kynni eftir að styrkjast enn meir og þá sérstaklega á þeim árum sem við urðum nánir samstarfsmenn. Þar bar engan skugga á og get ég fullyrt að í millum okkar ríkti drengskapur og gagnkvæmt traust. * * * Það voru margar ánægjustundir sem ég átti með Asgrími við stýrið á björg- unarbátunum þegar siglt var inn um Sund og út fyrir eyjar. Þar var hann á heimavelli og enginn þekkti þar betur vandfarnar leiðir og glögg kennileiti en hann. Þessum fróðleik miðlaði hann á sinn sérstaka hátt til „strákanna sinna í sjóflokknum,“ en þeirra var framtíðin og þetta þurftu þeir að kunna. Eins og fyrr er frá greint ólst Ásgrímur upp í Viðey þegar umsvif útgerðar stóðu þar með mestum blóma. Eitt af þeim ábyrgðarstörfum sem föður hans voru falin var að ferja fólk milli lands og eyja. Ferjumannsstarfið mun snemma hafa fallið í hlut sonarins og farnaðist honum vel í því, jafnvel barnungum að árum. Þessi tími var honum kær og Köllunarklettur og Skarfaklettur voru honum helg kenni- leiti. Það var á þessum vettvangi, í þessu umhverfi, sem hann mótaðist og hugur hans stefndi til að gera að lífs- starfi. * * * Oryggismál sjómanna voru Ásgrími hugleikin, bæði bókleg fræðsla og verkleg þjálfun. Það var því lang- þráður draumur sem varð að veruleika þegar Slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa 1985 um borð í Sæbjörgu, áður varðskipinu Þór. Flann var þá hættur störfum hjá SVFI, en fylgdist grannt með framvindu þeirra mála og lagði þeim málstað gott lið hvenær sem hann gat því við komið. Björgunarbáturinn Henry A. Hálfdansson hafði ákveðnu hlutverki að gegna við verklega þjálfun nem- enda á ytri höfinni er varðaði sérstak- lega gúmmíbjörgunarbáta, flotbún- inga og björgun með þyrlu. Þar var Ásgrímur við stjórnvölinn og miðlaði nemendum skólans af þekkingu og víðsýni. Og þegar þurfti skipstjóra til afleysinga í sumarferðum Sæbjargar til hinna ýmsu sjávarþorpa var Ásgrímur ávallt reiðubúinn og var haft orð á hversu vel honum fór úr hendi skip- stjórn og stjórntök öll, þótt þröngt svið væri til athafna á sumum höfnum og aldrei var kvartað yfir vöntun á bógskrúfu né vélarorku. * * * I minningunni lýsir skært lítið ævin- týri sem tengist Sæbjörgu tvo sumar- mánuði 1986. Þá tókst samstarf við Reykjavíkurborg um viðhaldsvinnu unglinga úr Vinnuskóla borgarinnar um borð í skipinu, en í staðinn fengju starfshóparnir fræðslu um slysavarnir og leiðbeiningar á ýmsum sviðum verklegrar sjóvinnu. Þótt Ásgrímur væri hættur störfum þótti ráðamönn- um SVFI einsýnt að fela honum að vera þar í forsvari. I upphafi hverrar vinnuviku var grunnurinn lagður að starfinu er unglingarnir mættu í kennslusalinn í „káetustíl.“ Á lokadegi hverrar vinnuviku var farið með hópinn á B.b. Gísla J. Johnsen út fyrir eyjar og rennt fyrir fisk. En áður en haldið var til Reykjavíkur var auðvitað siglt að landi í Viðey, gengið þar um og saga staðarins rakin, og loksins snætt nesti á rústum æskustöðvanna og hinum ungu borgurum sagðaj sögur úr lífi og starfi eyjarskeggja- I Árbók SVFÍ 1987 rifjar Ásgrímur upP þessa sæludaga í góðri frásögn, þvl honum var einkar lagið að tjá sig baeð1 í rituðu og töluðu máli, og lýkur hann frásögninni á þessum fleygu orðurU' „Mér er efst í huga þakklæti en þó uifl fram allt minningin um unglinga113 sem glöddu mitt gamla hjarta færðu mér endurnýjaða trú á æskuiU' og lífið.“ Á haustdögum 1988 flaug sú frétt að SVFÍ stæði í viðræðum við systut' félagið í Englandi um að fá þaðaf> keyptan stóran og fullkominn björg' unarbát. Það kom mér ekki á óvaú þegar fyrrverandi samstarfsmaðu1 minn kom í heimsókn til að lelta frétta og spyrjast fyrir um hvort sat1 væri. Mér var auðvitað einkar ljúft að leiða hann í allan sannleika um bát og búnað og vissi gjörla að ekki þyr^1 lengi að brýna áhuga hans fyrir fraU1' gangi þessa máls. „Þú siglir bátnuu1 heim ef af kaupunum verður,“ vflI áheit sem við var staðið. Þótti hka ' ð öllum sem til þekktu fara vel á þvt 3 hin „aldna kempa“ yrði þar við stjorO' völinn. Á annan dag páska 19^ lagðist B.b. Henrý A. Hálfdansson við SVFÍ húsið á Grandagarði og var ve fagnað. Okkur, sem vorum í áhöfn fl heimsiglingunni, mun seint úr min111 líða sú ferð. Með komu þessa báts vflt margra ára draumsýn orðin að ver11 leika með öllum þeim fjölþs11^1 möguleikum sem hún hafði uppa fl, bjóða. Og aftur verður Árbók S' r 1990 á vegi mínum, þar sem er 3 finna ritsmíð eftir Ásgrím: „FíaJl11 sannaði strax gildi sitt,“ þar sem ha1111 flettir skipsdagbókinni og reko1 atburðarásina. Ekki aðeins ho lesning, heldur og ströng áminn111? um að halda vöku sinni á þessu111 vettvangi. * * * 84 SJÓMANNADAGSBLAg^
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.