Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 88

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 88
langt norður í hafi (á Halamiðum). Jörundur hafði þá á skipi sínu marga þrekmikla hákarlamenn og segir sagan að þeim hafi mörgum þótt frekar gott í staupinu, enda sparaði Jörundur ekki brennivín við karla sína. Er það haft eftir Jörundi að hann hafi tekið út sex tunnur af brennivíni þann tíma sem hann hélt sig á ísafirði og hafi það allt gengið upp þar vestur frá. Giska marg- ir á að gestkvæmt muni hafa verið hjá Jörundi þegar hann var að koma með aflann inn á Isafjörð. En þetta er líka sú mesta brennivínseyðsla sem sögur fara af í hákarlalegum. Þann tíma sem Jörundur var á Isafirði um vorið aflaði hann 370 tunnur af lifur. Lýsið var þá í háu verði, eitthvað nálægt 60 krónur tunnan, og geta menn af því ráðið hversu mikils virði hákarlsaflinn gat verið í þá daga. Og ekki hefur Jörundi fundist hann muna mikið um þessa brennivínslögg sem fór ofan í karlana, þar sem hann gekk sjálfur frá með helminginn af aflanum — og svo var nú brennivínið ódýrt í þá daga. Verðlaun í boði Jörundur hafði einstaklega gott lag á því að koma mönnum sínum í það skap, eftir að lagst var við hákarl, að þeir færu ekki langt frá vaðnum. Var það oft langur tími sem menn urðu að bíða frá því að lagst var þang- að til þeir urðu varir, og ónotalegt var það að hanga í vaðnum svo klukku- tímum skipti. Urðu margir því fegnir að skreppa niður í lúkar og fá sér kaffisopa og aðra hressingu eftir atvikum, einkum ef illt var í sjóinn og straumur. Er þá sagt að Jörundur hafi tekið upp á því til þess að menn skyldu halda sig sem fastast við vaðinn að hann fyllti dálitla eltiskinnsskjóðu með kandís- sykri og lagði hann skjóðuna á káetu- þakið og fullan brennivínskút hjá. - „O, hróin mín og hróin mín,“ sagði Gamalt hákarlaskip á Oddeyrartanga á Akureyri. Jörundur, - „og þið verðið nú að halda ykkur sem fastast við vaðinn ef þið eigið að vinna til þess sem þarna ligg- ur.“ — Sykurinn og brennivínið átti að vera aukaþóknun handa þeim vaðarmanni sem fengi fyrsta hákarls- gotið. Allir vildu vinna til verðlaun- anna, og enginn þorði að róta sér frá vaðnum svo klukkutímum skipti, hvernig sem veður var, því kútinn vildu menn eignast og hleypti þetta miklum metnaði í karlana hjá Jörundi. En ekki er þess getið að nein misklíð risi nokkurn tíma út af þessu, og með einhverri framúrskarandi lagni hafði Jörundur það vald yfir mönnum sínum að þeir höfðu gaman af þessu uppátæki hans og erfðu það ekki við hann með neinni þykkju þótt þeim gengi misjafnlega að ná í brennivíns- kútinn. Enda mun og Jörundur hafa reynt að sjá um að karlarnir væru ekki um of þurrbrjósta að öðru leyti, eftir að hákarlahrotan var byrjuð fyrir alvöru. Jörundi græddist mikið fé og var mest- ur gróði hans frá því er hann var for- maður á „Hermóði". Síðar eignaðist hann tvö hákarlaskip önnur, „Jörund“ og „Margréti“, er heitin voru í höfuð Jörundar og konu hans. 88 SJÓMANNADAGSBLAglg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.