Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 88
langt norður í hafi (á Halamiðum).
Jörundur hafði þá á skipi sínu marga
þrekmikla hákarlamenn og segir sagan
að þeim hafi mörgum þótt frekar gott
í staupinu, enda sparaði Jörundur ekki
brennivín við karla sína. Er það haft
eftir Jörundi að hann hafi tekið út sex
tunnur af brennivíni þann tíma sem
hann hélt sig á ísafirði og hafi það allt
gengið upp þar vestur frá. Giska marg-
ir á að gestkvæmt muni hafa verið hjá
Jörundi þegar hann var að koma með
aflann inn á Isafjörð. En þetta er líka
sú mesta brennivínseyðsla sem sögur
fara af í hákarlalegum.
Þann tíma sem Jörundur var á Isafirði
um vorið aflaði hann 370 tunnur af
lifur. Lýsið var þá í háu verði, eitthvað
nálægt 60 krónur tunnan, og geta
menn af því ráðið hversu mikils virði
hákarlsaflinn gat verið í þá daga. Og
ekki hefur Jörundi fundist hann muna
mikið um þessa brennivínslögg sem
fór ofan í karlana, þar sem hann gekk
sjálfur frá með helminginn af aflanum
— og svo var nú brennivínið ódýrt í
þá daga.
Verðlaun í boði
Jörundur hafði einstaklega gott lag á
því að koma mönnum sínum í það
skap, eftir að lagst var við hákarl, að
þeir færu ekki langt frá vaðnum.
Var það oft langur tími sem menn
urðu að bíða frá því að lagst var þang-
að til þeir urðu varir, og ónotalegt var
það að hanga í vaðnum svo klukku-
tímum skipti. Urðu margir því fegnir
að skreppa niður í lúkar og fá sér
kaffisopa og aðra hressingu eftir
atvikum, einkum ef illt var í sjóinn og
straumur.
Er þá sagt að Jörundur hafi tekið upp
á því til þess að menn skyldu halda sig
sem fastast við vaðinn að hann fyllti
dálitla eltiskinnsskjóðu með kandís-
sykri og lagði hann skjóðuna á káetu-
þakið og fullan brennivínskút hjá. -
„O, hróin mín og hróin mín,“ sagði
Gamalt hákarlaskip á Oddeyrartanga á
Akureyri.
Jörundur, - „og þið verðið nú að halda
ykkur sem fastast við vaðinn ef þið
eigið að vinna til þess sem þarna ligg-
ur.“ — Sykurinn og brennivínið átti
að vera aukaþóknun handa þeim
vaðarmanni sem fengi fyrsta hákarls-
gotið. Allir vildu vinna til verðlaun-
anna, og enginn þorði að róta sér frá
vaðnum svo klukkutímum skipti,
hvernig sem veður var, því kútinn
vildu menn eignast og hleypti þetta
miklum metnaði í karlana hjá
Jörundi. En ekki er þess getið að nein
misklíð risi nokkurn tíma út af þessu,
og með einhverri framúrskarandi lagni
hafði Jörundur það vald yfir mönnum
sínum að þeir höfðu gaman af þessu
uppátæki hans og erfðu það ekki við
hann með neinni þykkju þótt þeim
gengi misjafnlega að ná í brennivíns-
kútinn. Enda mun og Jörundur hafa
reynt að sjá um að karlarnir væru ekki
um of þurrbrjósta að öðru leyti, eftir
að hákarlahrotan var byrjuð fyrir
alvöru.
Jörundi græddist mikið fé og var mest-
ur gróði hans frá því er hann var for-
maður á „Hermóði". Síðar eignaðist
hann tvö hákarlaskip önnur, „Jörund“
og „Margréti“, er heitin voru í höfuð
Jörundar og konu hans.
88
SJÓMANNADAGSBLAglg