Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 98

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 98
geðið sjálft eins og meðhjálpari í kirkju. „Hugleiddu þetta nú“ segi ég. „Ég bið þig að hugleiða þetta. Ég lít við hjá þér á morgun.“ Hann urraði eitthvað í þá veru að hann yrði „fjarverandi allan daginn.“ Þegar ég var á leið niður stigann langaði mig mest að berja höfðinu við vegginn af einskærum vonbrigðum. Hann Robinson skipstjóri hérna getur borið vott um það. Mér fannst skelfilegt að hugsa um allt þetta undursamlega efni sem morknaði til einskis þarna í sól- inni - efni sem léti sykurreyrinn bruna upp mót himinhvolfmu. Orkuupp- spretta Queenslands! Og í Brisbane, en þangað fór ég til þess að reyna fyrir mér í allra seinasta sinn, sæmdu þeir mig nafnbótinni brjálæðingur. Hreinir örvitar! Eini viti borni maðurinn sem á vegi mínum varð var ekillinn sem ók mér erinda minna. Mér leist svo á að hann mætti muna sinn fífil fegri. Hah! Robinson skipstjóri? Þú manst söguna af kúskinum sem ég hitti í Brisbane - þú manst eftir henni? Sá karl var hreint ótrúlega glöggskyggn. Hann skildi þetta til hlítar á augabragði. Það var óblandinn unaður að spjalla við hann. Eitt kvöldið, þegar ég hafði átt í einhverjum djöfuls brösum með útgerðarmennina daglangt, var ég í svo slæmu skapi að ég sagði: „Nú verð ég að drekka mig fullan. Komdu með; ég verð að drekka mig fullan, því annars missi ég vitið.“ „Ekki skal stan- da á mér“ segir ekillinn, „drífum okkur bara.“ Ekki veit ég hvað ég hefði gert án hans. Hæ, Robinson skip- stjóri!,, Hann potaði fingri í síðuna á félaga sínum.„He! he! he!“ hló sá forni, leit annars hugar niður götuna og pírði svo tortrygginn á mig dapurleg, myrk augu...He! he! he!“... Hann studdist enn þyngslalegar en áður fram á regn- hlífina og tók að stara niður fyrir sig. Ég þarf ekki að taka fram að ég hafði gert ítrekaðar tilraunir til þess að sleppa frá þeim, en Chester hafði ónýtt þær allar með því einfaldlega að grípa í boðunginn á frakkanum mínum og halda mér föstum. „Augnablik. Ég hef fengið hugboð.“ „Hvaða andsk... hugboð“ hraut upp úr mér á endanum. „Ef þú heldur að ég ætli í félag við þig...“ „Nei,nei, drengur minn. Nú er það of seint, hversu mjög sem þig hefði langað til þess. Við erum búnir að útvega gufuskipið.“ „Þetta er nú ekki annað en svipur af gufuskipi“ sagði ég. „Nógu gott til að byrja með - við líðum ekki neitt yfirlætisþvaður hér. Ekki satt, Robinson skipstjóri?“ „Nei! nei! nei!“ krunkaði sá gamli án þess að líta upp og riða hins ellihruma höfuðs lýsti nú nær hamslausri einbeitni. „Mér skilst að þú sért kunnugur þess- um stráklingi“ sagði Chester og gerði hreyfingu með höfðinu í þá átt sem Jim hafði gengið, þótt hann væri nú löngu horfinn. „Hann var að troða sig út með þér á Malabar í gærkvöldi - eða svo var mér sagt.“ Ég kvað það satt vera og eftir að hann hafði látið þess getið að sjálfur hefði hann síst á móti því að berast á og lifa hátt, þótt því ver yrði hann að horfa í hvern skilding þessa stundina (- „aldrei of mikið í handraðanum vegna framkvæmdanna! Ekki satt, Robinson skipstjóri?“ -) þandi hann út brjóst- kassann og strauk stríða kampana, meðan sá nafntogaði Robinson, hóst- andi og kjöltrandi við hliðina á honum, kreisti handfangið á regn- hlífinni fastar en nokkru sinni og virtist að því kominn að síga hljóð- laust saman í gamla beinahrúgu. „Sá gamli á nefnilega alla peningana, þú skilur“ hvíslaði Chester að mér í trún- aði. „Ég hef reytt mig inn að skyrtunni við að koma þessu bölvuðu fargani á hreyfingu. En bíddu bara, bíddu bara. Betri dagar eru í vændum“... Skyndilega virtist hann verða stein- hissa á þeim merkjum óþolinmæði sem hann sá á mér. „Ó, hamingja° sanna!“ hrópaði hann. „Ég er að seg)a þér frá stórkostlegustu hugmynd allra tíma og...“ „Ég hef mælt mér mót við mann“ sagði ég bljúgur og biðjandt „Hvað um það?“ spurði hann °8 undrunin var ósvikin; „láttu hann bíða.“ „Það er einmitt það sem ég er cc . að gera“ ansaði ég; „væri ekki rétt a° þú segðir mér hvað þú vilt?“ „Kaupa tuttugu hótel eins og þetta þarna rumdi hann niður í bringu sér; °§ hvern einasta spjátrung sem fær sér þar inni líka - tuttugu sinnum.“ Hann lelt upp og það var hikleysi í svipnum: „E§ vil fá þennan strákling.“ „Ég veit ekk1 við hvað þú átt“ sagði ég. „Hann er til einskis nýtur, ekki satt?“ sagði Chestef snúðugt. „Ég hef ekki hugmynd urtl það“ andmælti ég. „Nú, þú sagðir mef sjálfur að hann tæki þetta nærri ser þráttaði Chester. „Jæja, að mínu matl er piltungur sem... En hvað sem þvl líður getur ekki mikið verið í ha1111 spunnið; en nú muntu skilja að ég er að svipast um eftir manni, og ég ne einmitt það að bjóða sem hentar honum. Ég ætla að fá honum vinnu a eyjunni minni.“ Hann kinkaði koll1 íbygginn á svip. „Ég ætla að srnala saman fjörutíu negrum og flytja þa þangað út - og það þótt ég verði að ræna þeim. Einhverjir verða að safna efninu saman. O! Ég mun búa vel a^ þeim: timburskýli, bárujárnsþak - cv þekki mann í Hobart sem mun kína mér það sem til þarf í sex mánuði- Ja’ það geri ég. Alveg gullsatt. En þá vanr ar eitthvað undir vatnsbirgðirnar. E? verð að bregða undir mig betri fa’r inum og hafa uppi á einhverjum se111 treystir mér fyrir sex aflóga jarn tönkum. Ég mun safna í þá regnvatn1’ sko? Hann verður látinn sjá um þa^' Ég mun gera hann að æðsta negranna. Ágætis hugmynd, Hvernig líst þér á?“ „En stundu111 kemur ekki dropi úr lofti á Walp0^ skerjaklasanum árum saman,,, sagði e§ yfirmanu1 eða hvað' 98 SJÓMANNADAGSBLAgí^
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.