Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 108

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 108
Febrúar 7. 1925 Y.M. C.A Seattle Washington Kœra frœnka! Nú sest jeg niður að skrifa þjer á náttklæðunum, hjer í stórum ruggustól undir skínandi ljósakrónum í hinu rúmgóða herbergi mínu hjer á heimili „Kristilegra ungra manna.“ Og horfi jeg niður á hin raflýstu stræti þessarar miklu borgar, sem nú er stærsta verslunarborg sem liggur að ströndum Kyrrahafsins, borg þar sem að jafnaði er drep- inn einn maður á dag í bifreiðarárekstri. Jeg er nýkominn úr einu leikliúsinu þar sem raslar í silkikjólum og demantar skína, en þó sýndar skrípamynd- ir og naktar dansandi meyjar. í fyrstunni þótti mér gaman að sjá þetta, en nú leiðist mér það svo að jeg varla get á það horft. Jeg sakna hinna fallegu, skemmtilegu leikja heima. Nýársnóttin, Víkingarnir á Hálogalandi, Rjettur eiginmaður, Ævintýri á gönguför, Imyndunarveikin og svo framvegis. Hér hafa þeir enga tilfinningu fyrir fallegri list, ef þeir sjá einhver skrípalæti sem þeir geta hlegið að eða sjá málaðar stelpur dansa berar, þá eru þeir ánægðir. Nú hringdi telefónninn, það er skrifstofan sem segir að niðri sje maður sem vilji hitta mig og spyr hvort jeg vilji taka á móti honum - alveg eins og jeg sje einhver stór- bokki eða milljónamæringur. Náttúrulega hefði jeg ekkert á móti því, og nú heyri jeg hann koma inn ganginn og þú verður að fyrirgefa þótt jeg hætti að skrifa um stund. Já, mikið er nú veröldin lítil, Gunna litla, fyrir þann sem víðförull er. Hér í borginni eru þó nokkuð margir Islendingar; maður þessi sem var að finna mig var einn af þeim, Waldimar Iversen sem jeg kynntist hjer; var erindið að sýna mjer kvöldblaðið. Þar á titilblaðinu var mynd af stúlku með stóru letri fyrir ofan: „Skólastúlka í Seattle skýtur mann með skammbyssu! Glóhærð dóttir hinna gömlu víkinga. Var það íslensk stúlka, Miss Sigrún Karvelson, 19 ára gömul og stúdent á Hall-verslunar- skólanum hjer í borginni. Hafði náungi þessi gert margítrekaðar tilraunir til að komast inn um glugga þar sem hún var að baða sig, svo að hún fjekk lánaða byssu og skaut hann og hugðist gefa honum ráðningu; og gerði það líka rækilega, því að blaðið tekur fram að tvísýnt sé ef hann muni lifa. Þarna sjerðu að löndur þínar og kynsystur hér yfir á Kyrrahafsströndinni eru heldur fyrirferðarmiklar. Ef þetta hefði verið heima hefðu þeir líklegast hegnt henni - en hér er henni hætt fyrir bragðið. Jeg var á íslendingafundi hjer í gær og var það rjett lag- legur hópur. Þó sýndist mjer þeir eitthvað öðru vísi en jeg bjóst við. Ameríka hefur breytt þeim og mjer finnst ekki til batnaðar. Stúlkurnar eru herfilegar, snoðklipptar og málaðar. Hugsaðu þjer hvað íslenskar stúlkur litu herfi' lega út hárlausar. Jeg vona að þú talir um fyrir þínum dýr- mæta fjársjóði af ungum stúlkum og fáir þær til að skilja að hárið heima sje sá dýrmætasd fjársjóður sem að guð hafi gefið þeim; og loftslagið heima sje svo heilnæmt að ekki þurfi þær að mála sig til þess að fá fallegan hörunds- lit. Samt voru landarnir hinir viðkunnanlegustu og heim- boðunum rigndi yfir mig hverju á eftir öðru. Sumir af gömlu körlunum sem komu fyrir um þrjátíu árum síðan eru harla ófróðir um Island. Einn var að jeta rauðgraut með öðrum og sagði: „Þetta hafið þið ekki heima á Is- Iandi!“ Annar hjelt að þeir ætu ennþá úr öskum og trogum. Þú hefur vonandi fengið brjefið sem jeg skrifaði þjer fra Japan. I sumar var ég uppi í heimskautalandinu Alaska innan um Indíana og Eskimóa á fiskiveiðum. Er jeg alveg nýkominn þaðan og stunda nám við svokallaðan Broadway Highschool og einnig hjer á Private skóla Kristilegra ungra manna. Stunda jeg aðeins enska tungu og bókmenntir. Jeg hefi svo nauman tíma að jeg get ekk1 lært mikið annað. Jeg frjetti að þú værir trúlofuð manni ofan ur Mosfellssveit, eða þá hjeðan úr Kjós. Elcki veit jeg hvort rjett er frá hermt, en taktu samt á móti mínum bestu lukkuóskum. Vildi jeg að satt væri, því jeg er farinn að halda að þú verðir piparjómfrú er gengur með gleraugu og alltaf er í illu skapi, eins og þú lest í sögum um. Jeg vona að þú setjir nú í þig mikla rögg og skrifir mjer vel og rækilega um landsins gagn og nauðsynjar, og munir að það er til rnanns hinsvegar á hnettinum sem að litlar frjettir hefur fengið af ættjörðinni síðan hann fór að heiman. Vertu svo kært kvödd og líði þjer ávallt sem best. Þess óskar þinn einlægur frændi. Henry Hálfdánsson E.s Þú ættir að senda rnjer mynd af þjer, svo skal jeg senda þjer aðra af mjer í staðinn. Utanáskrift: Mr. Henry Háldánsson. c/o G.Ivarssen, Point Roberts. Washington U.S.A. 108 SIÓMANNADAGSB LAfyí^
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.